Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 13
Hreppsnefndarfréttir Frá endurmenntun Háskóla íslands um námskeið fyrir konur sem eru á framboðslistum til sveitastjórnakosninga n.k. vor. Kynnt. Bréf frá Grímsnes- og Grafningshreppi um samantekt kostnaðar vegna sameiningarkosninga 17. nóvember s.l. Samkvæmt því verður kostnaður Biskupstungnahrepps við framkvæmd sameiningarinnar krónur 387.669,- Kynnt. Fundargerð stjórnar Tónlistaskóla Árnesinga frá 11. mars 2002. Kynnt. Val fulltrúa hreppsnefndar í þjóðhátíðarnefnd 2002. Lagt er til við hreppsnefnd að fulltrúi hennar verði Margrét Annie Guðbergsdóttir, Reykholti sem jafnframt yrði for- maður nefndarinnar. Erindi frá fráveitunefnd umhverfisráðuneytisins frá 11. mars 2002 þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála í sveitarfélaginu og hvaða áætlanir eru uppi um úr- bætur í fráveitumálum. Kynnt og sveitarstjóra falið að svara erindinu. Erindi frá sýslumanninum á Selfossi frá 5. mars 2002 þar sem óskað er umsagnar um rekstur gistiheimilis að Bjarkarbraut 26, Biskupstungum. Kynnt og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna vegna umsóknarinnar. Lagt til við hreppsnefnd að sveitarfélagið gangi í fjárhagslega ábyrgð fyrir Hitaveitu Laugaráss að fjárhæð kr. 500.000 vegna láns sem hitaveitan er að taka. Hreppsráð leggur til við hreppsnefnd að í kjölfar umræðna um uppbyggingu hálendisvega í nýrri sam- gönguáætlun þá verði þeim tilmælum beint til samgöngu- ráðherra að uppbygging Kjalvegar verði fyrsti fjallvegur sem byggður verði upp. Lagt er til að sveitarstjóri undirbúi erindi/kort sem kynnt verði á ráðstefnu um hálendisvegi sem halda á 19. apríl n.k. Erindi frá Ferðafélagi Islands þar sem farið er fram á að Ferðafélagið geti reist þjónustuhús, salerni við skála sinn við Þverbrekknamúla. Kynnt og afgreitt á fundi hreppsnefndar. Virkjun Hrútár, bréf frá Skipulagsstofnun þar sem ekki er gert ráð fyrir að virkjunin þurfi að fara í umhverfis- mat. Kynnt. Fundur Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 26.03.2002. Kynnt. Bréf frá Samvinnunefnd miðhálendis dags. 18. mars 2002, þar sem fjallað er um nýtt línustæði norðan við Gullfoss, Sultartangalínu 3. Óskað er umsagnar um línustæðið. í samræmi við bókun á síðasta fundi hrepps- nefndar leggur hreppsráð til að breyting á línustæði verði samþykkt . Kynntur kaupsamningur vegna 18 ha spildu úr landi Reykjavalla þar sem Félag sumarhúsaeiganda í Holtshverfi, kaupir umrætt svæði af Sigurði Guðmundssyni og Hannesi S. Sigurðssyni. Hreppsráð leggur til við hreppsnefnd að fallið verði frá forkaupsrétti. Einnig að gerð verði breyting á skilmálum í deiliskipulagi þannig að í stað leigulóða komi eignarlóðir. Hreppsnefndarfundur 17. aprfl 2002 Fundargerð hreppsráðs frá 9. apríl s.l. Bókun vegna 17. liðar er sú að hreppsnefnd stendur við fyrri ákvörðun sína sem fram kemur í fundargerð hreppsráðs 3. lið frá 11. júní 2001. Kynnt og staðfest. Ársreikningur Biskupstungnahrepps staðfestur með undirritun hreppsnefndar og sveitarstjóra. Áður hafa skoðunarmenn og endurskoðandi áritað reikninginn. Biskupstungnaveita, síðari umræða. Farið yfir breyt- ingar sem gerðar hafa verið og reglugerðin fyrir Biskupstungnaveitu samþykkt. Nefnd sem séð hefur um undirbúning að stofnun veitunar leggur til við hreppsnefnd að Benedikt Skúlason verði ráðinn starfsmaður veitunnar. Starfshlutfall veitustjóra er 70% og hefur hann störf 1. júní n.k. Hreppsnefnd samþykkir ráðningu veitustjóra. Öllum öðrum umsækjendum verður svarað skriflega. Skipulagsmál. Efri - Reykir, deiliskipulag frístunda- byggðar. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út þann 11. apríl 2002. Engin athugasemd hefur borist. Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa skipulagið í B-deild stjórnartíðinda. Aðalskipulagsbreyting vegna verslunarlóðar í Laugarási. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út þann 11. apríl 2002. Engin athugasemd hefur borist. Aðalskipulagsbreytingin fer nú áfram til Skipulagsstofnunar sem gerir tillögu til umhverfisráðherra sem birtir staðfestingu í B-deild Stjórnartíðinda. Kaupsamningur Trausta Kristjánssonar og Kristínar Ernu Hólmgeirdóttur Einiholti við Þerney ehf, (Hjört Aðalsteinsson) þar sem seldir eru um 200 ha. úr landi Einiholts. Hreppsnefnd samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins vegna sölu á landinu. Einnig samþykkir hreppsnefnd fyrir sitt leyti að nýjir eigendur nýti nafnið Einiholt III fyrir viðkomandi svæði. Fundargerðir fræðslunefndar frá 25. febrúar og 15. apríl 2002. Kynntar og samþykktar. Minningarsjóður Biskupstungnahrepps. Svavar Sveinsson kynnti reikninga sjóðsins sem hafa verið yfir- farnir af skoðunarmönnum. Samþykkt í samræmi við eldra vilyrði sveitarstjórnar að veita Hrossaræktarfélagi Biskupstungna krónur 40.000 í styrk til heimasíðugerðar. Allar tryggingar á einum stað hjá traustu félagi Með F+ Fjölskyldutryggiugu fæst lægra iðg- jald á tryggingar eiukabifreiða Austurvegi 10-800 Selfossi - Sími 482 2266 - Fax 482 2836 Umboðsskrifstofur: Unubakka 4, Þorlákshöfn, Reykjamörk 1 Hveragerði, Galtafelli Hrunamannahreppi. Litli Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.