Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 21
FOLK VIÐ FERJUSTAÐI frh... INGÓLFUR JÓHANNSSON Á IÐU. kom heim af vertíð í Vestmannaeyjum, - það hefur verið á árunum 1937-1939, - að punkta niður hjá mér tímana sem fóru í ferjuna í einn mánuð, frá miðjum maí og fram í júní. Það voru 24 klukkustundir þann mánuð og afraksturinn var 5-6 krónur. Ferjutollurinn var þá nýlega kominn í 5 krónur en það breytti litlu. Menn áttu enga peninga og það var aldrei litið á ferjuna hér sem tekjustofn. Þetta var bara skylda. L-B: Hvar var ferjan og hvernig voru aðstæður til að ferja? Ingólfur: Ferjan var nákvæmlega þar sem brúin er núna. Þetta var góður og öruggur ferjustaður, aðeins um 100 metrar á milli landa við klappirnar og löndin breyttu sér aldrei. Sérstaklega var auðvelt að ferja norðan frá. Það þurfti ekki að hafa áhyggjur af því þó brotnaði eða tapaðist ár, það var bara að láta reka, þar til kom að landi. En auðvitað þurfti að kunna á strauminn. Út af syðri hamrinum myndast straumkast í ánni eða hringiða, sem bærinn dregur eflaust nafn af. En hringiðan er oftast grunn og hættulaus nema í miklum flóðum auðvitað. Þá getur myndast svelgur. Það er Hestar sundlagðir í Hvítá um 1950. Komið að landi sunnan megin. aðdjúpt báðum megin og gott sund fyrir hesta. L-B: Hvernig bátar voru notaðir til að ferja? Ingólfur: Áður voru notaðir tvístöfnungar með háum kili. En þeir voru hættulegir að því leyti að þeir lögðust á hliðina þegar þeir komu að landi. Seinna komu prammar, sem voru miklu stöðugri. Bátarnir entust þó illa, enda óhemju mikil umferð. Botninn rifnaði undan þeim þegar þeir voru sífellt dregnir upp á klappirnar og enn frekar á veturna þegar draga þurfti þá upp á ísskarirnar. Við urðum alltaf að hafa tvo báta, einn til vara. Það mun hafa verið Jörundur þingmaður, sem sá um að skaffa einn bát, hinn var keyptur. En allt viðhald og viðgerðir á bátunum önnuðust ábúendur á Iðu. Eitt árið brotnaði bátur og var farið að svipast um eftir öðrum. Við Stóru-Laxá var þá búinn að liggja lengi bátur, sem kallaður var "drottningin" og máttum við hirða hann, ef við gætum gert hann upp. Sá bátur hafði verið keyptur þegar Kristján Danakóngur og Alexandrína drottning hans voru á ferð um Gullfoss og Geysi og fóru í baka leiðinni um Hreppa. Kóngur reið, en drottning ók í vagni og Loftur Bjarnason íferjubát afgömlu gerðinni framan við ferjustaðinn um 1957. þurfti að ferja hana yfir Stóru-Laxá. Þar sem lent var með drottningu heitir síðan Kóngsbakki, en það er nálægt Ósabakka. Var þá keyptur þessi bátur og aðeins notaður í þetta eina sinn. Síðan lá hann á hvolfi við vaðið, vestan undir svokölluðum Langholtsrana og veðraðist. Þetta var heilmikill bátur, langur og rennilegur með hringsætum aftan við þófturnar. En hann var of langur fyrir okkur og ætluðum við að stytta hann. Það fór samt svo, að hann fór aldrei á flot, enda orðinn alveg ófær. Nú síðasta bátinn gerðu svo brúarsmiðirnir upp meðan þeir voru að vinna við brúna, en það var byrjað á henni 1953. Botninn var orðinn alveg eyddur og klæddu þeir ný borð utan á gamla bátinn. Árið 1902 var sett dragferja á ána. Hún var líkt og stór kassi og lá strengur yfir ána og handsnúin vinda eða spil í bátnum. Sú ferja var þó ekki lengi við Iðu, því árið eftirfórst bóndinn á Iðu II, Runólfur Bjarnason, við ferjuna. Ætlaði hann ásamt þrem öðrum að róa yfir ána og sækja dragferjuna, til að geta ferjað ferðamenn yfir, sem komnir voru á Iðuhamar. Ferjan var við Skálholtshamar, vegna þess, að þann dag var verið að færa festingar á strengnum að norðan verðu, vegna sandeyra, sem hamlað höfðu notkun ferjunnar. Ætluðu þeir að róa fyrir ofan strenginn, en straumurinn kastaði bátnum á strenginn og hvolfdi honum næstum því, með þeim afleiðingum að Runólfur drukknaði. Hinir þrír björguðust naumlega. Er nánar sagt frá þessu slysi í Árnesingi II (frá 1992). Skömmu síðar var ferjan tekin af og flutt að Spóastöðum, enda hafði þá aukist umferð um Grímsnes upp í Tungur. L-B: Hafa orðið fleiri slys við ferjuna? Ingólfur: Ekki beinlínis við ferjuna sjálfa, þó hafa orðið nokkur dauðaslys önnur nálægt ferjustaðnum. Það mun hafa verið rétt fyrir jólin árið 1955 að bræðurnir Jón og Kristinn Sæmundssynir drukknuðu í ánni. En þeir voru bræður Lýðs á Gýgjarhóli. Þeir höfðu verið að vinna við byggingu biskupshússins í Skálholti, en Jón var múrari og Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.