Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 6
Hreppsnefndarfréttir Þessi fundargerð varð útundan í síðasta blaði. Því er hún birt nú þótt langt sé um liðið. Hreppsráðsfundur 3. september 2001. Bréf til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem farið er fram á að sjóðurinn styrki kaldavatnsframkvæmd Biskups- tungnahrepps. Akvörðunar er að vænta í lok október 2001 en greiðsla mun ekki fara fram fyrr en í febrúar 2002. Bréfið er ítrekun á fyrra bréfi og nánari upplýsingar um framtíðaruppbyggingu á vatnsveitu fyrir sveitarfélagið næstu fjögur ár. Bréf frá Skipulagsstofnun þar sem hún staðfestir fyrir sitt leiti aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000-2012 með þeim undantekningum þó að ekki verði virkjað í Hrútá og afmörkun frístundabyggðar sunnan við Geysi, Haukadal. Hreppsráð leggur til við hreppsnefnd að ítrekuð verði fyrri afstaða hreppsnefndar til umhverfisráðherrra urn að aðal- skipulag Biskupstungnahrepps 2000 — 2012 verði samþykkt óbreytt. Umræða um hækkun gjalda hjá sveitarfélaginu. Hreppsráð leggur til við hreppsnefnd að leikskólagjöld og mötuneyti skóla hækki um 8% vegna kostnaðarhækkana samkvæmt vísitölu launa og neysluverðs. Húsaleiga sem ekki hefur verið hækkuð á árinu hækki um 10%. Almennt sundlaugargjald hækki um 10% en verð á afsláttarkortum verði óbreytt. Hækkanirnar taka gildi frá og með 1. október 2001. Vegahátíð. Stefnt er að því að bjóða samgönguráðherra, umdæmisstjóra Vegagerðar og fleirum er koma að sam- göngumálum að heimsækja Biskupstungur í lok september til að kynnast og ræða samgöngumál í Biskupstungum. Breyting á fjárhagsáætlun ársins 2001. Við gerð nýrra kjarasamninga við starfsmenn Biskupstungnahrepps fyrr á þessu ári og kennara frá og með 1. ágúst hækka útgjöld sveitarfélagsins. Aætluð hækkun vegna fræðslu- mála krónur 1.500.000 félagsþjónusta kr. 900.000 íþrótta og æskulýðsmála krónur 700.000 Einnig er sýnt að fram- kvæmdir og viðhaldsverkefni verða eitthvað dýrari en gert var ráð fyrir og munar þar mest um vatnsveitu sveitar- félagsins. Viðbótarkostnaður vegna vatnsveitu er áætlaður kr. 9.000.000 sorphreinsun og sorpeyðing kr. 1.100.000 og íbúðir aldraðra krónur 500.000 alls krónur 13.800.000. Einnig hefur komið framlag í vatnsveitu frá ríkisstjórn Islands krónur 15.000.000. Fært sem breyting á fjárhags- áætlun. Bréf til Skipulagsstofnunar ríkisins um að Gunnar O. Skaptason fái að byggja fbúðarhús á jörðinni Bergstöðum og jákvætt svar við þeirri beiðni. Kynnt. Beiðni frá Gunnari O. Skaptasyni um lögbýlisrétt á væntanlegt nýbýli, Bergstaðabakka í Eystri-Tungu. Bergstaðabakki er 1/5 hluti úr jörðinni Bergstaðir. Hreppsráð gerir ekki athugasemdir við að Bergstaðabakki verði lögbýli. Nýtt deiliskipulag frístundasvæðis við Reykjavelli, Biskupstungum. Kynnt og vísað til hreppsnefndar. Bréf frá Sigríði Jónsdóttur Gýgjarhólskoti um vinnu- brögð og skipulag við Tungnaréttir á réttardag. Kynnt og vísað til tjallskilanefndar. Bókun vegna neikvæðrar umfjöllunar og umræðna vegna skemmtanahalds við Uthlíð nú í sumar. Hreppsráð harmar þá neikvæðu umræðu sem skapaðist vegna dansleikja- halds við sumarhúsasvæði títhlíðar s.l. sumar og leggur áher- slu á að til þess að saman geti farið skipulagt fnstundasvæði, tjaldstæði og dansleikjahald verði að gæta ítrasta aðhalds, tak- marka þarf fjölda gesta og tryggja löggæslu á svæðinu. Bréf frá Markúsi Einarssyni framkvæmdastjóra banda- lags íslenskra farfugla þar sem hann kannar hvort hrepps- nefnd sé ekki reiðubúin að endurskoða þá ákvörðun að loka farfuglaheimili sveitarfélagsins og bréf frá Dórótheu Magnúsdóttur sama efnis. Hreppsráð telur að uppbygging í ferðaþjónustu sé það öflug í Biskupstungum að aðrir aðilar geti sinnt þessari þjónustu. Einnig er ljóst eins og áður hefur komið fram að hreppsráð telur þetta ekki lengur sam- ræmast skólahaldi. Bréf frá Hagþjónustu landbúnaðarins með beiðni um að yfirfara jarðaskrá fyrir Biskupstungnahrepp vegna út- gáfu Jarðaskrár ríkisins. Kynnt og falið skrifstofu sveitar- félagsins til yfirlestrar. Fundagerðir samstarfsnefndar Launanefndar sveitar- félaga og Kennarasambands Islands frá gerð nýs kjarasamnings og upplýsingar um fyrirkomulag við útborgun úr launapotti skólastjórnanda. Kynnt. Bréf frá Brynjari Heimi Guðmundssyni byggingar- meistara um lækkun lóðargjalda vegna fjölda keyptra lóða. Hreppsráð hafnar framkominni beiðni þar sem eingöngu er verið að innheimta gatnagerðargjöld, samkvæmt gjaldskrá, sem eiga að dekka kostnað við uppbyggingu hverfisins. Kaupsamningur vegna kaupa Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeirs M. Jenssonar á 100 ha spildu úr landi Helludals af Svönu Einarsdóttur. Hreppsráð leggur til við hrepps- nefnd að hún falli frá forkaupsrétti. Kaupsamningur Björns B. Jónssonar og Ingibjargar Einarsdóttur og Sebastian Becker á garðyrkjubýlinu Stöllum, Biskupstungnahreppi. Hreppsráð leggur til við hreppsnefnd að hún falli frá forkaupsrétti. Svarbréf Sinfoníuhljómsveitar íslands við erindi hreppsnefndar um að hljómsveitin komi og spili fyrir börn og aðra íbúa uppsveita Arnessýslu vorið 2002. Hljómsveit- in mun koma fimmtudaginn 4. apríl á næsta ári. Hreppsráð felur sveitarstjóra að undirbúa komu hljómsveitarinnar. Abending um ósamræmi á milli skipulags frístundar- svæðis og raunverulegra lóðamarka í Ásahverfi í landi Fells í Biskupstungnahreppi. Kynnt. Afrit bréfs frá Náttúruvernd ríkisins um akstursleiðir við Gullfoss. Kynnt en hreppsráð harmar að ekki skyldi vera hægt að færa vegamót Biskupstungnabrautar og Kjalvegar lengra til vesturs, vegna umsagnar Náttúru- verndar Ríkisins. Bréf frá Obyggðanefnd um endurgreiðslu á kostnaði vegna hagsmunagæslu Biskupstungnahrepps fyrir Obyggðanefnd. Kynnt og fagnað að Obyggðanefnd skuli loks svara erindi Biskupstungnahrepps en skorað á nefnd- ina að taka loka ákvörðun í málinu. Lögð fram drög að leigusamningi um gamla áhalda- húsið (Fjósið). Kynnt. Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.