Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 12
Sýrukerið á Bergsstöðum Þetta einstaka fyrirbæri, sýrukerið á Bergsstöðum, er í senn þjóðsaga og raunveruleiki. Enginn veit um upphaf þess, né heldur um raunverulegt notagildi. En svo langt aftur sem sögur herma og til dagsins í dag, er því sinnt eins og þjóðsagan mælir fyrir um. Þjóðsagan. Bergþór í Bláfelli var á leið heim til sín með Helgi Kr. Einarsson, hleðslumaður. aðföng frá Eyrar-verslun, sem hann bar á sjálfum sér. Hann tók að sækja þorsti á göngunni. Og er hann kemur að túngarðinum á Bergsstöðum lagði hann af sér byrðarnar, hitti bónda og bað um drukk. Meðan bóndi sótti drukkinn, dvaldi hann við túngarðinn og hafði sér til dundurs að höggva með staf sínum skál eður ker, í klöpp sem er þar nær við begstall allháan. Bóndi skenkir honum drykkinn, svo sem hann bað um. En Bergþór segir honum að í þetta ker skuli hann láta sýru á hverju ári. En ef það bregðist, muni hann verða fyrir skaða á búpeningi sínum, allt að stóru hundraði. Og þetta hefur þótt fara eftir. Umhverfið. Bergsstaðir er gömul bújörð. Þar var búið hefðbundnum búskap fram um 1960. Síðustu bændur þar voru Sigurfinnur Sveinsson og Guðrún Þorsteinsdóttir. En um það leyti, eða litlu seinna, keyptu jörðina 5 manna félag, sem reistu þar sumarbústaði, höfðu þar trjáplöntun og hafa haft þar hross. Túnin hafa verið nýtt að hluta, nema það, sem ekki var véltækt. Þegar núverandi eigendur komu á jörðina, var gamli bóndabærinn rifinn, en hann var allstór timburbær, baðstofa tvö herbergi og eldhús á hlöðnum kjallara, en geymsluloft yfir að hluta. Nú er þar allt bæjarstæðið að hverfa í grasbeðju. Aðeins glittir ennþá í hestasteininn. Hann er við rústina af reiðhests-húsinu, sem var. Þessi jörð þótti fremur góð bújörð eftir fyrri tíðar hætti. Hagbeit góð, skjólgott og sérstök hlunnindi hvað þar er víða að finna gott hleðslugrjót. Beitarhúsatættur, sem eru hér og þar á jörðinni, bera enda vitni um það. Ekki ruddist nýi tíminn með tæknina og tækin, né akveg, heim að bæ meðan þar var bændabýli. Hestvagn var þar til, en annars allt flutt að og frá á klökkum. Þar var hesturinn þarfasti þjónninn. Síðustu bændur þar voru enda vel hestfærir og komust allra sinna ferða. Attu enda atgerfis- reiðhesta, s.s. Bergsstaðableik, Skol og aðra skörunga. En nú er kominn akvegur heim undir gamla bæjarstæðið, en reiðgöturnar gróa upp. Sýrukerið er um 200 m í S.V. frá gamla bæjarstæðinu. Það er í láréttum fleti úr móbergsseti, sem allt er smásprungið og hægt væri að flísa upp með hvössum broddi. Það er hringlaga skál, um það bil 140-150 cm í þvermál, en 60 cm djúp í miðjan botn. Það hefur verið gert yfir það með topphlöðnu Hér sér í grjótbirgið yfir sýrukerinu við „ bergstali allháan “. Sýrukerið þegar búið er að fjarlœgja yfirgerðina. grjótbyrgi. Moldaijarðvegur er í kringum byrgið, ca. 50 cm djúpur. Niðurfrá kerinu er allhá og brött brekka niður að mýrarsundi. En ofan við það er begstallur allhár, rnjög litskrúðugt bólstraberg, sem heitir Klettar. r- • a a ; , , , . Fyrir viðgerð. Inngangurinn að syrukerinu. Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.