Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 8
Minningarbrot um Margréti í Hrosshaga Eftir Ólöfu Fríðu Gísladóttur. Margrét Halldórsdóttir. Hver er nú þessi Margrét munu margir spyrja, því þeim fer óðum fækkandi sem muna hana. Alla tíð átti hún heima hér. Mér og minni fjölskyldu var hún sem besta móðir og amma, þó var hún ekkert blóðskyld okkur. Maðurinn minn átti góða foreldra í Reykjavík en hingað sótti hann hvert sumar frá sjö ára aldri og vildi hvergi annarsstaðar vera og segir það sitt. Margrét var fædd 10. maí 1885 hér í Hrosshaga. Foreldrar hennar voru Steinunn Guðmundsdóttir og Halldór Halldórsson frá Bræðratungu sem byrjuðu hér búskap í Hrosshaga 1879. Hún var þriðja barn þeirra. Eldri voru Vigdís, sem lengi var vinnukona hjá séra Eiríki Stefánssyni á Torfastöðum og annað barn þeirra var Halldór sem var öll sín ár hér. Margrét yngri, eða Gréta eins og hún var oft kölluð, var kennari og hjúkrunarkona. Þorbjörg, yngsta systirin, var sú eina af systkinunum sem giftist og átti afkomanda. Hún giftist Þórði Kárasyni og bjuggu þau fyrst á Stóra-Fljóti og seinna á Litla- Fljóti. Þeirra barn er Halldór, sem nú er á Litla-Fljóti. Foreldrar Möggu hættu búskap 1920 og tóku þá Magga og Dóri bróðir hennar við búskapnum. Dóri var heilsulítill lengst af svo búskapurinn hefur hvílt mikið á herðum Möggu. Þegar hún var ung og móðir hennar sá um heimilið var Magga nokkra vetur í Reykjavík sem vinnukona. Einn veturinn lærði hún karlmannafatasaum og mér hefur verið sagt að hún hafi saumað fermingarfötin á margan drenginn hér í sveit og víðar. Hún sagði mér oft sögur frá veru sinni hjá Garðari Gíslasyni stórkaupmanni, Matthíasi Einarssyni lækni og Sigurði Briem póstmeistara. Hjá þessu fólki hafði hún unnið og hélt það lengi tryggð við hana. Magga var greind og sagði skemmtilega frá, en því miður hef ég gleymt svo mörgu. Þegar fólk er ungt heldur það að alltaf sé hægt að spyrja, en svo kemur að því að það er enginn til að svara. Hún var mjög orðvör og aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkurri manneskju. Magga hafði lesið ótrúlega mikið af góðum bókum þó tíminn til lestrar hafi ekki alltaf verið mikill. Hún talaði líka fallega íslensku og ég held að börnin mín hafi notið þess því hún talaði mikið við þau og sagði þeim sögur. Hún hjálpaði okkur á alla lund ekki síst við barnauppeldið. Þegar mamman var orðin þreytt á krakkaorgi þá kom Magga og róaði ólátabelgina niður með rólegheitum. Hún var ákaflega bamgóð, aldrei kvartaði hún yfir látunum í þeirn. Eg kynntist báðum systrum hennar og voru þær allar sérstaklega góðar og fómfúsar manneskjur og komu hér oft og voru alltaf boðnar og búnar til að hjálpa mér. Halldór eða Dóri eins og Sverrir kallar hann alltaf, dó 1947, en ég kom hingað 1949 og sá hann því aldrei. En mér fannst ég þekkja hann af frásögnum Sverris því hann talaði oft um hvað hann hefði verið skemmtilegur. Hagmæltur var hann líka, gat kastað fram vísu hvenær sem var, en því miður eru flestar týndar. Það gladdi mig mikið, draumur sem Magga sagði mér daginn sem ég kom að Hrosshaga: „Mig dreymdi“, sagði Magga „að Dóri er kominn og er svo glaður" og ég spyr hvað valdi því. „Nú ég er svo glaður af því að kærastan mín er að koma“. Þessu gleymi ég aldrei og oft finnst mér ég finna fyrir nálægð hans, sérstaklega meðan ég var í gamla bænum. Systkinunum þótti vænt um Sverri og þegar Dóri dó bauð Magga Sverri jörðina. Var hann víst fljótur að taka því boði. Hann var á Hvanneyri til að afla sér þekkingar á búskap og þar fann hann sér líka konuefni, sem vildi vera í sveit. Vegna heilsuleysis Dóra og lítilla efna var Hrosshaginn kominn talsvert afturúr með húsakost og ræktun, margt þurfti því að gera og helst strax. Eg kom hingað sem húsmóðir 1. júní 1949, tvítug að aldri, beint úr foreldrahúsum, hafði ekki vanist neinu erfiði, svo heitið gæti, var lítil og ekki mikill bógur. Eg var vön góðurn húsakynnum með rafmagni og vatni í krana. Hér var ekkert af þessu, vatnið þurfti að sækja í hræðilega Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.