Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 12
Frá íþróttadeild U.M.F.B. Körfuboltanefnd. Körfuboltaæfingarnar hjá unglingunum byrjuðu í lok september, en þá höfðum við fengið til liðs við okkur Brynjar Þór Þorsteinsson nemanda í IKI. Hann þjálfar unglingana eitt kvöld í viku. Yngri hópurinn fær einnig eina æfingu í viku, en henni stjórnar Olafur Bjarni Loftsson. Strákarnir eru búnir að taka þátt í einu hraðmóti hjá HSK en þar sigruðu Selfyssingar örugglega, unnu alla sína leiki. Þetta er í fyrsta skipti sem hraðmót er haldið fyrir þennan aldurshóp og vonandi verður framhald á því. Skipt var í tvo riðla. Leikirnir hjá Bisk. fóru þannig. Bisk.-Garpur 26:25 Bisk.-Selfoss 6:37 Bisk.-Hamar 16:26 Bisk. og Laugd. kepptu síðan um 5. sætið og þar unnu Bisk. 20:12 og urðu því í 5. sæti á mótinu Héraðsmótið hjá drengjunum byrjaði í október og stendur fram í apríl. Spilaðar verða 9 umferðir. Við eigum fimm útileiki og fjóra heimaleiki. Mikið væri nú gaman að sjá áhorfendur mæta á heimaleikina og styðja sína menn. Til stendur að fara með yngri hópinn að Flúðum einhvemtíman fyrir jól og spila við Hrunamenn. Þórdís og Dröfn á gjaldkeranámskeiði. F.h. körfuknattleiksnefndar, Aslaug Sveinbjörnsdóttir. Vatnsrör og tengi Fyrir kalt og heitt vatn.... SET - Plast-vatnsrör Framleiðum allar stærðir af vatnsrörum frá 16 mm til 500 mm að þvermáli, fyrir vatnsveitur hitalagnir, og snjóbræöslukerfi. ISIFLO - Tengi ISIFLO -kopar-tengi fyrir plaströr, eru viðurkennd gæðavara. Tengi númer eitt í Evrópu. Yfirburða þrýsti og togþol. Set hf. plaströraverksmiðja Eyravegi 41- 45. 800 Selfoss Sími 482 2700

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.