Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 26
Tamningastöðin á Torfastöðum Vélvæðing eftirstríðsáranna olli því að hesturinn var ekki lengur þarfasti þjónnin í ferðalögum og við bústörf. Hann var samt áfram mikilvægur við smalamennskur og fjárrekstra, og á mörgum heimilum í Biskupstungum var hann áfram vinsæll til útreiða. Hestamannafélagið Logi var stofnað 1959 og starfaði strax af miklum þrótti, enda Greinarhöfundur, Guðni Karlsson, á Gráskjóna sínum. ötulir og góðir hestamenn, bæði karlar og konur, sem völdust til forgöngu í allri starfsemi félagsins. Guðmundur Oli Olafsson sóknarprestur á Torfastöðum var aðalhvatamaður að stofnun þess og fyrsti formaður. Með honum í fyrstu stjóm félagsins voru Erlendur Björnsson á Vatnsleysu og Egill Geirsson í Múla. Mikið var af ótömdum, efnilegum unghrossum á bæjum, en vegna fækkunar á fólki við bústörfin og samdráttar í verkefnum hestsins voru víða ekki tök á að temja þessi hross. Guðmundur fékk því fljótlega áhuga á að koma af stað tamningastöð. Tamningastöðin fór formlega af stað að Torfastöðum 20. júni, ári eftir stofnun Loga og var fyrirhugað að hún yrði starfrækt í tvo mánuði. Hörður Ingvarsson, frá Hvítárbakka var sjálfsagður aðaltamningamaður. Sigurður Erlendsson, á Vatnsleysu var ráðinn með honum í einn mánuð en vegna anna við heyskapinn gat Sigurður ekki starfað við tamningarnar fyrri mánuðinn. Ekki veit ég hvort það var vegna þess að ég vakti athygli á mér sem knapi þegar ég hleypti henni Rauðku minni og hún lenti í lausri mold og hliðarsnúru á hálfgerða vellinum í Hrísholti sumarið áður og knapinn datt af baki, að mér var boðin tamningastaða á stöðinni fyrri mánuðinn. Ég var að læra bifvélavirkjun í Reykjavík og leiddist mikið, einkum að sumrinu. Það var því kærkomið tækifæri þegar mér tókst að herja út lengingu á orðlofi og fá þessa spennandi vinnu. An þess að hafa nokkuð ákveðið fyrir mér tel ég að mörg hrossanna sem við fengum á tamningastöðina hafi verið baldnari en seinnitíma unghross. Enda komu mörg eftirminnileg hross á stöðina á Torfastöðum og nokkur þeirra nefni ég strax en sum hinna koma við sögu seinna í frásögninni. Ur Grímsnesinu man ég að tveir hestar komu frá Jóni í Reykjanesi, annar brúnn en hinn bleikur. Sá brúni sýndi strax góða hæfileika, enda valinn sem happdrættishestur í tjáröflun Ungnennafélags Biskupstungna til byggingar félagsheimilis í Reykholti, sem á vígsluhátíð fékk nafnið Aratunga. Við komumst aldrei að því hvað bjó í þeim bleika því hann var svo kargur að enginn vegur var að koma honum úr sporunum eftir að sest var á bak honum. Þrautalendingin hjá honum var að leggjast niður með knapann. Flest voru innansveitarhrossin og er mér minnisstæður rauðskjóttur, viðkvæmur og aðeins hrekkjóttur hestur frá Erlendi á Vatnsleysu. Við Skjóni urðum fljótlega góðir vinir og sýndi hann mér aldrei óknytti. Sótrauð meri, mikið hross en svolítið erfið, kom frá Steinari í Helludal. Hún varð eitt aðal reiðhrossið hans í eftirleitum og seinna formóðir margra góðra hrossa. Ur Hrunamannahreppi komu strax að mig minnir níu hross. I þeim hópi var brúnn, stór og öflugur hestur. Honum fylgdi sú saga að í janúar hefði átt að flytja hann til tamningar á Hvanneyri. Var búið um hestinn í grind á vörubílspalli og hann bundinn með beisli í grind aftan við stýrishús. Meðan bílstjórinn fékk sér ferðakaffið átti sá brúni að hafa slitið sig lausan, brotist í gegnum grindurnar og stokkið í stóðið á ný. Þar átti hann að hafa verið með beislið allan veturinn. Mig grunar að sagan hafi eitthvað brenglast á leiðinni vestur yfir Hvítá því hann var alveg óskemmdur í munni. Hörður Ingvarsson á Happdrœttisbrún. Nú var að taka til við tamningamar en fyrirmynd að vinnufyrirkomulagi höfðum við ekki mikla því þetta var ein af fyrstu tamningastöðvum landsins. Það var gott að vera á Torfastöðum þó að ekki væri gerði til að byrja á að þjálfa hrossin í eins og nú þykir sjálfsagt. Við fengum til afnota stórt hesthús vestan við túnið, sem nefndist Vesturheimur. Byrjað var á að teyma þau hross sem ekki voru teymd fyrir, bæði ríðandi og gangandi. Alltaf sitt á hvað upp á báðar hliðar, beint áfram og í hringi. Við Litli Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.