Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 7
Hreppsnefndarfréttir Hreppsráðsfundur 19. nóvember 2001. Sameining sveitarfélaga. Umræða um úrslit sam- eingingarkosninganna. Sameining veitna, lögð fram drög að samþykkt fyrir nýja sameinaða veitu Biskupstungnahrepps þar sem kalda- vatnsveita sveitarfélagsins og heitt vatn í Laugarási og Reykholti verði ein veita. Kynnt. Stofngjald á köldu vatni. Lagt til að stofngjald á köldu vatni verði frá og með 1. janúar 2002, krónur 80.000,- til frístunda-og íbúðarhúsa og krónur 100.000.- til lögbýla að meðtöldu einu íbúðarhúsi. Verslunarlóð í Laugarási. Samþykkt að fela sveitar- stjóra að vinna að málinu með óformlegri grenndar- kynningu. Samningur um tölvukaup. Lagður fram kaupleigu- samningur um kaup á fjórum tölvum og prentara. Búnaðurinn er til nota í grunnskólanum og á skrifstofu sveitarfélagsins. Kynnt en kosnaður vegna kaupanna verður færður inná fjárhagsáætlun næsta árs. Samningur um skólaakstur. Sveitarstjóra falið að ganga frá framlengingu samnings til tveggja ára með árlegu uppsagnarákvæði vegna breytinga sem kunna að verða á akstursleiðum og auknum kröfum um gæði bifreiða. Sam- þykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá samningnum. Munnleg ósk tónlistakennara um betri aðbúnað fyrir tónlistarkennslu og að hugað verði að hönnun tónlistarstofu þegar kemur að viðbyggingu við grunnskólann. Tilboð frá Arvirkjanum í hljóðkerfi í Aratungu uppá krónur 480.000. Kynnt. Tillögur um hækkanir á fjárlagaramma SASS og stofn- unum tengdum þeim. Þar er gert ráð fyrir að árgjald heil- brigðiseftirlits hækki um 28%, Skólaskrifstofu Suðurlands um 25% og Sorpstöð Suðurlands um 15%. Kynnt. Endurskoðuð áætlun um almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla er að Biskupstungnahreppur fær krónur 18.994.138 og jöfnun vegna lækkaðra fasteignaskattstekna er krónur 7.791.777. og tekjujöfnunarframlag vegna 2001 er krónur 552.966. Kynnt. Bréf frá Fornleifastofnun íslands ehf. um áhuga á að skrá fomminjar í Biskupstungum. Kynnt. Bréf frá Skipulagsstofnun um að yfirferð aðalskipulags sé lokið og klárt til undirritunar. Undirritun mun fara fram fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13:30 og mun umhverfis- ráðherra mæta í sveitina og undirrita aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000-2012. Einnig verður aðalskipu- lag Laugardalshrepps undirritað á sama tíma. Starfsvottorð vegna nýrrar kaldavatnsveitu verða afhent. Undirritun mun fara fram við Geysi, Haukadal. Bréf frá Svavari Njarðarsyni um stækkun bílastæðis við Gullfoss. Hreppsráð leggur til við hreppsnefnd að unnið verði að því að bflastæði við þjónustuhús verði stækkað og merkt þannig að það megi nýtast sem best. Skriflegt erindi mun fara til Vegagerðar og þvr fylgt eftir í viðræðum við Vegagerðina. Þakkarbréf frá Stenhus Kostskole, Holbæk, Dan- mörku vegna konru danskra skólabarna í Biskupstungur s.l. haust í kjölfar nemendaskipta sem hafa verið undanfarin ár. Hreppsráðsfundur 21. nóvember 2001. Umræða um fjárhagsáætlun 2002. Hreppsráð fór yfir helstu tölur en samkvæmt þeim er launakosnaður vegna fræðslumála að hækka verulega á árinu 2001 og hækkar einnig á árinu 2002, langt umfram tekjuaukningu sveitar- félagsins. Þessurn kostnaðarauka þarf að mæta með meira aðhaldi en áður hefur verið og hagræðingu í rekstri. Drög að fjárhagsáætlun 2002 liggja fyrir og fara til fyrri umræðu í hreppsnefnd 28. nóvember n.k. ásamt tillögum um álagningu gjalda og gjaldskrá Biskupstungnahrepps fyrir árið 2002. Eftirfarandi tillaga er lögð fram til afgreiðslu hreppsnefndar: Ákvörðun um að útsvarsstofn verði 12,96 %. Álagningarprósenta fasteignagjalda verði óbreytt eða 0,6% á A-flokk þ.e. rbúðarhús og 1% á B-flokk sem er m.a. iðnaðar-, verslunar- og þjónusturekstur. Hreppsráð leggur til að afsláttur til aldraðra sem búa einir í eigin húsnæði verði óbreyttur frá fyrri árum, þ.e. fasteignagjöldin falli niður á íbúðarhús. Vatnsskattur verði 0,3% af álagningarstofni fasteigna. Hámarksálagning verði krónur 15.000 á íbúðarhús. Þjónustugjöld hækki til samræmis við meðalvísitöluhækkun launa sem orðið hefur s.l. ár eða 8%. Sorpgjöld hækki því um krónur 408 á íbúðarhús eða í 5.508, krónur 272 á sumarhús eða kr. 3.677 og krónur 907 á lögbýli og smárekstur eða r krónur 12.247. Stærri fyrirtæki greiði áfram samkvæmt kostnaði vegna gáma- flutninga og innvegins sorps. Þetta gjald innheimtist eftirá, í samræmi við fyrirliggjancii tölur um kostnað sveitar- félagsins. Hundaeftirlitsgjald verður krónur 2.400. Lóðarleig hækkar samkvæmt vísitölu sem bundin er í samningunum. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 yfirfarin. Fyrri umræða fjárhagsáætlunar verður á fundi hreppsnefnd- ar 28. nóvember n.k. en sú srðari í janúar 2002. Umræða um fjárhagsáætlun Biskupstungnahrepps til næstu þriggja ára þar á eftir 2003-2005, verður á janúar og febrúarfund- um hreppsnefndar. Á árinu hefur verið unnið að lagningu á nýrri vatnsveitu í stað þeirrar sem brást í jarðskjálftum á síðast liðnu ári. Heildarkostnaður vegna vatnsveitunnar er áæt- laður krónur 40.000.000. Rfldssjóður hefur þegar lagt sveitarfélaginu til krónur 15.000.000 vegna þess óheyrilega tjóns sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir. Samkvæmt reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður framlag sjóðsins 40% af framkvæmdinni eða um krónur 16.000.000. Framlag sjóðsins verður ekki greitt út fyrr en r febrúar 2002 og er sú upphæð því færð sem breyting á fjárhagsáætlun um áramót. Ljóst er að vatnsveitan er nokkru dýrari en gert er ráð fyrir samkvæmt áætlun og er kostnaðarauki umfram það sem ákveðið hefur verið krónur 3.000.000 skráist það sem breyting á fjárhagsáætlun 2001. Lán hefur verið tekið hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir framkvæmdinni og það áður bókað í fundargerð dags. 17. 10. 2001. Nokkur viðbótarkostnaður hefur orðið vegna framkvæmda á árinu m.a. vegna endurbyggingar á svölum og tröppum við íbúðir aldraðra krónur 900.000 nýjar lagnir og lýsing í sundlaug kostuðu sveitarfélagið krónur 1.100.000. Afmæli Aratungu mun kosta um krónur 290.000 þá er ljóst að kennslukostnaður verður hærri en Litli Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.