Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 23
FOLK VIÐ FERJUSTAÐI frh... INGÓLFUR JÓHANNSSON Á IÐU. í alla þá skurði, sem grafnir hafa verið á síðustu áratugum. 'Ég tók um árabil sýni úr ánni fyrir Sigurjón Rist vatnamælingamann. Eitt haustið mældi ég 11 feta dýpi undir brúnni, en um vorið var það orðið 33 fet. Sandur safnast í gjána á milli klappanna á sumrin, en hreinsast fram í flóðum, sem oftast eru seinnipart vetrar. Hér áður fyrr endurnýjaðist eyrin fyrir neðan brúna alltaf, því hringiðan í flóðunum bar sandinn úr gjánni að landi. Nú verða ekki flóð, enda endurnýjar eyrin sig ekki. Rofið í árbökkunum nú er vindrof, ekki vegna árinnar. Og sandfokið af Skálholtseyrunum er að drepa gróður í Skálholtstungunni. Þegar flóðin urðu mest hér áður fyrr, varð áin al-ófær. Öldugangurinn og staumkastið var svo mikið þar sem hún beljaði á milli klappanna. Þann 2. febrúar 1930 varð eitthvað það mesta flóð, sem ég man eftir. Þá var Vörðufell eyja og vatnið var komið innyfir túngarðinn hjá okkur. Eins varð Eiríksbakki oft umflotinn vatni í flóði. í gömlum annálum er líka sagt frá því, að öll veiði hafi lagst af á Iðu vegna sandburðar. L-B: Já laxveiðin. Er góð veiði í ánni? Ingólfur: Laxveiðinni hefur hrakað með ólíkindum. Þetta voru mikil hlunnindi hér áður fyrr og ég man eftir að það komu milli 1300 og 1400 laxar á land á sumri. Ingólfur og Amundi bróðir hans ^a var ve'^ 1 veiða lax í klakfyrir Veiðifélag lagnet, sem lagt Árnesinga 1969. var á ferjustaðnum. Smá stubbi var fleygt út og það brást aldrei að veiðin var góð. Oft allt að 20 laxar og það þurfti að reiða veiðina heim. Eftir 1956 hefur eingöngu verið veitt á stengur og er veiðin nú aðeins milli 500 og 600 laxar á sumri. Það er til lýsing á veiðisvæðinu við Iðu í bókinni „Af fiskum og flugum" eftir Kristján Gíslason. L-B: Nú er ekki rekinn hefðbundinn búskapur lengur á Iðu. Hvenær hættuð þið búskap? Ingólfur: Æ, ég man það ekki, það er svo langt síðan! Jú, það var þegar brann hjá SS á Skúlagötunni. Þá var stórgripaslátrunin flutt hingað í Laugarás, enda sláturhúsið þá nýlegt. Við notuðum þá tækifærið og löbbuðum okkur með það sem óselt var af kúnum yfir brúna. Kindurnar höfðum við um 10 ár til viðbótar. Nú er bústofninn tveir hestar, sem Margrét á. L-B: En þú hefur væntanlega haft nóg fyrir stafni fyrir því? Ingólfur: Jú, jú. Ég var töluvert í vörubílaakstri, meðal annars við brúarsmíðina hér. Keyrði meira að segja fyrsta bílinn, sem ók yfir brúna. Það er til heimildarmynd af því. Nú annars hef ég verið mest í smíðavinnu hingað og þangað, við viðgerðir og þess háttar. Sá líka lengi um Sumarbúðirnar í Skálholti. Svo víbraði ég alla steypuna í Skálholtskirkju þegar hún var steypt! - svo eitthvað sé nefnt. Núna, þegar ég er kominn með aðra löppina í gröfina, er ég að dunda mér við að renna og skera út segir Ingólfur og bendir á fagurlega útskorinn ask, sem stendur á sófaborðinu við hliðina á mér. Síðan sýnir hann mér skálar og veggklukkur sem hann hefur skorið út og bera með sér að hér er listamaður á tré á ferðinni. Blaðamaður spyr hvort ekki sé markaður fyrir svona muni. Ingólfur: Jú, eflaust er það, en það er erfitt að verðleggja þá eftir vinnunni, sem í þá fer. Best er að gefa þá bara, fyrst maður hefur gaman af að dunda við þetta. Ég hef reynt að fá eldra fólkið hér í sveitinni til að mæta í Bergholt á fimmtudögum og föndra, til dæmis við svona útskurð. En þátttakan hefur verið heldur dræm. Það eru í gangi tvær aðferðir við útskurðinn, í fyrsta lagi „Bólu-Hjálmarsaðferðin“, sem Hinrik Þórðarson á Selfossi kennir, en hann lærði hjá Ríkharði Jónssyni á sínum tíma. Þá sitja menn með hlutinn í kjöltu sér og tálga. Hinsvegar er aðferð, sem Hannes Flosason kenndi og þá er hluturinn festur í skrúfstykki og slegið á áhöldin. Ragnheiður Vilmundardóttir í Bergholti lærði hjá Hannesi og er mjög fær í útskurði. Best er að skera út í birki, en sá hængur er á, að það er nær ógerlegt að fá rétt meðhöndlað birki til útskurðar. Ef nota á birki úr garðinum þarf helst að taka börkinn af, nema gjörð rétt út til beggja enda. Síðan þarf að líma fyrir endana og láta viðinn bíða þannig í 3 ár. Ef þetta er ekki gert, springur tréð. Eftir að búið er að renna gripinn gróflega, þarf helst að láta hann bíða í að minnsta kosti eitt ár áður enn lokið er við að renna hann, svo hægt sé að laga hann til ef hann verpist. Þetta á við um aska með loki og aðra hluti, sem ekki mega hreyfast. En auðvitað fer þetta nokkuð eftir því hvað verið er að smíða. íslenskt birki er mjög gott. Erlendis vex það of hratt, nema helst upp til fjalla eins og í Noregi. L-B: Að lokum Ingólfur, kannt þú einhverjar sögur af ferjumönnum hér áður fyrr? Ingólfur: Það væru þá helst sögur af Ráli Jónssyni vegfræðingi, þeim er setti dragferjuna hér á ána. Hann hafði áður sett dragferju á Héraðsvötn Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.