Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 7
Húsmœðraskólinn á Hallonnsstað áfyrstu árum hans. magni. Úr því varð aldrei, en það var sótt um skólavist fyrir mig í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Eg komst þó ekki inn strax, því ákvæði var um að nemendur yrðu að hafa starfað í a.m.k. eitt ár í ylræktarstöð, áður en þeir fengu inngöngu í skólann. Það var því fyrir milligöngu frú Sigurlaugar á Torfastöðum, sem var skólasystir fóstru minnar úr Kvennaskólanum, að ég fékk vist hjá hjónunum Stefáni og Áslaugu á Syðri-Reykjum, kom þar um áramótin 1940-'41. Og þar ílentist ég og fór svo að ég var hjá þeim í alls 5 ár. Dvölin á Syðri-Reykjum var góður skóli. Þar var þá önnur stærsta garðyrkjustöð á landinu á eftir Garðyrkju- skólanum og var stunduð fjölbreytt ræktun. Þar vann fjöldi manns, meðal annarra mjög færir ræktunarmenn, danskir, hollenskir, norskir og sænskir, auk margra Tungnamanna, Karlpeningurinn á Hallormsstað milli 1930 og 1940. I aftari röð: Hrafn Sveinbjaniarson, ráðsmaður, Benedikt Blöndal, fóstri Skúla og Karl Jónsson, smiður. Sitjandi: Félagamir Sigurður Blöndal og Skúli. Skúli var þá kyndari við skólann, en kynt var með viði úr skóginum. sem unnu ýmis störf og við uppbyggingu mannvirkja, því alltaf var verið að byggja og stækka. Unnu þama milli 15 og 20 manns þegar mest var. Allt var mjög skipulagt og þegar ég byrjaði að vinna, man ég að við vorum sérstaklega áminntir um stundvísi. En svo gekk allt mjög ljúfmannlega fyrir sig enda Stefán og Áslaug alveg einstakir húsbændur. Stefán sá til þess að ég og annar strákur, sem höfðum mikinn áhuga á blómarækt, fengum sérstaka kennslu hjá hollenska garðyrkjufræðingnum. Og eftir árs dvöl þarna þóttist ég bara vera orðinn nokkuð menntaður maður og fór ekki á garðyrkjuskólann. Tíminn á S-Reykjum var einhver allra besti tími sem ég hef upplifað, bæði skemmtilegur og lærdómsríkur vegna þess fjölmennis, sem þar var og þarna kynntist ég fjölda Skúli í hópi starfstúlkna á Syðri-Reykjum. Tungnamanna, sem varð til þess að ég fór að sækja mann- fagnaði og fundi og falla inn í umhverfið. Eg átti gott með að kynnast þeim, því þá var ekki síminn, tölvur eða sjón- varp, og maður var manns gaman. Þá var líka allt hand- rukkað og forsvarsmenn yfirvalda, eins og Þorsteinn á Vatnsleysu, Einar í Holtakotum og Skúli í Tungu komu a. m. k. einu sinni á ári að rukka verkafólkið um tryggingar, skatta og þess háttar. Minnkaskott þurfti að fara með til Skúla í Tungu. Ég man að einhverju sinni vildi svo til að ég hafði drepið 2 minnka, en það voru ekki ferðir í Bræðratungu daglega svo ég geymdi skottin og loks þegar ég ætlaði með þau, hafði ég týnt öðru þeirra. Ég fór samt með hitt skottið og Skúli tók mér ljúfmannlega og borgaði það. Þegar ég var að fara gat ég þess að minnkarnir hefðu nú reyndar verið tveir, en annað skottið hefði glatast. Skúli leit þá á mig, brosti við og sagði, „Nú þú verður auðvitað að fá greitt fyrir bæði skottin, ég sé það á þér að þú segir satt um þetta nafni“. Svona var Skúli, hann treysti mönn- um. Ég lenti einu sinni í því að vera í sóknarnefnd eftir að ég kom hér niður í Laugarás og þurfti þá að rukka kirkjugarðsgjöld. Það tók mörg kvöld, bara hér í hverfinu, því það þurfti líka að spjalla og drekka kaffi. Einhvern- Litli Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.