Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Nú verður greint frá því helsta sem fréttnæmt er í Biskups- tungum frá júní og fram í nóvember. Segja má að ekkert lát sé á veðurblíðunni, júní var hlýr og dá- góðar gróðraskúrir öðru hvoru. Uxu þá grös, blóm og tré mikið, og hófu sumir bændur slátt um miðjan júní, en flestir voru byijaðir áður en sá mánuður var á enda. Þurrkur var nægur fram í júlí til að visa nóg úr heyi sem pakkaða var í plast. tír því var nokkuð vætusamt en hlýtt og yfirleitt logn. Góð spretta var allt sumarið og var víða farið að slá há fyrir lok júlí og sums staðar var þörf á að slá í þriðja sinn. Tré stækkuðu mikið og er jafnvel farið að kvarta undan því að þau byrgi útsýn til baga. Einkum er það ösp sem teygir sig hátt í loft upp. Skilyrði til útiræktunar garðávaxta voru góð og uppskera kartaflna, annarra rótarávaxta og káls með mesta móti. Hlýindi héldust fram í október og var frost tæplega umtalsvert fyrr en í nóvember og aðeins snjóföl stöku sinnum sem hvarf fljótt. Helstu vandkvæði sem þessu fylgdu var líflegt skordýralíf og ergðu bæði húsflugur og mýbit fólk alveg fram á haust. Á hvítasunnudag voru fermd 5 ungmenni í Skálholtskirkju, öll nema eitt úr Skálholtssókn. I júní flutti fólk frá ýmsum löndum tónlist í Skálholtskirkju. Fyrst fluttu Steingrímur Þórhallsson, Matin Frewer og Dean Ferrel Rósinkranssónötur eftir Heinrich Ignaz Biber á orgel, fiðlu og kontrabassa. Síðan hélt kór frá Appelton í Wisconsin í Bandaríkjunum tónleika og seinna kór frá Slóveníu og enn síðar ítalskur kór, Liberia Cantoria pisni. Þjóðhátíð hófst að vanda með messu í Torfastaðakirkju, en svo var hátíðarsamkoma í íþróttahúsinu í Reykholti, þar sem Björt Ólafsdóttir, nýstúdent á Torfastöðum, flutti hátíðarræðu. Um kvöldið var „fjölskyldugrill" á Klettinum og „diskó“í Aratungu fram á rauða nótt. Menningin var mest stunduð í Skálholti í sumar, og bar þar hæst Skálholtshátíð á Þorláksmessu á sumri, þar sem jafnframt var haldið upp á 40 ára afmæli kirkju og kórs með vandaðri dagskrá, og sumartónleika um helgar yfir hásumarið. Snemma í nóvember var efnt til menningarvöku á Klettinum, Þar sem Þórarinn Hjartarson frá Tjöm í Svarfaðardal kynnti Pál Ólafsson með umfjöllun, ljóðalestri og söng. Síðar í þeim sama mánuði var boðið til tónleika í Skálhotskirkju, og fluttu þar kammerkórar Reykjavíkur og Nýja Tónlistarskólans messu í G-dúr eftir Frans Schubert og Staba mater eftir Pergolesi. Sigurður Bragason stjómaði en Bjarni Þ. Jónatansson lék á orgel. Dýraleitarmenn unnu þrjú tófugreni í vor. Þau vora í landi Spóastaða, í Blákötluholti við mörk Amarholts og Kjaransstaða og í títhlíðarhrauni. Náðu þeir 4 fullorðnum dýrum og 11 yrðlingum við grenin og að auki einu hlaupadýri. Talið er að í sumar og haust hafi sést merki um að lágfóta hafi verið í grenjum á Tunguheiði og á Framafrétti, og nokkuð hefur orðið vart við tófur á ferð í byggð. Byggingaframkvæmdir eru mestar í Reykholtshverfi. I því norðanverðu er búið að flytja í hús sem grunnur hafði verið lagður að í vor og tveir grunnar bíða húsa. I sunnanverðu hverfinu er búið að reisa tvö parhús, með tveimur íbúðum hvort, gmnnur er lagður að því þriðja af sama tagi og eitt einbýlishús er komið þar á grunn. Á þessum slóðum er verið að endurbæta götur og bæta við þær. Eitt hús er að rísa í Laugarási. Frístundahús em byggð hvert af öðru hér og hvar, mest á jörðunum sunnan og norðan Reykholts. í sumar hefur verið reistur dálítill turn með allháu mastri á Háafjalli í Gýgjarhólskoti. Það kvað vera símstöð frá Og vodafone. Síðsumars og í haust hafa staðið yfir framkvæmdir við heim- reið, hlað og kirkjugarð á Torfastöðum. Þetta er sam- starfsverkefni Vegagerðar ríkisins, bænda á Torfastöðum, Bláskógabyggðar og Torfastaðakirkjugarðs. Heimreiðin hefur verið byggð upp, skipt um jarðveg í hlaði og væntanlegum bifreiðastæðum við kirkjuna, og er gert ráð fyrir að á þetta komi Torfastaðakirkja með nýjan turn. varanlegt slitlag næsta sumar. Einnig hefur verið undirbúið að stækka kirkjugarðinn verulega, og er áformað að ljúka því verki næsta vor. I sumar hefur verið grafið í gamlar rústir sunnan við kirkju- garðinn í Skálholti. Þar eru minjar um skólahald fyrr á tíð, ýmis- legt fleira frá því þar var biskupssetur, hlöðu frá byrjun síðustu aldar og jafnvel steinsteypta votheysgryfju. Þeim sem þarna hafa átt leið um hefur verið gefinn kostur á að fylgjast með upp- greftrinum og fá skýringar á því sem þar er að sjá. Fyrir veturinn voru minjarnar þaktar að hluta, en þar sjást grjótveggir og allt er þetta skýrt út á upplýsingaskilti. Áfram er haldið uppbyggingu Kjalvegar, og hefur síðasti spölurinn inn að Sandá verið hlaðinn upp í haust og áformað er að sprengja rauf í Djúphóla fyrir sunnan brúna. Haft hefur verið eftir vegagerðarmönnum að olíumöl verði sett á veginn frá Gullfossi að Sandá næsta sumar. Fjárleitum í haust var hagað með hefðbundnum hætti. í fyrstu leit á Biskupstungnaafrétt var farið 6. september og Tungna- réttardagur viku seinna. Fjallmenn fengu gott veður og flesta daga fádæma blíðu og töldu að vel hefði smalast. Á réttardaginn var svolítil væta en hlýtt og lygnt. Margmennt var í réttunum þó líklega hafi verið þar fleiri undanfarin ár. Eftirsafn fór fram 27. og 28. september. Þá var veðurblíða og leituðu þeir sex sem til þess voru kvaddir ásamt álíka mörgum sjálfboðaliðum allt frá Svartárbotnum til afréttargirðingar og fundu 18 kindur. Þriðjuleitarmenn héldu til fjalla 10. október og leituðu allan afrétt- inn við góðar aðstæður, veðurblíðu og snjóleysi. Þeir fundu fjórar kindur í Fremstaveri og fimm í Ásbrandshólma, sem er austan við Haukadalsheiði. Það var ær frá Ósabakka á Skeiðum með tvö ómörkuð lömb og tvær veturgamlar kindur, hrút og gimbur. Þótti sýnt að þær hefðu gengið úti síðastliðinn vetur. Á Haukdalsheiði fundu Hlíðamenn í haust þrílembu með ómörkuðum lömbum. Er talið að það sé sú sama og sást í kringum Laugarfell og í túninu í Helludal í vor. Sagt er að lömbin hafi öll vegið yfir 50 kg þegar þau heimtust. Fé var yfirleitt talið með vænsta móti í haust. Sölubúð og olíustöð í Laugarási var lokað í október og mun óljóst hvort slík þjónusta verður þar á næstunni. í haust var eldsneytisdælum við Bjarnabúð breytt á þann veg að ekki er lengur unnt að fá þar bensín eða dísilolíu nema með greiðslukorti, og munu ýmsir hafa þurft að grafa upp svonefnt pin-númer greiðslukorta sinna, því án þeirra gera dælumar ekkert. Unnt er þó að kaupa kort i versluninni og fá út á þau eldsneyti. Hárlaugur Ingvarsson, bóndi í Hlíðartúni, lést í byrjun septem- ber og Grétar Bíldsfells Grímsson, bóndi á Syðri-Reykjum, upp úr miðjum þeim mánuði. títför þeirra beggja fór fram í Skálholts- kirkju og þeir voru jarðaðir á Torfastöðum. A. K. Litli Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.