Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 18
Aratunga Erindi flutt á samkomu Félags eldri borgara í Biskupstungum í maí 2000, þar sem aldraðir úr Hrunamannahreppi voru gestkomandi. Garðar Hannesson Góðir samkomugestir, sveitungar og vinir! Þar sem hér eru saman eldri þegnar úr Hrunamannahreppi og Biskupstungum, langar >?úg með nokkrum orðum að rifja upp veru mína íþessum tveimur sveitarfélögum, sem spannar að vísu yfirfjóra áratugi, en ég cetla aðeins að hugleiða þáfyrstu. Annað yrði of langt upp að telja. Það var alltafviss samkeppni, eða réttara sagt heilbrigður metnaður á milli þessara tveggja sveita. Ibúafjöldi svipaður, búskaparhœttir líkir og bœndahöfðingjar sem uppúr risu og settu svip sinn á mannlífið. Eg þarf engin nöfn að nefiia, þið þekkið þessa sögu betur en ég. En er það ekki einmitt þessi metnaður fyrir hönd sinnar heimabyggðar sem hefur lyft alþýðumenningu þessara sveitarfélaga á jafn hátt stig og raun ber vitni. Eg óttast að þegar hinar stóru einingar verða orðnar að veruleika, sem svo víða er stefnt að, verði meiri flatneskja í mannlífinu. Mér brá þegar ég kom í haust niður ífjöru á mínum œskustöðvum á Eyrarbakka og sá þar komið stœrðar skilti sem á stóð að efnistaka úr fjörunni vœri bönnuð nema með leyfi ákveðins starfsmanns í Ahaldahúsi A?-borgar á Selfossi. Eyrbekkingar höfðu þó u?n aldir getað sótt sér vikursand og þara ífjörutia án þess aðfá leyfi í öðrum sóktiutn. Eg tók þarna tali gamla kunningja og spurði hvernig menn tœkju svona tilskipunum. Hann sagði „þetta er ekki það alvarlegasta, þeir eru líka búnir að hirða afokkur slökkviliðsbílinn ogflytja á Selfoss“. En þetta var nú útúrdúr, það var um kynni mín af sveitunum ykkar sem ég œtlaði að tala og árin mín í Aratungu. Það var á vordögum árið 1956 að vinnuflokkurfrá Rafmagnsveitum ríkisins sem ég var í, setti niður tjaldbúðir og mötuneytisskúr á bökkum Stóru-Laxár á móts við Sóleyjarbakka, það var verið að leggja háspennulínu frá Ljósafossi að Flúðum og raunar víðar um Hrunamannahrepp. Þetta var sólríkt og hlýtt sumar og sundlaugin á Flúðum vinsœl eftir vinnu á kvöldin. Þar var samankominn œskublómi sveitarinnar, garðyrkju- og kaupafólk. Var okkur vel tekið íþennan hóp og verð ég að segja að það hefur óvíða verið skemmtilegra að vera aðkomumaður í vinnuflokki en í Hrunamannahreppi. Um haustið, sennilega í októberlok var orðið ofkalt að búa í tjöldum ogfengum við þá itini í Félagsheimilinu að Flúðum sem þá var í byggingu, það er að segja í tveimur herbergjum á efri hœð, sem ég held að hafi átt að verða bókasafh Engar hurðir voru komnar, nema bráðabirgða hurð í útidyrnar. Það var búið að múrhúða herbergin en ekki mála. Mötuneytið var í gamla samkomuhúsinu og þar svaf ráðskonan okkar. En ráðskona í Barnaskólanum var Inga á Högnastöðwn og voru strákarnir að vonum mjög skotnir í henni. Má því með sanni segja að ég og mínir vinnufélagar hafi verið fyrstu íbúarnir í Félagsheimili Hrunamanna að Flúðutn, því það er ekki vígt til notkunar fyrr en 23. nóvember 1958, segir Guðmundur í Akurgerði mér. Eg kynntist þarna í sveitinni mörgu skemmtilegu fólki, sem ég er enn málkunnur og hefánœgju afað hitta. Sigurður Tómasson á Hverabakka rak þá litla verslun, sem einstaklega var gaman að koma í og kaupmaðurinn þœgilegur. Eg hef trúlega undirniðri fundið til skyldleika með Hrunamönnum því amnia tníti, Jórunn Jónsdóttir, var fœdd að Hólakoti áirið 1864 og alin þar upp. Það eru fleiri en Ragnheiður Brynjólfsdóttir og Daði Halldórsson sem kynnst hafa á þeim helga stað Skálholti. Það var að áliðnu sumri 1958 að lítiuflokkurinn fór að leggja rafmagn í Biskupstungur. Mötuneyti var staifrækt í Skálholti fyrir þá sem unnu að Kirkjubyggingunni, og fékk vinnuflokkurinn þar inni. Ráðskona var 18 ára gömul heimasæta frá Spóastöðum. Henni hefur líklega fundist piparaldurinn á nœsta leiti, og hugsað líkt og Garðar og Steinunn. A milli þeirra synitnir tveir, Hannes t.v. og Þórarinn t.l?., semfœddust á meðan foreldrar þeirra störfuðu í Aratungu. Fyrrverandi formenn U.M.F.Bisk., Arnór Karlson og Eiríkur Sœland, fagna með húsverði á fertugsafmœli hans. Systrasynirnir Þórarinn Ingi Ulfarsson og Hannes Garðarsson máta húfur lögreglumannanna meðan þeir drekka kaffi hjá húsverði. Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.