Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 21
Aratunga frh... Koppalogn og Táp ogfjör, eftir Jónas Arnason. Aftónleikum og söngskemmtunum má nefiia; 13. ágúst 1961 Framsóknarskemmtun, Einsöngur Ami Jónsson við undirleik Skúla Halldórssonar. 19. ágúst 1961 Sjálfstæðisflokkurinn, Operan Rita eftir Donnesetti. Hlutverk Guðmundur Jónsson, Guðmundur Guðjónsson, Þuríður Pálsdóttir og Borgar Björnsson. Karlakórinn Svanirfrá Akranesi með söngskemmtun undir stjórn Hauks Guðlaugssonar. 28. ágúst 1965 Framsóknarskemmtun, einsöngvar Sigurveig Hjaltesteð og Guðmundur Guðjónsson, undirleikari Skúli Halldórsson. September 1966 Samkór Vestmannaeyja. Maí 1967 Karlakór Selfoss. I ágúst 1967 Magnús Jónsson við undirleik Olafs Vignis Albertssonar. I nóvember 1967 Söngskemmtun, Sigurveig Hjaltesteð, Guðmundur Guðjónsson, undirleikur Skúli Halldórsson. Apríl 1968 Karlakór Reykjavíkur. Ágúst 1968 Keflavíkurkvartettinn, stjórnandi Jónas Ingimundarson. í júlí 1969 Karlakórinn Fóstbrœður, og síðan voru þeir aftur með söngskemmtun í nóvember sama ár, og þá var haldinn dansleikur að þeim loknum. Komu 270 manns á söngskemmtunina en rúmlega 400 á ballið. Apríl 1972 Söngskemmtun Arna Jónssonar og með honum tvöfaldur kvartett. Apríl 1972 Samsöngur Karla-og Kvennakórs Selfoss. Laugardagur 6. maí 1972 Söngskemmtun Samkórs Biskupstungna, einsöngvari Guðrún A. Símonar, undirleikari Ólafur Vignir Albertsson, stjórnandi Loftur Loftssonl40 miðar seldir, nokkrir boðsgestir. Góðar undirtektir. Október 1972 hélt Philip Jenkis píanótónleika, var þá vígður nýr konsertbekkur sem Kvenfélagið gaf Félagsheimilinu. Nóvember 1972 píanótónleikar Jónasar Ingimundarsonar. Mars 1973 samsöngur \ kóranna á Selfossi. Apríl 1973söngskemmtun Árnesingakórsins í Reykjavík. Maí 1974 finnskur stúdentakór. Aföðrum minnisstœðum atburðum vil ég rifja hér upp nokkra sem vert er að muna. Þar vil ég nefna fyrsta Þorrablótið sem haldið var í húsinu laugardaginn 27. janúar 1962 og var það Skálholtssókn sem sá um það. Dagskrá: Avarp Þórarinn Þorfinnsson, leikþáttur Amor í önnum, minni kvenna - Skúli Magnússon, minni karla - Helga Þórðardóttir, leikþáttur Auglýsingin, söngur tvöfaldur kvartett úr Stöðvarstjórí Pósts og síma í vinnunni. Arnesingafélaginu íReykjavík, samtalsþáttur - Sigurbjörg Lárusdóttir, leikþáttur Saumaklúbburinn, almennur söngur milli atriða, Dans: Hljómsveit Óskars Guðmundssonar, söngkona Anna Vilhjálmsdóttir. Veislustjóri Björn Erlendsson. Boðið var Biskupstungnafélaginu í Reykjavík og komu þaðan 106 manns, en alls voru á skemmtuninni 320 manns. Hafðifólk með sér trogamat ogflestir vasapela, er það almælt að betri skemmtun hafi ekki verið haldin í húsinu. Og er dansinum var slitið kl. 4 hópaðist fólkið saman og söng ættjarðarlög. Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna þriðjudaginn 17. apríl 1962 og hófst kl. 11.30 með því að hinir 70fulltrúar og gestir þeirra, eða alls 140 mann borðuðu hádegisverð. En að því loknu var fundurinn settur af formanni mjólkurbúsnefndar. Að stjómarkjöri loknu var gert kaffihlé, þar sem öllum viðstöddum var boðið að þiggja veitingar. Síðan hófst fundur að nýju ogfrjálsar umrœður. Meðal gesta á fundinum voru Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra og Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri, en alls munu yfir 500 bændur víðsvegar af svœðinu hafa verið áfundinum. Fundinum var slitið kl. 20.30 Kvenfélagið sá um allar veitingar ogfengu konurnarhrós fyrir. Klaki var aðfara úr jörðu, bílaplanið veikbyggt ogfór í svað, svo margur átti í erfiðleikum með að komast aftur í burtu. Og sá hefði mátt grasfræi í samkomuhúsgólfið, svo mikið barst afmold og sandi áfallega nýja parketið. Vígsla Skálholtskirkju sunnudaginn 21.júlí 1963. Kirkjumálaráðherra Bjarni Benediktsson bauð vígslugestum til hádegisverðar íAratungu, þ.á.m. forseta Islands, biskupum Islands og hinna norðurlanda, alls um 500 manna. Um veitingar sá Pétur Daníelsson á Hótel Borg. Allur þessi hópur borðaði samtímis og var borðum komiðfyrir í hverju skoti á báðum hæðum og senu. Gekk þetta með ólíkindum vel, þó þröngt væri setið. I tvígang gekkst Félagsheimilið fyrir Haustfagnaði/ Uppskeruhátíð Biskupstungnamanna að frumkvœði formanns húsnefndar Sigurðar Þorsteinssonar. Ifyrra skiptið 6. nóvember 1965 og það síðara 5. nóvember 1966. Það var vandað mjög til þessafagnaðar, á borðum var smurt brauð, kaffi, te og öl. Skemmtikraftar fengnir að sem hœst báru á þeim tíma, t.d. Leikhúskvartettinn, Guðmundur Guðjónsson, Sigurveig Hjaltesteð, Skúli Halldórsson, Jón B. Gunnlaugsson og ífyrra skiptið hljómsveit Oskars Guðmundssonar en í það síðara Tríó Þorsteins Guðmundssonar. En því miður þurfti að borga með þessum skemmtunum, því aðsókn var ekki sem skyldi. Þá má nefna kvöldvökur Ungmennafélagsins, sem var skipt niður á sóknir að sjá um, líkt og Þorrablótin. T.d. sá Bræðratungusókn um kvöldvöku 25. nóvember 1961 Sveinn í Brœðratungu setti skemmtunina, sýndur þáttur úrManni og konu, kveðnar rímur, erindi flutt afSigurði í Hvítárholti. Dansað eftir plötuspilara (Diskótek). Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.