Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 17
Frá Björgunarsveit Biskupstungna Mikill drifkraftur hefur verið í Björgunarsveitinni undanfarið starfsár. Mikill áhugi og góð mæting á vinnukvöldum. Útköll hafa verið í færri kantinum og flest vegna bfla í vandræðum vegna ófærðar. A aðalfundinum vorið 2000 kom upp umræða um hvort ekki væri rétt að endurskoða vélsleðaeign sveitarinnar. Annaðhvort með það í huga að hætta vélsleðaútgerð eða reyna að standa að því dæmi med sóma. Niðurstaðan var sú að það væri tími til kominn að endurnýja vélsleðaútgerðina. Síðla hausts komst skriður á það mál. Ahugasamir menn innan sveitarinnar fóru að líta í kringum sig hjá öðrum sveitum með það í huga að kynna sér hvað hvernig best væri ad standa að vélsleðamálum. Öll helstu innflutningsfyrirtæki sem versla með vélsleða voru beðin um tilboð og niðurstaðan var sú að keyptir voru tveir Yamaha Venture 600 sleðar. Þetta eru sleðar sem hafa reynst vel og henta sérstaklega vel í leitar og björgunarstörf. Það var tekin ákvörðun um að klára dæmið strax og gera sleðana þannig úr garði að þeir væru tilbúnir til notkunar við sem flestar aðstæður. Þeir eru búnir mjög góðum GPS staðsetningar/siglingar tækjum og fullkomnum VHF björgunarsveitatalstöðvum med hljóðnema og heymatólum uppí hjálm. Formaðurinn smíðaði mjög vandaða kassa til að geyma farangur á sleðunum, keyptir voru bensínbrúsar og yfirleytt allur nauðsynlegur búnaður. Björgunarsveitin vill sérstklegaþpakka þorrablótsnefnd Haukadalssóknar fyrir stuðninginn við sleðakaupin. Það sem stendur nú fyrir dyrum er að sjá til þess að sá mannskapur sem á að keyra sleðana hljóti nauðsynlega þjálfun til að geta notað þá í öllum veðrum. Með það í huga og til að þjappa liðinu saman þá var haldin æfing fyrir alla í Björgunarsveitinni dagana 17. og 18. mars. sl. Fjölmargar myndir úr þeirri ferð eru á heimasíðu Getur Björgunar-\sveitarinnar www.vortex.is/mask/svfi sveitin bjargað Yil að skýra þær aðeins þá langar mig mér? yíið segja í stómm dráttum frá því vemig ferðalagið gekk fyrir sig. Að morgni laugardagsins 17. mars var haldið af stað og stefnt á Bláfellsháls. Það voru 8 menn og einn hundur (Rex) á tveimur sleðum og tveimur bflum (Ingvi á Spóastöðum kom með á sínum bfl). Við komumst í snjó á Bláfellshálsi og tókum þar af sleðana. Kerran var skilin eftir við Vörðuna og stefnan tekin á skálann sem er í Skálpanesi nálægt Langjökli með það í huga að fara uppá jökulinn og síðan norður eftir. Það var skýjað en mjög bjart. Himinn og jörð runnu saman vegna snjóblindu og þá reyndi fyrst á GPS tækin og ökumennina. Þegar komið var að jökulröndinni þá kom það í ljós að þarna var alls ekki fært upp fyrir jeppana. Við svo búið varð að snúa við og halda aftur á Bláfellsháls. Á leiðinni lentum við í því að aðstoða ferðafólk sem var búið að “affelga” Það gekk vel að koma dekkinu uppá felguna aftur og á meðan létti til. Skyggni var orðið gott þegar við brunuðum niður að Hvítárbrú. Þar var snætt nesti og gerð ný áætlun um að fara norður Kjalhraun beint til Hveravalla. Leiðin var sett inn í GPS tækin og haldið af stað. Það var lítill snjór en þó nægur. Veðrið var orðið dásamlegt. Sól og logn. Við tókum á okkur krók til að kíkja við í Þverbrekknamúla. Þar var fólk sem naut lífsins í veðurblíðunni (og hundur sem beit Rex). Við héldum áfram og vestur fyrir Kjalfell að svokölluðum Strýtum. Þar bilaði loftfjöðrunin hjá Ingva svo að smá tími fór í að koma henni í stað. Tveir sleðamenn skelltu sér norður á Hveravelli rétt á meðan. Eftir að viðgerð lauk þá var ákveðið vegna þess hversu áliðið var orðið að fara stystu leið í Svartárbotna en þar stóð til að gista. Því var ekið norðan við Kjalfell með viðkomu á Beinhól og þaðan beint í Svartárbotna. Við komum okkur þar vel fyrir og vanir fjallamenn tóku til við að grilla lambalæri í snjóskafli. Þetta varð hinn besti matur og þessi steik verður okkur lengi minnisstæð. Það var mikill hrotukór sem sá um dagskrána fram á morgun. Víð fórum á fætur við sólarupprás. Heiðskírt og 12 stiga frost. Eftir að morgnverkum lauk þá var ákveðið að stefnan skyldi tekin á Hveravelli eftir veginum og þaðan inn á Langjökul ef hægt væri. Það þótti hálfgerður óparfi að standa í því í 12 stiga gaddi að pikka inn leiðina á Hveravelli en allur er varinn góður. Það kom líka á daginn að á Fjórðungsöldu skall á svarta þoka. Við þær aðstæður var ekkert annað hægt en að treysta á leiðina sem tækin gáfu upp. Við komumst því allir á Hveravelli. Þar lentum við í því í annað sinn að aðstoða jeppamann sem var búinn að affelga. Eftir að hafa sett eldsneyti á öll tæki var stefnan tekin á Langjökul. Það var ákveðið að reyna að fara upp á jökulinn við Fögruhlíð. Við fórum yfir Fúlukvísl á snjóbrú (ég hélt að það væri ekki hægt) og þaðan að jökulröndinni. Það reyndist þrautin þyngri að komast upp á jökulinn þarna. Það var svo bratt að það reyndi mikið á lagni ökumanna jeppanna. Fleiri jeppar bættust í hópinn og um tíma var þetta eins og jeppasýning. Allir komust upp að lokum og stefnan var tekin í suður að Fjallkirkju. Það kom fljótt í ljós að brekkan á þeirri leið var of seinfarin fyrir okkar smekk þannig að það var ákveðið að fara vestar. Sleðamennimir fóm samt í Fjallkirkju og nutu útsýnis þar, sem er einstakt. Við Þursaborgir var gert gott nestishlé í hópi margra jeppamanna. Áfram var haldið í suður og stefnt á leiðina niður af jöklinum við Skálpanes. Sú ferð gekk hratt og vel í frábæm veðri. Þegar komið var niður af jöklinum varð smá fyrirstaða vegna ófærðar en allt gekk þetta að lokum. Sleðamir vom komnir í kerruna fyrir sólarlag og við héldum áleiðis í Tungurnar þreyttir og ánægðir eftir upplifun í íslensku vetrarríki sem við eigum eftir að nærast á lengi. Til að komast aðeins nær þessari upplifun pá skuluð þið endilega skoða allar mynðirnar á heimasíðunni okkar www.vortex.is/mask/svfi. Vonandi hafið þið gaman af því. Kær kveðja, fyrir hönd Björgunarsveitar Biskupstungna Magnús Skúlason. mask@vortex.is _________________________ Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.