Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.05.2001, Blaðsíða 26
kringum sig og hafði gott auga fyrir hvað fór vel og naut þess þegar húsakynni og fjárhagur leyfði. Einn var sá siður, að gera sér dagamun þegar við systkinin áttum afmæli. Það var föst venja hjá mömmu þegar eitthvert okkar átti afmæli þá var lagað kakó og bakaðar pönnukökur eða klattar. Þá stóð engum til boða cóca cóla eða aðrir gosdrykkir. A þessum tíma voru þessar afmælisveislur mikil tilbreyting. Einhverra hluta vegna varð ekkert af veisluhöldum þegar ég varð tveggja ára. En í staðinn fyrir afmæliskaffið orti pabbi um mig tvær vísur sem eru svona. Ekkert fékk hann Einar Geir afmœliskaffið sœta. Búinn er þó mörgum meir mömmu og pabba að kœta. Gott úr þessu gera má gef þér eina stöku. Fyrst afmœlisdaginn annan á enga fékkst köku. Eg vona að ég móðgi engan, þó ég segi að þetta er sú afmælis gjöf sem mér þykir vænst um af öllum þeim gjöfum sem ég hefi fengið um dagana, og ég verð að játa það, að ég er eilítið montinn af þessum vel kveðnu vísum hans pabba. Eg hlýt að hafa verið mjög skemmtilegur þegar ég var tveggja ára, gallinn er bara sá að ég man ekkert eftir því. Foreldrar okkar eignuðust 9 börn. Það segir sig sjálft, að fyrir efnalítið fólk á þessum árum var það mikið átak, að fæða og klæða og koma upp stórum barnahópi. Og má því nærri geta að vinnudagur móður okkar hefur oft verið langur og strangur. Son sinn og bróður okkar, Þorstein Þór, misstu þau 7 ára gamlan og var það þeim og okkur systkinum mikill harmur. Að öðru leyti tel ég að hún móðir okkar hafi á margan hátt átt gott líf. Hún var ánægð með hópinn sinn og fékk að ganga samstiga pabba um langan æviveg. Mamma átti margar glaðar stundir, var spaugsöm og glettin, hafði gaman af vísum og fljót að læra þær, sérstaklega ef þær voru vel ortar og kímni í þeim. Hún átti góða vini sem héldu tryggð við hana og hún við þá. Hún kynntist systkinum sínum þótt hún ælist ekki upp með þeim og hélt góðu sambandi við þau. Bamabörnin veittu henni mikla gleði og henni þótti vænt um sveitina sína. Sem gömul kona fannst mér hún líta sátt yfir farinn veg. Síðustu árin voru henni erfið heilsufarslega, en hún var ókvartin og hélt því fyrir sig eins og hægt var. Mömmu auðnaðist að halda óskertu andlegu atgervi til hinsta dags, fylgdist vel með fólkinu sínu og bað því blessunar. Það er erfitt að lýsa sínum nánustu svo hvorki sé of eða van, en ef ég á eftir að ná háum aldri vildi ég óska mér þess að taka ellinni á sama hátt og hún gerði og kveðja sáttur, einsog hún, við guð og menn, virt af öllum sem þekktu hana. Einar Geir Þorsteinsson. r LEIF (ZÍSTERBY Hársnyrtistofa Leifs og Ævars Austurvegi 21, Selfossi Lokað á laugardögum frá 1. maí til 1. sept. Opið: OpicP mán.-fim. 9-18, föstud.9-19, og laugard. 10-14. sími 482-1455 J Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.