Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 24
Agústa á Vatnsleysu Erindi flutt á minningarsamkomu í Torfastaðakirkju í byrjun september 2000. Fyrir réttum hundrað árum þann 28. ágúst árið 1900 fæddist lítil stúlka á bænum Skálholtsvík á Einar G. Þorsteinsson. ströndum Foreldrar hennar voru Fljálmfríður Arnadóttir fædd 4. maí árið 1872 í Grunnavíkurhreppi í Norður- ísafjarðarsýslu dáin 1964 og eiginmaður hennar Jón Þórðarson fæddur á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði. Var hann söðlasmiður í Strandasýslu og víðar. Hann lést árið 1925. Ömmu okkar Hjálmfríði kynntumst við systkinin nokkuð þar sem hún dvaldi síðustu æviár sín hjá syni sínum Lýði og eiginkonu hans Mekkínu á Akranesi. Það fer aftur fáum sögum af afa okkar Jóni og um hann vitum við lítið. Ýmsagóða eiginleika hefur hann sjálfsagt haft, einn var sá að hann mun hafa verið hagmæltur og átti létt með að kasta fram vísu. Fyrir nokkru birtist í vísnaþætti í dagblaðinu Degi vísa eftir hann þar sem hann er að lýsa sjálfum sér, en hún er svona. Þarna ríður þessi Jón þekktur í Hrútafirði. Stundum maður, stundum flón stundum einskis virði. Fyrir áttu þau afi og amma Þorvald, fæddan 1892, Steinþór 1894, Arnfríði fædda 1896 og Lýð fæddan áriðl 899. Árið 1906 fæddist yngsta barnið Kristján Söbeck. Ekki er hægt að segja að heimurinn hafi brosað við þessari litlu stúlku og foreldrum hennar, því þriggja vikna er hún send til vandalausra vegna allsleysis og bágra ástæðna. Og urðu það örlög ömmu að þurfa að láta frá sér öll bömin sín, sum þó tímabundið. Þessi litla stúlka hlaut nafnið Ágústa og er það hennar sem við minnumst hér í dag. Hún var heppnari en margir aðrir sem þurftu að fara í fóstur því hún lenti hjá afbragðs fólki, hjónunum Jensínu Pálsdóttur og Einar Einarssyni sem bjuggu að Gröf í Bitm í Strandasýslu. Ólst mamma þar upp við gott atlæti og bast fósturforeldrum og fóstursystkinum sínum ævilöngum vináttu og tryggðarböndum. Alltaf fannst mér koma sérstök hlýja í rödd mömmu þegar hún minntist fósturforeldra sinna og fannst mér Einar nafni minn vera henni sérstaklega kær og grunar mig að hann hafi haldið sérlega upp á hana. Gústa, en það var hún kölluð í æsku, þótti snemma efnisstúlka kát og glöð og margir minntust þess hve glettin hún gat verið. Hún var dugleg með afbrigðum, einnig var haft á orði hversu handlagin hún var og öll verk lágu vel fyrir henni. Og marga llíkina saumaði hún á okkur systkinin. Eg minnist þess að eitt sinn saumaði hún á mig pokabuxur sem þá var toppurinn á tískunni. Ég hef lrklega verið 10 ára gamall. Þetta var mikil vinna hjá henni og ég sat gjarnan yfir henni við saumana. Buxurnar voru grábláar á litinn og ég klæddist þeim á páskadaginn og ég held að mér hafi aldrei fundist ég jafn fínn á ævinni eins og þá. Þessir eiginleikar mömmu, sem hér eru taldir, held ég að segja megi að hafi fylgt henni alla hennar starfsævi, sem varð löng og stundum ströng. Ekki var margra kosta völ fyrir fátæk ungmenni á þessum árum til að sjá fyrir sér. Stúlkur fóru gjarnan í vistir á veturna og jafnvel í kaupavinnu á sumrin eða að vaska fisk.. Mamma varl8 ára þegar hún fór til Reykjavrkur og minntist hún þeirra ára með ánægju, þótt vinnan væri mikil og erfið og launin lág. En hún var ung og glaðlynd, hafði gaman af að dansa og talaði hún á stundum í seinni tíð um að skemmtileg hefðu þau verið böllin í Bárunni og Gúttó. En ekki hitti hún draumaprinsinn þar þó frést hafi að margur hafi litið hana hýru auga. Sá sem átti eftir að vera hennar lífsförunautur og faðir okkar systkina var þá ungur bóndasonur á Vatnsleysu í Biskupstungum. Hann hafði farið á bændaskóla á Hvanneyri og síðan verið eitt ár við nám og störf í Noregi, var sigldur maður einsog sagt var. En gömul kona í Tungunum hafði á orði er hún hitti hann eftir heimkomuna. „Hann er kominn heim hann Steini og er bara alveg eins og áður en hann fór.“ Nú vantaði kaupakonu á heimilið á austurbænum á Vatnsleysu, en Erlendur í vesturbænum átti erindi til Reykjavíkur og var beðinn um að útvega kaupakonu. Eina ósk átti pabbi um kaupakonuna og sagði við Erlend: „I guðsbænum hafðu hana ekki ljóta, það er svo leiðinlegt að vinna með ljótu kvenfólki'1. Meðal annarra erinda í ferð sinni til Reykjavíkur, ætlaði Erlendur að útrétta í timburversluninni Völundi. I Agústa Jónsdóttir Þorsteinn Sigurðsson. Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.