Litli Bergþór - 01.05.2001, Side 14

Litli Bergþór - 01.05.2001, Side 14
Bjálkahús og skógrækt Viðtal við Hólmfiíði Geirsdóttur og Steinar Jensen í garðyrkjustöðinni Kvistum. Þeir sem keyra norður Biskupstungnabraut, framlijá Reykholti í Biskupstungum, komast ekki hjá því að veita athygli stóru tvílyftu bjálkahúsi, sem risið hefur austarlega í Reykholtshverfinu nú í vetur. Nánar til tekið á lóð, sem áður var í eigu Lilian Þóroddsson og tilheyrði Friðheimum. Þar byggja nú upp garðyrkjustöð hjónin Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen. Litla-Bergþóri leikur forvitni á að kynnast betur þessum nýju íbúum sveitarinnar og mœlti sér því mót við þau í nýja liúsinu einn mildan vetrardag ífebrúar. Þar voru þau hjón önnum kafin við smíðar, meðan dóttirin, Gabriela Mist, 5 ára, œfði sig á hjólinu sínu í rúmgóðri vinnuaðstöðunni, sem er áföst við íbúðina. Þrátt fyrir annir var alúðlega tekið á móti blaðamanni og við settumst niðuryfir kaffibolla í einu horni vinnusalarins, með viðarilm í nösum. L-B: Segið mér, hvernig datt ykkur í hug að flytjast í Biskupstungurnar. Tengist þið eitthvað fólki hér í sveitinni? Hólmfríður: Nei, við eigum ekkert skyldfólk hér. En þeir Sigurður á Furubrún og Jakob í Laugarási voru skólabræður mínir úr Garðyrkjuskólanum og svo var Magnús á Arbakka vinnufélagi minn í Fjölskyldan. Fossvogsstöðinni. Við vorum búin að vera með það í huga að flytja út á land í nokkum tíma og leita fyrir okkur um lóð. Svo fréttum við af þessu landi og leist vel á það. Það var reyndar erfitt að ná sambandi við Lilian og það tók eina 3 mánuði fyrir okkur að ná saman. En það hafðist að lokum. Við keyptum allt land sem hún átti, samtals um 22 ha á tveim spildum, en seldum strax 2 ha af því til Sigurðar á Furubrún. Svo keypti Geirharður Þorsteinsson, arkitekt,12 ha af því landi sem nær suður að Tungufljóti, en hann ætlar m.a. að nota það fyrir hesta. Við eigum þá eftir 2 spildur, þessa hér í kringum húsið, sem er um 4,5 ha og aðra 4 ha í holtinu vestan við Norðurbrún. Þar dreymir okkur um að gera e.t.v. garð eða útivistarsvæði fyrir okkur í framtíðinn. En það gengur auðvitað fyrir núna að koma garðyrkjustöðinni almennilega í gagnið og planta skjólbeltum hér í kringum húsin. L.B. Eruð þið bœði garðyrkjufrœðingar? Steinar: Nei, það er Hólmfríður, sem er garðy rkj ufræðingurinn. Hólmfríður: Já, ég er garðyrkjufræðingur og búin að vinna við það síðan ég útskrifaðist 1982. Við bjuggum í útjaðri Reykjavíkur, við Norðlingabraut, milli Rauðavatns og Elliðavatns. Vorum þar með eins ha lóð, sem við vorum búin að planta mikið í. En þegar okkur r s 7^ BISK-VERK Tökum að okkur alla byggingastarfsemi Þorsteinn Þórarinsson, sími Nýsmíði - Viðhald Bflasími ^ rcM Sumarhúsaþjónusta Fax 486 8782 853 5391 893 5391 486 8745 — Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.