Litli Bergþór - 01.12.1995, Síða 18

Litli Bergþór - 01.12.1995, Síða 18
 I síðustu tveimur blöðum Litla Bergþórs hefur verið rœtt við aldraða ferjumenn í Biskupstungum, fyrst Jón Bjarnason í Auðsholti og síðan Þórdísi Ivarsdóttur á Króki. Iþessu blaði er röðin komin að Ingólfi á Iðu, en segja má að hann sé upphafsmaður að þessari viðtalsröð, þar sem það barst Margrét og Ingólfur á tröppum húss einhverntíman í tal okkar á milli, að nauðsynlegt vœri að skrá / / j>( lýsingar á ferjumannsstarfinu, meðan enn vœru uppi menn, sem myndu það. Því erþað, að blaðamaður L-B er nú staddur inni áfallegu heimili Ingólfs og Margrétar á Iðu með penna og blað. Það er síðasta vika í nóvember og þegar ekið er yfir Iðubrú, sést að ána hefur lagt að mestu, en þó er vök á henni við brúna. Blaðamaður veltirfyrir sér hvar ferjan hafi verið. FOLK VIÐ FERJUSTAÐI RÆTT VIÐ INGÓLF JÓHANNSSON ÁIÐU. En fyrsta spurning er að vanda um ætt og uppruna. Ingólfur: Ég er fæddur á Iðu 14. ágúst 1919 og hef verið hér alla mína ævi, ef undan eru skildar sex vertíðir og þrjú ár, sem ég var viðloðandi dráttarbraut Keflavíkur uppúr 1940. Ég vann þar við trésmíðar undir verkstjórn Egils Þorfinnssonar frá Spóastöðum. Eiginlega hef ég alltaf séð eftir því að hafa ekki lært trésmíðar, en það varð aldrei af því. Móðurætt mín varfrá Kalmanstungu í Borgarfirði. Móðurafi minn, Þórólfur Jónsson frá Kalmannstungu, byrjaði búskap sinn í Borgarfirði, en missir konu sína fljótlega. Þá var það að sr. Jón Steingrímsson, systursonur Þórólfs, flyst að Gaulverjabæ í Flóa og fær Þórólf með sér til að stjórna búinu. (Þess má geta að Jón þessi var faðir Steingríms Jónssonar rafmagnsstjóra, sem Steingrímsstöð er kennd við.) Nú, þar kynnist Þórólfur ömmu minni, Ingveldi Nikulásdóttur frá Hamri í Gaulverjabæ. Hann var tuttugu árum eldri en hún, og meinið var að hún vildi aldrei eiga karlinn, heldur annan mann í sveitinni. Giftust þau aldrei og bjuggu ekki alltaf saman. Samt áttu þau saman 4 börn, þrjár dætur og einn son. Móðir mín, Bríet Þórólfsdóttir var elst, fædd 1891, síðan komu Halldóra (f.1893), Ingvar (f. 1896) og Vilborg (f.1899) yngst. Halldóra og Ingvar bjuggu í Vestmanna- eyjum og átti Halldóra 11 börn og Ingvar 9. Halldóra og börn hennar voru uppistaðan í Hvítasunnusöfnuðinum Betel og þær þrjár vertíðir, sem ég bjó hjá Halldóru í Vestmannaeyjum, sofnaði ég hvert kvöld við sálmasöng. Árið 1986 voru afkomendur Halldóru orðnir 136 og afkomendur Ingvars eru líka margir, þó þeir hafi dreifst víðar. Það er því mikill ættbogi kominn frá þeim Þórólfi og Ingveldi. Ingveldur átti einn son fyrir, Einar Guðjónsson, (f.1895), með manni þeim er hún helst vildi eiga. Hann giftist aldrei og var ekki gamall þegar hann dó úr berklum. Hann bjó lengst af hjá móður sinni. Þórólfur átti einnig einn son með fyrri konunni, Halldór að nafni. Hann flutti til Winnipeg og var þar söngstjóri og dóttir hans mun hafa verið söngkona þar. Móðir mín skrifaðist á við þennan bróður sinn, en ég hef ekkert samband haft við hann eða hans afkomendur. Föðurætt mín er úr Hrunamanna- og Gnúpverjahreppum. Langafi minn, Ámundi Guðmundsson, var fæddur í Syðra-Langholti, ættaður frá Tungufelli. Hann giftist að Sandlæk í Gnúpverjahreppi, Guðríði Guðmundsdóttur, og er ættin yfirleitt kennd við Sandlæk. Sagt er að allir Ámundar á íslandi séu af þessari ætt. - Einn þeirra var Ámundi snikkari, sem fenginn var til að búa um Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.