Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 8
Hreppsnefndarfréttir friðun Reykholts fyrir ágangi búfjár. Ákveðið að óska eftir efni í girðingu frá Landgræðslu og að íbúar Reykholtshverfis sjái um verkþáttinn. Oddviti ræddi um málefni Laufskála og önnur þróunarverkefni uppsveitanna. Borist hafa óformleg jákvæð svör frá nágrannasveitarfélögunum um viðræðunefnd um samstarf í skólamálum. Skólnefndarformanni falið að kalla nefndina saman í ágústmánuði. Lesin var fundargerð félagsmálanefndar frá 18. júlí 1995. Hreppsráðsfundur 22. ágúst 1995. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar frá 24. 7. 1995 og bréf, þar sem kynnt er að sumarhús Sveins Ingibergssonar verði að vera innan byggingareits lóðar. Kynnt bréf Þorsteins Jónssonar dags. 24. 7. 1995 þar sem leitað er samstarfs Biskupstungna- hrepps vegna útgáfu ábúendatals Ættfræði- stofunnar fyrir hreppinn. Samþykkt að fela Arnóri Karlssyni að kanna málið og leggja fram tillögur til hreppsnefndar. Lagt fram bréf Jóns Ö. Þormóðssonar dags. í júlí 1995 þar sem farið er fram á stuðning sveitarstjórnar v/bókarinnar „Fegursta kirkjan á íslandi". Samþykkt að Bókasafn Biskupstungna gerist áskrifandi að bókinni. Bréf frá HSK dags. 3. maí, þar sem þakkaður er veittur stuðningur en jafnframt farið fram á meiri fjárhagsstuðning. Ekki talið svigrúm til að auka við styrkinn þetta árið. Bréf bæjarstjóra Selfossbæjar dags. 16. 8. 1995 um hugmyndir að breytingum á starfsemi Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands kynnt. Tilboð frá Bisk-Verk vegna klæðningar á húsi leikskólans þ.e. vinna. Tilboðið er alls kr. 463.920,- _____ Vatnsveitan: Búið er að gera nýja áætlun um vatnsveitulagnir ar sem tillögur eru gerðar pm mjórri lagnir og aðrar leiðir en um var að ræða í síðustu áætlun Hvenœr verður lagt vatn til hinna hreppsnefhdarmannanna ? Ætli þeir séu ekki þyrstir líka? rá Óttari Geirssyni. Um er að ræða lagnir í a) oltakot og Hjarðarland b) Drumboddsstaði, Bergsstaði, Einholt og ííPif. Kjarnholt c) Tunguhverfið, frá Króki að 4 'i^^hvítárbakka. Kostnaðaráætlun Óttars er í V <*jheild kr. 6.531.286,- Komið hefur tilboð í ^X/örin frá Set h.f. alls kr. 1.372.500,- m. vsk. Áætla má að heildarkostnaður vegna Dessara framkvæmda verði um kr. 4.200.000,- ef tekið er mið af ‘framkvæmdum síðustu ára. Á móti koma ^stofngjöld kr. 1.850.000,- Ákveðið er að láta gera tilboð í 1 verkþáttinn. Litli - Bergþór 8 Hreppsnefndarfundur 12. sept. 1995. Bréf Sveins Andra Sveinssonar dags.18. ágúst lagt fyrir fundinn, þar sem Yleining hf. fær heimild til að leita nauðasamninga og hefur Sveinn Andri verið skipaður umsjónarmaður með nauðasamnings-umleitunum. Bréf „Tónlist fyrir alla“ dags. 29. ágúst þar sem farið er fram á 100 kr. framl. á hvert barn á grunnskólaaldri fyrir hverja tónleika sem það nýtur. Var erindið samþykkt. Erindi fjárhagsráðs Fjölbrautarskólans dags.1. sept. þar sem farið er fram á ábyrgð sveitarfélaga á láni til skólans. Samþykkt að taka ábyrgð á hluta Biskupstungna og oddvita veitt heimild til þess. Bréf Samtaka fámennra skóla dags. 30. ágúst kynnt fundarboð um fund sem haldinn verður á Flúðum 15.-16. sept. um málefni fámennra skóla. Oddviti skýrði frá rekstri og framkvæmdum í sumar. Lagt var fram bráðabrigðauppgjör af rekstri Aratungu, sundlaugar, farfuglaheimilis og afréttarhúsa. Önnur mál: Bréf Brúnó Hjaltesteð 29. ágúst þar sem farið er fram á samþykki hreppsins á landamerkjum Fljótsholts en með bréfinu fylgdi uppdráttur af landinu þ.e.a.s. lóðir sem Njáll Þóroddsson á eftir af Fljótsholtinu. Engar athugasemdir komu fram. Lánasjóður sveitarfélaga bréf dags. 7. sept. Á fundi Lánasjóðs sveitarfélaga 4. sept. var samþykkt að veita fjórum hreppum Bisk,- Hrun,- Gnúp,- og Skeiðahrepps, 22.5. millj.kr. lán vegna ábyrgðar við Byggðastofnun. Vatnsveitan. Lögð fram endurskoðuð kostnaðaráætlun fyrir kalda vatnslögn í Eystri- Tungur þar sem kostnaður er 3,713,625 kr. Áætluð stofngjöld kr. 1,850,000. Áætlaður vatnsskattur á ári 390,000. Samþykkt að fara í framkvæmdina og oddvita veitt heimild til að taka allt að 2,000,000 kr. lán til að Ijúka verkinu. Fundarboð þingmanna á Suðurlandi þar sem þeir boða sveitarstjórnarmenn í uppsveitum Árn. í Grunnskólann á Ljósafossi 25. sept. Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis kynnt. Bréf Búnaðarsambands Suðurlands þar sem Bændasamtök íslands hafa falið Búnaðarsamb. Suðurlands að endurmeta og gera samræmdar áætlanir um fóðurþörf búfjár. Hreppsráðsfundur 5. okt. 1995. Fundargerð leikskólanefndar frá 26. sept. 1995 lögð fram. Óskað eftir nánari útfærslu vegna beiðni starfsfólks um afslátt á leikskólagjöldum vegna barna þeirra. Lögð fram kostnaðaráætlun í tölvuvinnslu á bæklingnum „Uppsveitir Árnessýslu" frá Elínu Erlingsdóttur f.h. Kosta e.h.f. Lagt til að vinna haldi áfram í málinu og að kort verði gefið út í vor.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.