Litli Bergþór - 01.12.1995, Qupperneq 25

Litli Bergþór - 01.12.1995, Qupperneq 25
Skiptinemi í Bandaríkjunum Guðmundur Lúther Loftsson. Þegar ég var beðinn um þessa grein ákvað ég að skrifa ekki einungis um dvöl mína í Bandaríkjunum og hversu gaman er að fara út sem skiptinemi heldur einnig gildi svona ferðar. Fylkið sem ég var í heitir Delaware og er minnsta fylki Bandaríkjanna og bærinn heitir Newark, lítill háskólabær með um 250.000 íbúa. Ég lenti hjá ungum hjónum sem heita Christina Darnell og William Reece Darnell og venjulega kölluð Christina og Bill. Þá má ekki gleyma þriðja fjölskyldumeðlimnum en það er hundurinn Namyo. En hvað er það sem gefur lífsreynslu sem þessari gildi? Hér er ekki einungis um að ræða skemmtun og dans á rósum allan tímann, heldur er það að fara sem skiptinemi hörku vinna. Eitt af þeim skilyrðum sem uppfylla verður er að stunda skólann af miklu kappi og sýna góðan árangur. Þetta er ekki einungis nám eins og við stundum hér heima. Því í skólanum kynnist maður samfélaginu í hnotskurn. Þetta skólaár sem ég upplifði er eitt það merkilegasta sem ég hef kynnst hingað til. Þetta má kannski rekja til þess hversu miklar hræringar voru í bandarísku þjóðlífi á þessum tíma. Sem dæmi má nefna að á þessum tíma var Clinton kosinn forseti og Rodney King varð fyrir lögregluofbeldi. Þetta tvennt var mikið um rætt, t.d. var á tímabili stöðug lögreglugæsla við skólann eftir að lögreglumennirnir sem börðu King voru sýknaðir. En það voru þó ekki þessir tveir atburðir sem höfðu hvað mest áhrif á mig meðan ég dvaldi í Bandaríkjunum. Það voru t.d. þær ströngu reglur sem nemendur verða að virða. Sem dæmi á hver kennari sína stofu og er honum Hérna erum við á kappaksturskeppni. úthlutað ákveðnum fjölda af nemendum sem hann á að merkja við á morgnana og um leið fer allur bekkurinn með ákveðna þulu þar sem hver og einn vottar landinu hollustu sína og á eftir er þjóðsöngurinn spilaður. Mikið er byggt á góðri frammistöðu nemenda í náminu og er það undirstaða þess að nemendur fái t.d. að stunda íþróttir í skólanum, en til þess verður nemandinn að vera með 2,89 í meðaleinkunn (hæst gefið 5). Þá mega nemendur ekki fara út úr húsnæði skólans frá því að skólinn byrjar á morgnana og þar til honum er lokið á daginn. Þá vakti það furðu mína hversu háðir bandarískir unglingar eru foreldrum sínum, t.d. þar sem ég var verða unglingar ekki sjálfráða fyrr en þeir eru 18 ára og dirfast þeir ekki að gera nokkurn hlut nema með samþykki foreldranna. Þó það sem ég hef lýst hér að ofan virðist vera strangt og lofar kannski ekki góðu, átti dvöl mín í Bandaríkjunum sér einnig góðar hliðar. Fjölskyldan mín, sem dæmi, var yndislegt fólk og vildi allt fyrir mig gera. Það sama má segja um alla sem ég kynntist þarna úti. 1 raun tel ég mig ekki hafa kynnst einungis menningu einnar þjóðar heldur margra þjóðarbrota sem endurspeglast í hinu daglega lífi þeirra manna sem þar búa. Því í skólanum sem ég var í, var samansafn af öllum kynstofnum s.s. hvítir menn, svertingjar, Asíumenn og amerískir indjánar. Að lokum vil ég hvetja alla þá sem hafa nokkurn áhuga á að fara út sem skiptinemar að hugsa sig ekki um tvisvar heldur sækja um. Það er vel þess virði þar sem þetta er reynsla og þroski sem þið komið til með að búa að alla ykkar æfi. En hafið í huga, það er ekkert líkt með Banda- ríkjunum og bíómyndum nema skólabílarnir. Þeir eru gulir. Fóstuiforeldrar mínir, Billy og Christina ásamt mér við útskriftina í skólanum. Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.