Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 25
Þar voru aðallega dúfur, sem þurftu sérstakrar umönnunar við. Svo var dúfnakofi úti í garði, jafn stór og Litli-Klettur hérna, með dúfum á ýmsum aldri. Það eru margir sem stunda bréfdúfnarækt og keppni með bréfdúfum í Hollandi og um alla Evrópu og það var svolítið sérstakt að kynnast þessu og mjög spennandi að fylgjast með því þegar dúfurnar koma til baka úr fluginu og hvaða tíma þær ná. Maður mátti varla anda í garðinum þangað til keppnin var yfirstaðin! Henk: Ég byrjaði 1978 að keppa í bréf- dúfnaflugi með vini mínum Wim. En ég var alltaf meira í dúfnauppeldinu, þar sem ég hafði ekki tíma til að flytja dúfurnar. Vinur minn var þá meira í keppnunum. Dúfunum er skipt í stutt-, mið- og langflugsdúfur. Þær sem fljúga stutt flug fljúga um 200 km en á mjög miklum hraða, ca. 110 km/klst. Milliflugsdúfurnar fljúga um 500 km og langflugsdúfur um og yfir 1000 km. Þá fljúga þær kannski á svona 60-70 km/klst. Þær eru alltaf látnar fljúga frá suðri til norðurs og það er byrjað að þjálfa ungana þegar þeir eru um 10 vikna. Þá eru þeir settir í körfu og teknir með þegar skroppið er til næsta bæjar og sleppt þar. Byrjað á ca 10 km svo aukið við fjarlægðina upp í 100 km o.s.frv. Guðfinna: Yfirleitt þegar ég skrapp á t.d. „Selfoss“ til að versla var ég send Henk og Gúlli með svosum eina körfu í skott- inu með dúfum til að sleppa. Þetta komst upp í vana! Keppnimar voru svo oft á laugardögum og þá var farið með dúfurnar á föstu dagskvöldi og síðan beðið með klukkuna úti í garði eftir að þær skiluðu sér. Henk: í alvöru keppn- um eru dúfurnar fluttar í körfum í klúbbhús og þaðan í stóra gáma sem Upprennandi hrossabóndi. flytja þær til ýmissa staða í Henk ogfolaldið Atje, sem Frakklandi eða til Spánar, vinur Henks, Aad kom með þær sem fljúga lengst. fyrirvaralaust einn daginn í Vinur minn fór til dæmis í haust. (Atje þýðir á mikilvæga keppni 1992, Hollensku „litli Aad“). þar sem farið var með dúfumar til staðar sem heitir Dags, nálægt Pyreneafjöllunum, en það flug er um 1.100 km. Okkar dúfa varð þá nr. 1 í Hollandi. í annarri keppni var flogið frá Oporto og þá varð dúfa frá okkur nr. 5. Þegar maður nær góðum árangri koma sölumenn og spyrja hvort Leikdeild Umf. Bisk. að snæðingi á Klettinum. dúfumar séu til sölu. Sú sem var nr. 1 var kvendúfa og þær eru yfirleitt dýrari. Ég seldi hana fyrir eina milljón króna til Japan. Aðrir eru að fala egg. Eftir að ég flutti til íslands varð dúfa frá vini mínum nr. 2 í Hollandi. Hann á ennþá góðan stofn, en nú er ég ekki lengur í uppeldinu með honum! I þrumuveðri, kemur fyrir að dúfurnar villast og einu sinni villtist dúfa frá mér til Baskalands á Spáni. Við keyptum þá miða fyrir hana með KLM (flugfélagi) til baka. Það er dekrað við þessar dúfur! Ef dúfa lendir á vitlausum stað í Hollandi er alltaf látið vita strax og þá er farið og þær sóttar. Þær eru merktar og þær leita uppi einhvem dúfnakofa ef þær í útreiðartúr. villast, svo það er auðvelt að þekkja þær og ná þeim. Dúfnaræktin tekur mikinn tíma. Það þarf að stinga út undan þeim 3svar á dag. (Alveg frábær blómaáburður - skýtur Guðfinna inní.) - En nú sting ég bara út undan hestunum og er frjáls í víðáttunni hér á íslandi. Það er mikið betra - segir Henk og brosir breitt. Og með þessar upplýsingar um dúfnarækt og pöbba- menningu í Hollandi í farteskinu kveður blaðamaður Litla-Bergþórs þau Henk og Guðfinnu á Klettinum, með þökk fyrir bjórinn og skemmtilegt spjall. GS Henk laðar að sér dúfur á hótelsvölum á Spáni. Hann er snillingur að herma eftir dúfum og getur laðað þœr að sér hvar sem er. Tók hann smá sýnishorn fyrir blaðamann og var það mjög sannfærandi! Litli Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.