Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 19
Guðni Lýðsson, Hjalti Ó. E. Jakobsson og Ingólfur Jóhannsson með Jyrstu einkennishúfur gœslumanna í Aratungu. Sncefríður Islandssólforðum, þegar hún gat ekkifengið að giftast þeim besta, sem var Arnes Arneus eða Arni Magnússon réttu nafiti, en hafnaði Sigurði presti og giftist Magnúsi jungherra í Brœðratungu. Þegarfólk furðaði sig á þessum ráðahag sagði Itún „Heldur þann versta, en þann nœstbesta Hefég trúlega notið slíks velvilja, að minnstakosti gifium við okkur á Gamlársdag 1960 ogfórum að búa á Selfossi. Það er svo á vordögum 1961 að auglýst er eftir húsverði til starfa við Félagsheimili sem var í byggingu t Biskupstungum. Sendi ég inn umsókn ásamt þó nokkrum öðrum, man ég þar eftir Róbert á i Brún og Gunnari Kristmundssyni. Sigurður Erlendsson var þáfomtaður húsnefitdar og hafði á sinni könnu að rœða við umsœkjendur. Guðmundur Jóhannsson, Björn Erlendsson, Urðu lyktir þœr Ingólfur Jóhannsson og Gunnlaugur Skúlason aQ £g var leika Andrew systur á þorrablóti. ráðinnfrá 1 júní 1961 sem staifsmaður við Félagsheimilið, sent þá hafði ekki hlotið neitt endanlegt nafit. Steinunn varð matráðskona fyrir byggingarverkamennina nokkru síðar og var mötuneytið í gamla skólanum og í honum bjuggum við líka, þar til skólastarf hófst um haustið. Eg gerði mér að sjálfsögðu grein fyrir því að Tungnamenn voru í raun ekki að ráða mig sem húsvörð, mann sent þeir þektu rétt af afspurn, heldur Steinunni konuna mína, sent þeir þekktu svo vel og hennarfólk. Og sjálfsagt hefur ekki spilltfyrir að tengdafaðir minn, Þórarinn á Spóastöðum, hafði unnið mikið og óeigingjamt starf að byggingarmálum Félagsheimilisins. En hvað unt það, húsvarðarstaifið var á mínu nafiti. Síðan rennur upp vígsludagur félagsheimilisins, sunnudagurinn 9. júlí 1961. Og ekki búið mér vitanlega um morguninn að koma sér samait um nafit á húsið. Svo vel vildi til að daginn áður voru þeir Sigurður Greipsson, Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi og sr. Eiríkur J. Eiríksson á Þingvöllum að koma saman í bíl norðan úr landi og áttu allir að mœta í vígsluna daginn eftir. Fóru þeir að ræða um nafit á þetta nýja félagsheimili og mun það hafa verið sr. Eiríkur sem vildi tengja það nafiti Arafróða í Haukadal. Komu þeir á fund hús-og eigendanefndar að morgni vígsludagsins með hugmyndasntíð sína og varð nafitið Aratunga þar endanlega ákveðið. Bókun Sigurðar Erlendssonar: Sunnudagurinn 9.júlí 1961, Vígsludagur Aratungu. Vígslan hófst með messu, séra Guðmundur Oli Olafsson prédikaði og gafhúsinu nafn. Kirkjukór Torfastaðasóknar söng. Helgi Kr. Einarsson formaður húsbyggingarnefndar setti samkomuna og flutti stutta rœðu, afhenti síðan Sigurði Erlendssyni formanni húsnefndar lykla hússins og sagði það opnað til afitota. Sigurður Erlendsson flutti stutta rœði. Avörp fluttu; EiríkurAg. Sæland formaður UMF Biskupstungna, Sigurbjörg Lárusdóttir fyrir hönd Kvenfélagsins, Skúli Guimlaugsson oddviti. Þá söng Erlingur Vigfússon einsöng með undirleik Ragnars Björnssonar. Rœður fluttu; Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, Sigurður Greipsson, Sveinn Sœmundsson sem afhenti 30.000 krónur ípeningum frá Tungnamönnum vestan heiðar til kaupa á hljóðfœri, Gísli Bjarnason afhenti rœðustól að gjöffrá Tungnamönnum austan heiðar. Oddviti Skúli Gunnlaugsson þakkaði góðar gjafir. Þorsteinn Sigurðsson var veislustjóri. Borðhaldinu lauk kl.19. Um 300 manns sátu til borðs. Kl. 21.30 var komið aftur saman og var þá boðað til dansleiks. Allt fólk úr Hrunamannahreppi var velkomið, svo og stjórnir ungmennafélaganna í nærsveitum. Erlingur Vigfússon söng einnig um kvöldið við undirleik Ragnars Björnssonar. A sjötta hundrað manns sóttu dansinn. Hljómsveit Gissurar Geirssonar lékfyrir honurn. Almennur söngur var mikill undir borðum og annaðist Magnús Pétursson píanóundirleik. Þórarinn Þorfinnsson framkvæmdastjóri byggingaframkvœmda flutti aðal rœðu dagsins, lýsti hann húsinu og framkvœmdum öllum. Þórarinn talaði einnig um kvöldið. Eg tel að val á nafni hafi tekist með afburðum vel, ekki bara á Félagsheimili heldur líka á Símstöð, en Póstur og sími flutti starfsemi sínafrá Torfastöðum í Aratungu um miðjan nóvember 1961 ogfrá Múla og Geysi nokkru síðar og varð þá Aratunga að 1. flk. B-stöð með 11 tíma þjónustu á dag, eðafrá 9 til 20. Það var dýrt að auglýsa í útvarpi á þessum árum, en við gátum komið nafni Aratungu þrisvar að ífimm orða auglýsingu. (Aratunga, Aratunga, dansleikur laugardagskvöld, Aratunga). Að vígsluháðiðinni lokinni brugðu smiðirnir, þeir Stefán Kristjánsson, Arni Erlingsson, Gústi á Kjóastöðum og Eiríkur í Miklaholti sér inn á Hveravelli í bjartri sumarnóttinni. Eiríkur átti þá Land-Róver jeppa og var að sjálfsögðu ökumaðurinn og þóttifélögum hans hrattfarið til byggða þá heim var snúið, því einhverstaðar á leiðinni náði hann ekki réttri beygju. Þá kvað Stefán; Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.