Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 24
FOLK VIÐ FERJUSTAÐI frh... INGÓLFUR JÓHANNSSON Á IÐU. meri eina einþykka sem hann reið. Fór merin nokkuð sínu fram og beitti sér undir honum ef henni sýndist svo. Eitt sinn kom sr. Brynjólfur á ferjustaðinn og sagði upp úr eins manns hljóði: „Ég vil ekki merina, hún bítur gras“. Síðar sagði hann um Pál: „það er undarlegt með Pál, hann er eins og merin“! En annars segir nánar frá Páli þessum í A Iðu hafa þau hjón Margrét og Ingólfur komið sér upp fögrum skrúðgarði ásamt gróðurhúsi. Litla bóndabœinn í Skagafirði. Mörgum þótti Páll undarlegur og einþykkur með afbrigðum. Þegar Runólfur bóndi drukknaði, kenndi hann sjálfum sér um það og réðist kauplaust til ekkjunnar á Iðu. Þar var hann í 9 ár, til ársins 1913, og sinnti auk bústarfa ferjumannsstörfum. Þótti hann harður tollheimtumaður fyrir hönd ekkjunnar og var svo nákvæmur að ekki fékk hundur að fljóta með yfir, án þess að gjald kæmi fyrir. Endaði það með því að hreppsnefndin sagði honum upp, þó aldrei rukkaði hann meira en honum var heimilt. Tveimur árum síðar var hann þó beðinn um að taka aftur að sér ferjumannsstarfið, og lét hann til leiðast að gera það, en ekki fyrr en hann var búinn að gera skriflegan samning við hreppsnefndina, áritaðan og staðfestan af sýslumanninum. Það voru líka sagðar margar sögur af samskiptum Páls og sr. Brynjólfs á Ólafsvöllum þegar hann var á ferðinni. Sr. Brynjólfur messaði á annexíu sinni Skálholti og átti Myndin er tekin efst úr urðunum í Vörðufelli. Séð yfir Iðu-bœina og norður Biskupstungur. bók Jóns Helgasonar um hann, „Orð skulu standa“. Það væri hægt að sitja lengi enn hjá Ingólfi og hlusta á skemmtilegar og fróðlegar frásagnir af lífinu við ferjuna. En dagurinn er liðinn og frásögn af fjárrekstri til Reykjavíkur og fleiri viðburðum verður að bíða betri tíma. Blaðamaður þakkar þeim hjónum fyrir Ijúfmannlegar móttökur og góðar veitingar og vonar að lesendur Litla-Bergþórs séu fróðari um lífið við gömlu ferjustaðina hér í Biskupstungum, eftir lestur þessa árgangs af blaðinu. G.S. --------------------------------------------------------------- Hrútasýning. Prinsfrá Arnarholti hlaut I. verðlaun A. í haust var aðalsýning á hrútwn á Suðurlandi. Hér í sveit voru metnir á 6 stöðum 38 hrútar veturgamlir og eldri frá 13 eigendum. Dómarar voru Jóhannes Ríkarðsson, ráðunautur, og Sigurður Steinþórsson, bóndi. v_______________________________'______________ Tveggja vetra og eldri hrútar voru 22. Þeirfengu dóma sem hér greinir: I. verðlaun A hlutu 8 hrútar. I. verðlaun B hlutu 13 hrútar. II. verðlaun hlaut 1 hrútur. Veturgömlu hrútarnir voru 16 ogfengu þessa dóma: I. verðlaun A hlaut 1 hrútur. I. verðlaun B hlutu 7 hrútar. II. verðlaun hlutu 8 hrútar. Einnig voru sýndir um 15 lambhrútar. 5 þeirra hlutu 82 og upp í 85,5 stig, 4 hlutu 80 til 81 stig og 6 hlutu 78 til 79,5 stig. A. K. _____________________________________________y Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.