Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 8
Hreppsnefndarfréttir gert var ráð fyrir og er hér bókaðar viðbótarkostnaður krónur 6.000.000 vegna þess. Færast ofangreindar fjár- hæðir sem breyting á fjárhagsáætlun og verður farið í lán- töku vegna þessa aukna kostnaðar í byrjun næsta árs eftir því sem þurfa þykir. Hreppsnefndarfundur 28. nóvember 2001. Fundargerðir hreppsráðs frá 19. og 21. nóvember 2001. Ákvörðun hreppsnefndar í kjölfar umræðu um 2. tölulið hreppsráðs frá 19. nóvember. Hreppsnefnd sam- þykkir að sameining Hitaveitna Laugaráss og Reykholts auk vatnsveitu Biskupstungnahrepps verði 1. júní 2002 og felur undirbúningsnefnd að gera viðeigandi ráðstafanir. Sameining sveitarfélaga, útkoma sameiningarkosninga 17. nóvember 2001. Hreppsnefnd Biskupstungna ákveður að skoða kosti þess að sameinast Laugardals- og Þingvallahrepp. Stefnt skal að því að ákvörðun liggi fyrir á janúarfundi hrepps- nefndar. Fulltrúar Biskupstungnahrepps í viðræðum við hin sveitarfélögin verða Sveinn A. Sæland og Margeir Ingólfsson. Fjárhagsáætlun 2002, fyrri umræða. Farið yfir helstu tölur, málin rædd, að öðru leyti vísað til síðari umræðu sem verður í janúar 2002. Biskupstungur, land og saga. Hugmynd Fræðslunets Suðurlands um námskeið í sögu sveitarfélagsins fyrr og nú og beiðni um fjárstyrk krónur 200.000. Samþykkt. Fjárstuðningurinn mun koma fram við gerð fjárhags- áætlunar 2002. Ljóst er að hugmynd Fræðslunetsins er mjög áhugaverð og er frumkvæðið þakkarvert. Skipulagsmál. Beiðni frá Guðmundi Kr. Jónssyni um skiptingu lóðar. Hreppsnefnd samþykkir að lóð í Uthlíð, Kóngsvegur 2-4 sent áætlað var að byggja á tvö sumarhús, verði auglýst sem tvær aðskildar lóðir og sem breyting á deiliskipulagi. Einnig beiðni frá Sverri Gunnarssyni, Hrosshaga um byggingu sumarhúss í landi Hrosshaga. Samþykkt að heimila bygginguna samkvæmt 3. tl. skipu- lags og byggingarlaga nr. 73/1997, sem er ákvæði um ein- staka framkvæmd. Hreppsráðsfundur 5. desember 2001. Bréf frá Skipulagsstofnun urn að Umhverfisráðuneytið hafi staðfest aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000-2012. Skipulagið var undirritað af umhverfisráðherra og oddvita Biskupstungnahrepps útivið á Geysissvæðinu 22. nóvember s.l. Kynnt. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu um breytingu á lögum þar sem starfsfólki án leikskólamenntunar er heim- ilað að annast uppeldi og menntun barna undir stjóm leik- skólakennara. Áður þurfti að sækja um undanþágu vegna þessa. Kynnt. Erindi frá umhverfisnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar urn tilllögu til þingsályktunar um stofnun þjóð- garðs um Heklu og nágrenni. Kynnt. Fundargerð stjórnar skólaskrifstofu Suðurlands frá 14. nóvember 2001. Þar er m.a. gert ráð fyrir fjármagni vegna endurmenntunar skólastjóra og samstarf skólastjóra og skólaskrifstofunnar vegna endurmenntunar kennara. Kynnt. Úttekt á slökkviliði Biskupstungnahrepps frá 14. nóvember 2001. Kynnt. Fundargerð fræðslunefndar frá 12. nóvember 2001. Þar er bókað að verði barn á leikskóla fjarverandi í tvær vikur eða lengur falli niður greiðsla vegna fæðis. Samþykkt að viðhafa sörnu vinnubrögð í grunnskólanum þannig að frá og með 1. janúar 2002 verði greitt fast verð í mötuneyti nema um samfeld og langvarandi forföll sé að ræða, tvær vikur eða lengur. Einnig kemur fram að sumar- leyfi leikskólans 2002 verður frá 1. júlí til 12. ágúst, eða 6 vikur. Kynnt og samþykkt. Fjallað um skólaakstur og mögulegar breytingar á akstri skólabarna sem búa í Reykholti frá og með næsta skólaári. Lagt er til að þau börn sem búa í Reykholti gangi í skólann skólaárið 2002-2003 en á móti verði bætt aðgengi barnanna til skólans. Endurskoðun reikninga sveitarfélagsins. Lagt til að bjóða út endurskoðun reikninga fyrir árið 2001 og komandi ár og kanna hvort ekki rnegi lækka reikninga vegna endurskoðunar. Kannaður verði möguleiki á samvinnu við önnur sveitarfélög í slíku útboði. Einnig verður óskað eftir tilboðum í innheimtu fasteignagjalda og eftirfylgni við innheimtu á kröfum sem ekki greiðast á tilsettum tíma. Sveitarstjóra falið að ganga frá málum þannig að sem hagstæðust kjör fáist á hverjunt tíma. Hreppsnefndarfundur 12. desember 2001. Skipulagsmál. Ákvörðun um stækkun leyfilegar marka á frístundahúsum Uthlíð, Biskupstungum. Kynnt og samþykkt að auglýsa breytingu á stærð frístundahúsa í Úthlíð frá því sem áður var skilgreint, þannig að hámarksstærð geti orðið allt að 120m:. Einnig samþykkt að í sérstökum tilfellum geti skipulagsnefnd eftir umsögn byggingarfulltrúa gefið leyfi fyrir stærra húsi. Umræða um tengingu vatnsveitu Biskupstungna við frístundasvæðið í Úthlíð, Biskupstungum. Samþykkt að fela Lofti Jónassyni verkstjóra að hafa umsjón með frum- könnun á dreifikerfi veitunar og skila áliti til hreppsnefndar fyrir 15. janúar 2002. Bréf til vegamálastjóra með ábendingum um brýnustu viðfangsefni í samgöngumálum í Biskupstungum vegna endurskoðunar Alþingis á vegaáætlun eftir áramót. Afrit sent samgönguráðuneytinu, samgöngunefnd Alþingis, umdæmisstjóra vegagerðar á Suðurlandi og þingmönnum kjördæmisins. Bréf frá Laugardalshreppi dagsett, 5.12. 2001 þar sem hreppsnefnd Laugardalshrepps leggur til að þau sveitarfélög sem samþykkt hafa sameiningu, sameinist í eitt sveitarfélag. Hreppsráðsfundur 21. janúar 2002. Bréf frá Þingvallahreppi um bókun hreppsnefndar frá 5. desentber s.l. þar sem lýst er yfir áhuga á sameiningu þeirra þriggja sveitarfélaga sem samþykktu sameiningu, þ.e. Þingvalla-, Laugardals- og Biskupstungnahrepps. Kynnt. Ráðstefna um EES-samninginn og íslensk sveitar- félög. Kynnt og samþykkt að senda fulltrúa á fundinn. Staða fráveitumála sveitarfélaga á íslandi, en fyrir árið 2005 skal vera lokið gerð fráveitna í þéttbýli. Kynnt. Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.