Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 14
Heimsins hagamús Viðtal við Þorfinn á Felli. Eins ogflestir Tungnamenn hafa heyrt ávæning af er verið að framleiða kvikmynd að Felli í Biskupstungum og hafa tökur staðið meira og minna í um tvö ár. Leikararnir eru að vísu ekki háir í loftinu, íslenska hagamúsin leikur þarflest hlutverk. En eftir fréttum að dæma er myndin þegarfarin að vekja athygli úti í hinum stóra heimi, og þar sem slíkt vekur alltaf áhuga og visst þjóðarstolt í hugum okkar heimamanna, þótti ritnefixd Litla-Bergþórs rétt að kanna málið nánar. Það var heldur ekki seinna vænna, þvíþegar blaðamaður L-B nœr sambandi við framleiðanda myndarinnar og kvikmyndatökumann, Þorfinn Guðnason, er hann áförum til Svíþjóðar að klippa myndina. Er bara að bíða eftir 3-4 snjódögum í síðustu myndatökurnar og svo er hann farinn. Það Séð heim að Felli. voru því höfð snör handtök og í dumbungsveðri, á fyrsta degi febrúar, er blaðamaður mættur til að taka viðtal við „ músamanninn á Felli “ og er vel tekið af stærsta Þorfinnur og verðlaunahundurinn Askurfrá Vatnsleysu, sem leikur stórt hlutverk í myndinni. Höggmyndin á steininum í bakgrunni er eftir Þorfinn. Þorfinni og íslenska hvolpinum Kolgrími, litlum gulkolóttum hnoðra, sem er hvolpum líkur og hefur sérstakt dálæti á úlpu og skóm blaðamanns. L-B: Það er orðin hefð í viðtölum í Litla- Bergþóri að forvitnast fyrst um ætt viðmœlanda og uppruna. Hvaðan kemurþú? Þorfínnur: Ég er fæddur 4. mars 1959 í Hafnarfirði, en er ættaður í báðar ættir af Suðurlandi, m.a. af svonefndri Reykjaætt, sem teygir anga sína hingað upp í Biskupstungur. Móðir mín heitir Steingerður Þorsteinsdóttir, fædd og uppalin hér á Vatnsleysu. Þar var ég í sveit frá svona 5 ára aldri, fyrst hjá afa og ömmu, þeim Þorsteini og Agústu á Vatnsleysu og seinna hjá Braga og Höllu. Faðir minn, Guðni Þorfinnsson, var ættaður úr Flóanum en fæddur í Tryggvaskála á Selfossi. Hann dó þegar ég var 6 ára. Þorfinnur Jónsson, afi minn, var fyrsti veitingamaðurinn í Tryggvaskála uppúr aldamótunum. Svo vill til að amma mín, Steinunn Guðnadóttir, kona Þorfinns, var einnig héðan úr Tungunum, fædd í Holtakotum. Ég er því töluverður Tungnamaður. L-B: Og hvað hefur þú haftfyrir stafni síðan Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.