Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 28
sem unghross að sumrinu í Hvítárnesi og vildu fara að greikka sporið, sem við létum eftir þeim. Robbi var framar- lega í hópnum en snögglega steyptist hann um stein og hafði endaskipti þannig að hausinn snéri til suðurs og fæturnir upp í loftið. Töskurnar héldu við síðurnar svo Robbi gat enga björg sér veitt. Mikið urðum við fegnir þegar við fundum að allt sem okkur var sárast um var óbrotið í töskunum. I Hvítámesi var einhver girðingarnefna, en heimahrossin voru áköf að komast í stóðið í Nesinu svo ekki varð mikið úr svefni. Lögðum við því snemma af stað en stoppuðum oft og lengi á leiðinni inn með Tjarná og Fúlukvísl því við höfðum góðan tíma til að dóla í næsta náttstað, sem skyldu vera Þjófadalir. Allt gekk vel þar til komið var innarlega í hraunið framan undir Þjófadalakjaftinum. Sáum við þá hvar Robbi var rammfældur með klyftöskumar. Hann stökk ýmist til eða frá eða í mismunandi stóra hringi með feikn- ar skvettum innan um trippin og linnti ekki látum fyrr en hann var búinn að losa sig við töskur og klyfsöðul á víð og dreif urn hraunið. Trippin urðu logandi hrædd og stukku hvert í sína áttina. Okkar fyrsta verk var að ná hrossunum saman og gátum við róað þau niður á grasbala vestur við Fúlukvísl þar sem Guðmundur gætti þeirra á meðan við Hörður huguðum að farangrinum. Það var mesta furða hve mikið við fundum af nestinu óskemmdu, eins og það hafði dreifst mikið og víða, enda vel frá því gengið hjá Önnu. Báðar flöskurnar voru hins vegar brotnar og ég náði aðeins svolítilli lögg á pela í töskuhorni. Það var svo vont á bragðið að óhugsandi var að drekka það og fór það á eftir hinu víninu í Kjalhraun. Enn nagar samviskan mig þegar ég hugsa til þess hvernig þessi góði klyfbúnaður hans Sigurðar á Bjarnastöðum var útleikinn. Einhvern vegin náðum við að tjasla þessu saman og búa það upp á þægan hest. Seiní um kvöldið komum við í Þjófadali, sprettum af og slepptum hrossunum á haga. Samkomulag var hjá okkur Herði um að ég gætti hrossanna fram eftir nóttu en vekti hann síðan til að gæta þeirra á meðan ég leggði mig. Eg nuddaði hrossunum í rólegheitum upp í gilkjaft- inn fyrir ofan húsið á meðan þau voru að bíta, þar var góður hagi og betra að passa þau. Þegar ég hafði komið hrossunum nokkum vegin á þann stað sem ég hugsaði mér sá ég hvar tvær ungar konur komu gangandi niður hlíðina vestan við Rauðkoll. Þær voru búnar að vera nokkra sólarhringa í Þjófadölunum og voru að koma frá því að ganga á Rauðkoll í veðurblíðunni. Áhugi þeirra á hrossunum var mikill og ótrúlegt hvað þær, alveg óvanar hestum, náðu fljótt góðu sambandi við þau. Sérstaka rækt lögðu þær við Gráskjóna minn, en hann var auðsjáanlega farinn að hugsa stíft til æskustöðvanna norður á Sleitustöðum í Skagafirði. Þær fengu hann loks til að leggjast og lögðust síðan hjá honum, en ég vappaði kringum hrossin og ýtti við þeim sem leituðu út úr hóp- num. Þegar leið að morgni fór mig að syfja og taldi óhætt fyrir okkur að yfirgefa hrossin um stund. Hörður var þá þegar vaknaður, kom á móti okkur og við röbbuðum svolítið saman. Nú urðu skjót umskipti með hrossin. Gráskjóni rauk á fætur, stökk nokkra hringi og sveigi innan um hrossin og síðan með alla halarófuna á eftir sér inn dalinn. Hörður var snöggur, hljóp á svig við hrossin og náði að komast fyrir flest öll í götunni upp á Þröskuld. Gráskjóni slapp með dálítinn hóp með sér. Hin hrossin voru hreint ekki ánægð að verða eftir. Þau leituðu í nokkrum hópum leiða til að komast upp vinstra megin við Þröskuld. Þar sem einn hópurinn tepptist í gilskoru náði ég Robba og reið honum berbakt þvers og kruss á eftir hrossunum í skriðum og klungri. Þetta var mikill víkingur, enda Húnvetningur að ætt og m.a. alinn upp á haframjöli. Eg var löngu búinn að fyrirgefa honum óhappið daginn áður þegar við höfðum náð hrossunum niður á jafnsléttu. Nú fetuðum við ofurhægt með hrossin niður að sæluhúsi þar sem Guðmundur og konurnar tóku á móti þeim. Þegar við vorum að leggja af stað komu konurnar út með flösku af spönsku eðalvíni og vildu bæta okkur upp hrakfarinar daginn áður með því gefa mér flöskuna. Það kom hik á mig að taka við þessu en þær voru alveg ákveðnar, sögðust ekkert hafa með vín að gera á svona dásamlegum stað, svo ég játaði að tregðan stafaði af minni afdalamennsku en ekki að það vantaði áhugann. Af Þröskuldi sáum við til Gráskjóna með hópinn sinn í Sóleyjadölunum, en hann tók sprettinn um leið og hann varð okkar var. í eftirmiðdaginn fundum við svo hrossahópinn við sauðfjárveikivarnagirðinguna austur undir Blöndu. Það var í rauninni furðulegt að við skyldum ekki hugsa út í það fyrirfram að ekki yrði fengur fyrir verðina að fá okkur til að staldra við í tvo sólarhringa með yfir þijátíu hross. Þeir tóku okkur að vísu ljúfmannlega og sögðu að Guðmundur Ingimundarson. Þórarinn í Fellskoti í baksýn. Litli Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.