Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 11
Kvenfélagsfréttir Göngugarpar við Kálfárfoss. Frá vinstri: Guðrún, Inga Birna, Geirþrúður, Elínborg (fyrir framan), Aslaug, Oddný, Margrét, Sigrún og Sigríður. A myndina vantar Astu Skúlad. Góðir sveitungar. Þegar litið er til baka til ársins 2000 hjá Kvenfélaginu, var þó nokkuð um að vera hjá okkur. Sumarið byrjaði með því að hlúð var að trjáreit Kvenfélagsins í landi Spóastaða, eins og venjulega. Milli skjálfta fórum við í okkar árlegu 19. júní ferð, að þessu sinni undir leiðsögn Þrúðu á Miðhúsum að skoða Kálfárfoss í Miðhúsalandi. Eftir góðan göngutúr heimsóttum við Hótel Geysi og lukum ánægjulegum degi með góðum kvöldverði. í júlí vorum við með tjaldsölu í slagveðurs rigningu og seldum kökur og allt mögulegt dót við góðar undirtektir, þrátt fyrir úrhellið. Alltaf er jafn ánægjuleg ferðin með eldri borgurum, en hún var farin seinni part sumars, á Njálu-slóðir í þetta sinn. Sala á kaffi og meðlæti á réttardaginn er orðin árleg og svo var seldur broddur til eldri borgara í Reykjavík af og til allt árið. I október stóðum við fyrir kynningu á félagi okkar, þar sem öllum konum í sveitinni var boðið skritlega á konukvöld. Varð þetta virkilega skemmtilegt og fróðlegt kvöld, þar sem rætt var um kvenfélög, glerlist og fæðingar í vatni. Jólakökubasar var haldinn í Bjamabúð í desember, undir söng Barnakórs Biskupstungna og í enda árs var jólaballið, sem Kvenfélagið heldur utan um, en allar konur, í hverri sókn fyrir sig, sjá um. í þetta sinn var það hluti Skálholtssóknar sem sá um jólaballið. A árinu styrktum við Sjúkrahús Suðurlands um 100 krónur á hvem íbúa sveitarinnar, til kaupa á svæfingavél fyrir okkur öll. Fleira var styrkt, en er ekki tíundað hér. Á aðalfundi Kvenfélagsins í febrúar 2001 var kosið í stjórn og nefndir og er stjórnin núna sem hér segir: Sigríður Egilsdóttir formaður Elín M Hárlaugsdóttir ritari Sigrún Reynisdóttir gjaldkeri Þuríður Sigurðardóttir meðsjórnandi Ásta Skúladóttir meðstjórnandi Elínborg Sigurðardóttir varakona Guðrún Olafsdóttir varakona. Með kveðju og ósk um gott samstarf á árinu, Sirrý, formaður. Kökur og tombólugóss selt í tjaldinu við Bjarnabúð. Að snœðingi á Hótel Geysi. Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.