Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 13
Ferðasaga Skemmtilegi hópurinn. Skemmtinefnd skipuð Axel, Þórhildi, Hrafnhildi, Óla Bjarna og Ingimari Ara ákvað það í samráði við stjórn Umf. Bisk. að nefndin stæði fyrir tveggja daga ferðalagi. Fyrst var verið að hugsa um að fara í Þórsmörk en þar má ekki tjalda fyrr en um miðjan júní svo að ákveðið var að fara að Seljavöllum þann 10. júní. Erlingur Guðjónsson frá Tjörn var fenginn til að aka okkur á áfangastað og koma svo og ná í okkur um kl. 4 á sunnudeginum. Það voru 18 hressir unglingar og tveir fararstjórar sem lögðu af stað um kl. 13 þann 10. júní í góðu veðri. Auðvitað varð að stoppa í sjoppu á leiðinni og sumum fannst við aldrei ætla að komast á áfangastað en að Seljavöllum komum við um kl 15. Þá voru margir frelsinu fegnir og stukku út úr bílnum. Okkur leist strax vel á staðinn og fljótlega var farið að tjalda en þá var nú ekki allt eins gott og haldið var í fyrstu því að þarna var smá vindur og komu oft ansi hressilegar hviður svo að tjöldin urðu eins og loftbelgir eða eins og pönnukökur þegar þau lögðust niður. Nú reyndi á þolinmæði og lagni því að ekki var það bara vindurinn heldur var erfitt að koma hælum niður í grjótið. Þegar öll tjöldin voru komin upp var farið að kanna nánasta umhverfi og flestir fóru að skoða gömlu sundlaugina og sum fóru að skoða hvert annað. Þarna er fín sundlaug og fannst krökkunum dýrt að fara í hana og svo þótti þeim vanta fótboltavöll og körfuboltavöll, og höfðu þaiporð á því að það væri miklu betra heima. Aðstaðan þama var samt alveg til fyrirmyndar og vel hægt að mæla með þessum stað (þó það sé betra heima). Það var kveikt undir grillinu og ýmislegt var grillað enda nauðsynlegt að prófa eitthvað nýtt. Um kvöldið var komið fullt af tjöldum á tjaldsvæðið og má segja að það hafi skipst í þrjá hópa, unglingahópinn okkar, næst í fjölskylduhóp og svo í afa og ömmu hóp, svo það var líf og fjör á svæðinu. Markmið okkar manna var að vaka sem mest og tókst það mjög vel. Elsti fararstjórinn vildi að sínir menn væru sveit og félagi til sóma og fylgdist vel með mest alla nóttina. En eitthvað sofnaði hann því hann vaknaði við boltahögg á tjaldið og fór út og þá frétti hann að hitt og þetta hefði gerst. Afa og ömmu hópurinn var fjörugastur og söng fram eftir nóttu og svo fylgdust krakkarnir með hjónaerjum í fjölskyldubúðunum og svona mætti lengi telja. Allavega var nóg að gera um nóttina og þegar einhverjir gáfust upp að vaka þá vöknuðu þeir sem fyrstir höfðu lagt sig. Veðrið var mjög gott um nóttina og ég var bara stolt af mínum mönnum eftir allt saman því þeir stóðu sig mjög vel. Það er erfitt að segja hvenær næsti dagur byrjaði því sá fyrri endaði aldrei, þetta náði allt saman. Farið var í gönguferðir, sund og grillað á sunnudeginum, en svo var komið að því að hvílast og það var gott að leggjast út á gras í svefnpoka og dorma. Þannig lá stór hluti af hópnum og beið eftir Erlingi á rútunni. Eg vil þakka ykkur krakkar fyrir skemmtilega ferð og vona að ég hafi ekki skemmt þessa ferð fyrir ykkur. Kveðja Maggý. Maggý og Andri að grilla. Erfitt að tjalda á Seljavöllum. Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.