Litli Bergþór - 01.12.1995, Síða 26

Litli Bergþór - 01.12.1995, Síða 26
Af Jóni Gissurarsyni Eftirfarandi skrifaði ég upp eftir Guðmundi Ingimarssyni frá Efri-Reykjum 3. apríl 1978. Jón Gissurarson (f. 1834) var lengi blindur og var niðursetningur í Biskupstungum. Hann var mikill skapmaður og var talið aðfólk hafi stundum sloppið naumlega frá honum því hann hafði tilburði til að drepa fólk í reiðiköstum eftir að hann var orðinn blindur. Eitt sinn er hann var í Úthlíð sinnaðist honum við konu. Sagðihannþá: „Ertuþarna, Kristín mín?“ Kom hún þá til hans, en Jón lagði hana þá niður og bar sig til að skera hana á háls. Hún hljóðaði þá aföllum kröftum. Maður sem Arnfinnur hét, annálaður kraftamaður, og bjó á Litla-Fljóti var að fara í skóg upp í Úthlíðarhraun. Heyrði hann hljóðin og tók Jón ofan afKristínu og forðaði hún sér, en Arnfmnur hvaifá braut án þess að segja orð, og vissi Jón aldreifyrir víst hver þetta var, en haft var eftir honum að hann hafi sagt: „Best gæti ég trúað að þetta liafi verið krumlurnar á honum Arnfmni á Fljóti“: Jón var eitthvað hagmœltur. Eftir hann erþessi vísa: Garpar riðu í Gránunes, gerðist leiðin flókin. Þeir áttu á leita umhverfis allan Jökulkrókinn. Hér lýkur frásögn Guðmundar, en bœta má við að Arnfinnur á Fljóti var Sveinsson og var kona hans Guðrún Jónsdóttir. Þau bjuggu á Litla-Fljóti frá því rétt fyrir miðja 19. öld og til 1885. Þau eiga töluvert af afkomendum hér í sveit. Guðfinna dóttir þeirra var kona Einars Jónssonar, og munu þau hafa tekið við búskap á Litla-Fljóti afforeldrum hennar, en hún dófyrir aldamót. Hildur Arnfinnsdóttir var móðir Maríu Eiríksdóttur, sem bjó ásamt manni sínum Bjarna Guðmundssyni á Bóli allanfyrri hluta þessarar aldar. Guðríður Arnfinnsdóttir var kona Ingimundar Ingimundarsonar og bjuggu þau á Reykjavöllum frá 1884 þar til Guðríður dó um 1920. Til er œttartala Jóns Gissurarsonar. Hann erþar kenndur við Vatnsleysu, en augljóst virðist að hér er um sama manninn að rœða. Ekki er mér kunnugt um liver tók hana saman, en hún er til handskrifuð og alveg ómerkt. Margt frœndfólk Jóns er til hér í sveit, þar sem langafi hans og langamma, Gissur Jónsson og Guðný Sveinsdóttir, sem bjuggu á Felli um 1800, voru foreldrar Kristínar, sem var kona Diðriks Stefánssonar frá Neðradal, en þau voru foreldrar m.a. Guðmundar í Kjarnholtum, en afkomendur hans íþriðja lið eru m.a. Gísli og Magnús í Kjarnholtum. Diðrik, sonur Kristínar og Diðriks er afi Sveins í Bergliolti og langafi þess er þetta tekur saman, Trausta og Haraldar í Einholti og margra annarra bœði hér í sveit og annars staðar. Núlifandi Biskupstungnamenn afþessari ætt munu vera nokkrir tugir. Því ætti að vera forvitnilegt fyrir þettafólk aðfá œtt sína rakta um 60 liði aftur og alltfrá því um 100 árum fyrir upphaf tímatals okkar. A.K Ef þú ætlar að spila í HAPPDRÆTTI til vinnings... skaltu athuga vinningshlutfallið Umboðsmaður Sveinn A. Sæland Espiflöt Bisk. Símar: 68813 og 68955 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.