Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 27
þetta var unnið frameftir degi, en seinnipart dags og að kvöldinu var riðið á þeim reiðfæru. Fyrsta mánuðinn kröfðum við nemendur okkar ekki um gang en reyndum að fá taumlétta reisingu og forðast skeiðlull. Ekki var spurt um vinnutíma heldur árangur og að gera öllum hrossunum sem jafnast undir höfði hvað vinnuframlag snerti. Til þess að tryggja þetta skráði Guðmundur dag- lega hvaða þjálfun hvert og eitt hross fékk. Sá brúni úr Hreppnum var okkur erfiður. Þegar komið var með beisli og hann sá að þjálfun var framundan óð Brúnn á móti manni með opið ginið. Ekki var um annað að ræða en að hafa spýtu eða eitthvað annað í hendinni til að sýna honum hver réði. Hann varð fljótlega þokkalega teymdur en mikið reiður þegar lagt var á hann og hugað að því að fara á bak. Tókum við það ráð að fara með Brún út á hólma milli fúinna keldna neðan við veginn. Nú skyldi ég fara á bak en Hörður hafa hönd á honum, a.m.k. þar til ég væri búinn að koma mér vel fyrir í hnakknum. Eg var varla sestur í hnakkinn og ekki búinn að ná báðum ístöðum þegar hesturinn reif sig lausan, stökk hólmann á enda og henti mér þar af sér. Ekki er ég frá því að prestur hafi brosað þar sem hann stóð heima á hlaði á Torfastöðum og sá mig svífa með fráhneppta úlpuna eins og flugdreka á hausinn ofaní kelduna. Ekki mátti gefast upp, þann brúna varð að temja. Næsta tilraun var að búa hestinn böggum. Gengum við vandlega frá poka með torfi í á hvorri síðu hestsins og skyldi hann nú fá að dansa sig þreyttan og gefast upp á stungunum. Þá hreyfði Brúnn sig ekki, sama þótt við hvettum hann og slepptum lausum. Upp frá þessu var hesturinn nefndur Poka-Brúnn. í næsta matartíma var sest á rökstóla með þeim prests- hjónum og niðurstaðan varð sú að hesturinn væri það greindur að eina ráðið væri að hann fynndi að á honum væri knapi sem ekki væri hægt að losa sig við. Það dæmdist því á Hörð að fara á bak hestinum. Fyrst höfðum við hann utaná traustum og stilltum hesti sem ég teymdi og alltaf sat Hörður, hvernig sem Poka-Brúnn lét. Fljótlega fór Hörður að ríða honum án alls stuðnings. í fyrstu notuðum við ágætar reiðleiðir í landi Torfastaða en fórum fljótlega að teygja okkur lengra og rákun þá nokkuð af hrossunum en teymdum önnur. Upp að Gýgjarhólskoti fórum við t.d. með öll hrossin strax 30. júní, að Kjaranstöðum 6. júlí og til Efri-Reykja 7. júlí. I þessum ferðum nutum við dyggrar aðstoðar Guðmundar Óla. Oft reyndum við Hörður að líta eftir því hvað það var í ásetu Guðmundar sem gerði hann svona öruggan í hnakknum hvernig sem hrossið lét. Helst var að sjá að Guðmundur væri svo afslappaður í hnakknum að hann gæti auðveldlega fylgt eftir hreyfingum hrossins. Nú kom að aðal ferðinni þ.e. að fara með öll tamningahrossin inn á Hveravelli. Ferðin skyldi hefjast níunda júlí með því að ríða upp í Gýgjarhólskot, en Hörður hafði ekkert á móti því að koma með mér þangað, enda heimasætan bráðskemmtileg og ég held bara nokkuð falleg. Reyndar áttu þau eftir að bindast farsælum tryggðaböndum. Guðmundur Óli hafði ekki tíma til að fara með okkur í þetta ferðalag, en við fengum Guðmund Ingimundarson móðurbróðir Maríu í Skálholti til að fara með okkur. Guðmundur sagðist aðeins ríða sínum hestum og enga ábyrgð taka á tamningahrossum. Hann reyndist okkur jafnvel enn traustari og betri ferðafélagi en við höfðum búist við og þekktum við þó fyrir hans rólyndi og hægu glettni. Frú Annna Magnúsdóttir bjó okkur ríkulega út með nesti í tvær vandaðar klyftöskur sem Hörður hafði fengið lánaðar hjá Sigurði á Bjarnastöðum. Guðmundur skutlaði svo farangrinum upp í Gýgjarhólskot, en þar áttum við geymdar tvær ginflöskur sem við stungum með hvorri í sína tösku og ætluðum að hafa til að dreypa á með vörðunum á Hveravöllum þegar við hvfldum trippin og okkur þar í tvo sólarhringa. Hjá okkur kom ekki til greina að smakka áfengi á meðan við værum að temja. Morguninn eftir vorum við snemma á fótum, bjugg- um klyftöskumar upp á taminn og stilltan hest og riðum af stað austur fyrir túnið í Gýgjarhólskoti. Það höfðu verið hlýindi og þur- rkur en þykknaði í lofti um nóttina með dökkum skúrak- lökkum. Skyndilega hvolfdist yfir skúr með þru- mum og eldingum. Trippin urðu mjög hrædd og þeyt- tust í smáhópum í allar áttir og eitthvað aflagaðist á trússinum. Við náðum þessu nú öllu saman og lögðum upp á ný. Héldum við sem leið lá með góðum hvfldum áleiðis í Hvítárnes. Okkur þótti gott til þess að hugsa að nú værum við búnir að ljúka af óhöppum og erfiðleikum. Á Geirsflöt var síðasti áningarstaðurinn áður en við lögðum á Bláfellsháls. Trússin settum við á rauðbles- óttan stólpagrip sem við nefndum ævinlega gælunafninu Robba en Sigurður Erlendsson hafði keypt hestinn af Róbert Róbertssyni. Seinna fékk hesturinn nafnið Geisli. Ég lagði afturámóti á rauðan hest frá Úthlíð sem hafði verið hálfgerður heimalingur. Hesturinn var spakur og þægur en vildi mikið ráða sér sjálfur, setti gjaman hausinn niður að jörð ef honum líkaði ekki hvert farið var, t.d. ef riðið var fyrir hross sem leitaði út úr hópnum. Ekki var sparað að beita þeim rauða í þannig snúninga upp Hálsinn, enda fékk margur steinninn högg frá nösum hans. Síðasta spölinn upp að vörðu var hann líka orðinn allt annar hestur og hélst það a.m.k. á meðan ég brúkaði hann. Þegar inn fyrir Svartá kom voru sum Tungnahrossin farin að kannast við sig, enda höfðu mörg þeirra gengið Hörður og Sigurður Erlendsson í útreið Loga um Hrunamannahrepp. Litli Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.