Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 29
best væri fyrir okkur að beita hrossunum niður með hveralæknum en þar var engin girðing. Um kvöldið lagðist yfir norðan þokubræla og okkur var ljóst að ef við misstum hross fram í hraunið þá væru þau endanlega töpuð. Þetta var nöturleg nótt og svefninn sótti að mér. Félagamir tóku að sér að passa hrossin einir á meðan ég legði mig um stund í gjótu í hraunkantinum. Ekki leið á löngu þar til ég hrökk upp blautur og kaldur. Mikið langaði mig til að fara í töskuna og fá mér sopa af Spánarvíninu, en slík undanlátsemi kom að sjálfsögðu ekki til greina. Heldur kom ég með þá uppástungu, sem var þegar samþykkt, að við tækjum okkur strax upp og færum að dóla til baka niður í Hvítárnes. Við fórum hægt yfir, stoppuðum oft og sumstaðar lengi, gátum jafnvel fengið okkur kríu til skiptis þegar við komum út úr þokunni og sólin fór að skína. I Hvítámesi áttum við ágæta nótt miðað við aðstæður þó við yrðum að hafa vakandi auga með hrossunum. Eins og venjulega úr nátt- stað og aðal áningarstöðum lögðum við Hörður af stað úr Hvítámesi með þrjú hross hvor og slepptum síðan því hrossi sem við riðum og lögðum á næsta hross. Austan undir Bláfelli, við Sniðbjargar- gil, vantaði okkur að taka ný hross. Leyfðum við hrossunum sem við vorum síðast á að staldra við hjá Guðmundar hrossum á grastó rétt við gilið en nudduðun hinum inn í gilkjaftinn þar sem við töldum okkur fá gott aðhald. Einhver galsi hljóp í trippi sem við vomm að hand- sama og það stökk upp í lausa skriðu ásamt nokkrum félögum. Þau drifu ekki alveg upp því skriðan fór af stað með miklum gauragangi. Öll hrossin fældust svo ekki varð við neitt ráðið. Þau tvístruðust en stukku síðan, ásamt hnakkhestunum, eins og fætur toguðu til baka inn með fjallinu. Dasaðir og orðlausir horfðum við á eftir hrossunum þar til Guðmundur rauf þögnina eftir að vera búinn að fá sér vel í nefið. „Jæja piltar. Nú er mikið verkefni fram- undan.“ „Já, sem við höfum aldrei að leysa,“ fullyrti ég. „Jú, einhvem tíma höfum við það,“ sagði Hörður með stakri ró. Síðan lagði hann til að við skyldum nú njóta fyrirhyggju okkar að taka af trússahestinum og fá okkur bita, þá gætum við skipulagt smölunina. Við töldum víst að Hreppahrossin myndu fljótlega leita niður að Hvítá og við yrðum að treysta því að þau legðu ekki í ána. Gráskjóni myndi örugglega reyna að toga hross með sér innúr, en trúlega færu þau fljótlega að vilja grípa niður og myndu jafnvel staldra við ef þau yrðu ekkert vör við okkur á eftir sér. Þó við næðum hesti sem væri í hópi sem drægist aftur úr eða leitaði niður að Hvítá töldum við vonlaust að komast ríðandi fram fyrir Gráskjóna. Vænlegast væri því að Guðmundur passaði að hrossin kæmust ekki fram fyrir Sniðbjargargil á vaðinu en við Hörður reyndum, á heppilegum stað, að komast fyrir hrossin sem leituðu innúr. Óþarfa klæðnaður var skilin eftir og síðan skundað inn göturnar þar til við sáum til þeirra hrossa sem voru síðust á inneftirleið. Þá hækkuðum við okkur í hlíðinni og gætt- um þess að þau sæu okkur ekki, einkum vorum við varkárir þegar við vorum komnir á móts við fyrsta hópinn. Ekki man ég nákvæmlega hve innarlega við vorum þegar vogandi var að fara í veg fyrir hrossin. Líklega var það á Tæpastíg. Gráskjóni var alveg undrandi þegar við komum á móti honum innan að og hann mætti okkur þama. Hann sem taldi sig endanlega vera búinn að stinga okkur af og ekkert væri í vegi að fá einhver hross með sér norður í Skagafjörð. Eða var hann í aðra röndina feginn að hitta okkur ? Að minnsta kosti þáði hann brauð og hafði ekkert á móti því að ég tæki hann, en hann var ekki vanur að þiggja neitt ef hann ætlaði ekki að láta taka sig. Nú dóluðum við hrossunum til baka og Hörður náði í Hreppahrossin niður að Hvítá. I ljós kom að tveir hnakkar voru undir kvið og af þeim voru týnd þrjú ístöð með ólum. Eina hnakktösku van- taði, nokkuð af fötum sem höfðu verið fest aftan við hnakkana og eitthvað hafði slitnað af taumum. Þegar við komum fram að Sniðbjarg- argili höfðum við fundið allt sem máli skipti nema eitt ístað með ól. A grasflöt nokkuð innan við gilið tók ég að mér að passa hrossin á meðan þeir Guðmundur og Hörður leituðu að ístaðinu. Ég hafði hnakk á reiðfæru hrossi sem ég notaði eftir þörfum og hafði Gráskjóna í taumi, því þá var alltaf möguleiki að leggja á hann ef í harðbakkan slægi. Eftir nokkrar klukkustundir komu þeir aftur félagarnir og heldur hróðu- gir því þeir fundu ístaðið. Við Hörður tókum okkur nú þrjú hross hvor og völd- um þau sem ekki var rétt að ríða langt í einu, því fyrirhugað var að stoppa vel við gamla kofann í Fremstaveri og taka þar önnur þrjú hvor, svolítið öflugri, sem dygðu fram í Sultarkrika. Allt gekk eftir og eitthvað var komið fram á nótt þegar mál var að leggja upp úr Krikanum. Þá kvað Hörður uppúr með það að við værum búnir að temja nóg í dag. Nú skyldum við taka okkur tamin hross og ríða þeim til byggða og þá væri ekkert til Hörður glímir við Skjónufrá Sandlœk. Litli Bergþór 29

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.