Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 4
Formannspistill Meðal efnis í nýjasta blaði UMFÍ, Skinfaxa, er sagt frá 43. sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var á Sauðárkróki 19. -20. okt. Sagt er frá því að þingið hafi verið líflegt og málefnalegt og hart tekist á um mörg mál sem þar voru á dagskrá. Þess má geta að Tungnamaðurinn Bjöm B. Jónsson var einróma endurkjörinn formaður UMFI og óskum við honum innilega til hamingju með það. Einnig er sagt frá undirbúningi landsmóts 8.-11. júlí 2004, sem verður á Sauðárkróki og að undirbúningur sé í fullum gangi meðal annars nýr og glæsilegur íþróttaleikvangur verði tekinn í notkun og ýmsar aðrar framkvæmdir til undirbúnings mótsins. Gaman væri að einhverjir ung- mennafélagar sæju sér fært að fara þangað og taka þátt í mótinu sem eflaust yrði þeim ógleymanlegt. Einnig kemur fram í blaðinu að forrystumenn UMFÍ ætli að gera sér ferð um landið í vetur og er tilgangurinn að komast í meiri snertingu við og fylgjast með innra starfi sambanda og félaga innan UMFÍ. Rætt verður óformlega við forystumenn héraðssamband-^— anna um starfið og einnig er ætlun að /^lhugsa ykkar um hitta fulltrúa sveitarstjórna til að leggja ( hátíðarnar. áherslu á það mikla starf sem innt er af \.^ Gleðileg hendi innan UMFÍ og aðkomu sveitarfélaga að rekstri íþrótta- og ungmennafélaga. í viðtali við Björn B. Jónsson í blaðinu er hann er spurður um eina af þeim tillögum sem fyrir þinginu lá, en þar skorar þingið á ríki og sveitarfélög að trygg- ja öldruðum aðstöðu til íþróttaiðkunnar. í svari Björns kemur fram að mikilvægt sé að allir hafi tækifæri til þess að stunda líkamsrækt og ekki síst þeir sem eru farnir að reskjast og þurfi að hafa meira fyrir því en þeir sem yngri eru. Holl hreyfing eigi að vera lífsstíll allra en þá þurfi aðstaðan líka að vera til staðar. Eg vitna í þetta viðtal vegna þess að í íþróttamið- stöðinni okkar eru hlutir sem betur mættu fara, þá er ég að hugsa um bætta aðstöðu fyrir aldraða og einnig þá sem hafa skerta hreyfigetu svo þeir megi betur fá notið aðstöðunnar sér til ánægju og heilsubótar. Iþróttadeildin hefur skipulagt æfingar í íþróttamiðstöðinni og hafa þær verið vel sóttar þó eflaust sé pláss fyrir fleiri iðkendur á öllum aldri. Búið er að kaupa sérstaka dýnu fyrir fimleikakennslu og æfingar og er það sérstakt ánægjuefni þegar hægt er að bæta við fleiri tækjum og tólum í íþróttahúsið og með því víkka út fjölbreytni og möguleika til handa iðkendum. Eg vil minnast á þær mannabreytingar sem hafa orðið á umsjón með íþróttamiðstöðinni og þakka Rut Guðmundsdóttur fyrir ágætt samstarf fyrir hönd Ung- mennafélagsins og bjóða Guðrúnu Hárlaugs- dóttur velkomna í starfið og óska henni og öðru starfsfólki velgengni. Það þarf vart að árétta þá miklu ábyrgð sem hvílir á starfsfólki í eftirliti á öllum öryggisþáttum í íþróttamiðstöðinni. Að lokum vil ég hvetja alla íbúa sveitar- félagsins til þess að nota sundlaugina og íþróttahúsið meira á komandi ári. Lesendum óska ég gleðilegrar jólahátíðar og farsæls nýs árs. Guttormur Bjarnason formaður Heimasímar: Lottur: 486 8812 8531289 VÉLAVERKSTÆOI ________Heimasímar: Guðmundur: 486 8817 , Helgi: 482 3182 IÐU • BISKUPSTUNCUM SlMI 486-8840 • FAX 486-8778 KT. 490179-0549 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir - Smurþjónusta Olíusíur í bíla og dráttarvélar Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.