Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 14
Frá íþróttadeild U.M.F.B. Nú er sumarstarfinu lokið og vetrarstarfið komið í fullan gang. Sumarstarfið byrjaði með því að 6,-16. júní vorum við með leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-14 ára. Þokkaleg þátttaka var á námskeiðinu, sóttu það 16 börn. Við hefðum viljað sjá fleiri börn á námskeiðinu og vonumst til að sjá fleiri á næst ári. Leikjanámskeiðið var í umsjá Freys Olafssonar. Hætt var við frjálsíþróttaæfingar í sumar vegna áhugaleysis. Gerð var könnun í skólanum og sáum við að áhugi á frjálsum íþróttum var mjög lítill. Vegna þessa kom þetta niður á árangri á mótum sem við tókum þátt í. En samt stóðu krakkarnir sig mjög vel á Iþróttahátíð HSK sem var haldin á Laugarvatni 8.-9. júlí, og einnig stóðu krakkarnir sig frábærlega á þriggjafélaga mótinu milli Laugdæla, Hvatar og Bisk., sem var haldið á Laugarvatni 2. ágúst, miðað við að engar æfingar höfðu verið í sumar. Urslitin úr þessum mótum koma hér á eftir. Sundnámskeið voru í sumar frá 16. júní til 5. júlí. Þessi námskeið voru fyrir 3-7 ára og var mjög góð þátttaka. Það voru 5 börn fædd 1992, 7 börn fædd 1990 og 5 börn fædd 1989, það er að segja 17 börn í allt. Magnús Tryggvason stjórnaði þessum æfingum og þökkum við honum innilega fyrir sumarið. Stefnt verður að því að halda áfram með sundnámskeið næsta sumar og hefur komið til álita að hækka aldurinn á námskeiðunum vegna mikilla þátttöku og áhuga. Sundæfingar voru á mánudögum og miðvikudögum og voru það 6 krakkar sem sóttu þær æfingar. I byrjun sumars var Einar Gestsson ráðinn sem þjálfari í fótbolta, og gengu þær æfingar mjög vel og voru vel sóttar. Æfingarnar voru á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Krakkarnir léku nokkra leiki í sumar, þar á meðal við Taflskólann og lyktaði þeim leik með jafntefli. 17. ágúst kepptu stelpumar við Hmnastelpur og gerðu jafntefli 1:1. Þá kepptu 12 ára og yngri strákar við Hrunamenn og unnu Tungnamenn leikinn 4:2. Þá kepptu strákar 15 ára og yngri við Hrunamenn og lyktaði leiknum með sigri Hrunamanna 4:2. 15. júlí kepptu Tungnamenn við Hmnamenn og unnu Hrunamenn okkur 4:0. 31. júlí fóru strákar 15 ára og yngri í Árnes og unnu Gnúpverja 3:1 og 8. ágúst komu Gnúpverjar hingað og spiluðu við okkur og unnu okkar menn 4:2. Knattspyrnuæfingarnar enduðu svo í haust með því að Einar fór með krakkana á leik í bænum. Þar spiluðu KR og ÍA, en KR sigraði 3:2, og þótti krökkunum feikna gaman. Við viljum hér með þakka Einari fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu sumri. Gústaf Sæland og Guðni Páll Sæland úr U.M.F. Bisk. voru fulltrúar H.S.K. á þingi borðtennissambandsins sem haldin var í R.V.K. 19. júlí s.l. Gústaf Sæland var kosinn í stjórn sambandsins á þinginu og óskum við honum til hamingju með kjörið. í lokin vil ég nefna að íþróttastarfið í vetur er komið á fullt skrið. Við höfum ráðið Einar Gestsson sem þjálfara í frjálsum íþóttum og á fyrstu æfingum vetrarins var mikill áhugi hjá yngri hópnum, en þau eldri þyrftu að láta sjá sig í meira mæli. Stjórn íþróttadeildarinnar vill þakka öllum þeim sem unnu með okkur í sumar af mikilli elju og einnig þökkum við krökkunum fyrir frábært sumar og óskum þeim til hamingju með góðan árangur. Fh. íþróttadeildar. Sigurjón Sæland. Mynd til vinstri: Hluti af keppnisliði á þriggjafélagamóti í ágúst 1995. Vegna plássleysis í blaðinu var ekki hœgt að birta úrslitfrá mótinu. Þátttakendur í leikjanámskeiði ásamt kennara sínum. Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.