Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 15
Borðtennis í Danmörku Þann 24. júní lagði unglingalandslið íslands í borðtennis af stað til Danmerkur, nánar tiltekið til smábæjar sem heitir Ölstykke. Þar ætluðum við að eyða 9 dögum við æfingar og keppni. Hitinn í Danmörku var rosalegur því einmitt á þessum tíma var hitabylgja að ganga yfir sem, eins og gefur að skilja, gerði æfingarnar mun erfiðari. Æfingarnar byrjuðu vanalega klukkan 9:00 að Landsliðshópurinn íDanmörku. staðartíma (þ.e. klukkan 7:00 að íslenskum tíma). Æft var til 18:00 á kvöldin. Til þess að geta byrjað að æfa svona snemma varð auðvitað að fara snemma að sofa. Nokkrir af Islendingunum flöskuðu á því (þ.á.m. þrír ónefndir Tungnadrengir) þannig að klukkan 6:00 einn morguninn (að staðartíma vel að merkja) voru íslendingarnir ásamt slatta af Dönum reknir út að skokka í 25 mín. Það er erfitt að gera íslendingum til hæfis hvað mat varðar, og það átti svo sannarlega við þarna, því maturinn var hreint út sagt ógeðslega vondur. Þetta var þó ekki eintómt strit og gafst tími til þess að fara í Tívoli, sem var kærkomin hvíld frá öllu erfiðinu. Æfingabúðirnar enduðu á föstudeginum. A laugardeginum og sunnudeginum var svo mót. Þar gekk öllum Islendingunum vel, með unantekningum þó. Við, undirritaðir, unnum til nokkurra verðlauna sem fólust aðallega í rauðvínsflöskum, öskubökkum og öðru slíku. Þegar á heildina er litið var þetta lærdómsrík og skemmtileg ferð og viljum við nota tækifærið og þakka öllum þeim sem styrktu okkur á einn eða annan hátt og gerðu okkur þannig kleift að komast í þessa ferð. Þorvaldur Skúli Pálsson, Guðni Páll Sæland, Ingimar Ari Jensson, Axel Sæland. Íþróttahátíð HSK haldin Laugarvatni 8.-9. júlí. 60 m hlaup hnokka 10 ára og yngri. 8. sæti Jóhann Pétur Jensson 9,8 sek. 35. - Einar Þór Stefánsson 11,5 - 40. - Andri Helgason 11,9 - Langstökk hnokka 10 ára og yngri. 6. sæti Jóhann Pétur Jensson 3,23 m. 16. - Andri Helgason 2,93 - 42. - Einar Þór Stefánsson 2,35 - 60 m hlaup stráka 11-12 ára. 28. sæti ívar Sæland 11,1 sek. 800 m hlaup stráka 11-12 ára. 19. sæti ívar Sæland 3,23 sek. Langstökk stráka 11-12 ára. 10. sæti Rúnar Bjarnason 3,76 m. 60m hlaup hnáta 10 ára og yngri. 2. sæti Fríða Helgadóttir 9,9 sek. 27. - Ragnheiður Kjartansdóttir 12,1 - Fríðci í öðru sœti í 60 m hlaupi á H.S.K. hátíð íjúlí 1995. Langstökk hnáta 10 ára og yngri. 8. sæti Fríða Helgadóttir 3,17 m. 27. - Ragnheiður Kjartansdóttir 2,52 - 800 m hlaup sveina 15-16 ára. 3. sæti Ingimar Ari Jensson 2.30,5 mín. Sund 50 m bringusund sveina 12 ára og yngri. 4. sæti Rúnar Bjamason 53,1 sek. 50 m skriðsund drengja 13-14 ára 1. sæti Guðjón Smári Guðjónsson 36,4 sek. Knattspyrna 5. flokkur. Bisk - HB 0-8. Bisk - Selfoss A 0 - 12. Bisk - Eyf/Traustil - 5. Bisk varð í 10-12 sæti en þau voru kjörin prúðasta liðið. Starfsíþróttir: Dráttarvélaakstur. 2. sæti Ingvi Þorfinnsson 98,5 stig. La.máruatnl Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.