Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 9
Skúli: Ja stórt er spurt! - Það blæs svosum ekki byrlega núna. Ef vel gengur í einni tegund garðyrkju haugast allir í það og kæfa hvern annan. Svo gerir innflutningur garðyrkjubændum erfitt fyrir og ansi hætt við að svo verði áfram. Eina bjargræðið ef Guðni ráðherra gerir einhverjar rúsínur! En þeir ráða ekki við þetta. Það á allt að vera svo opið og þótt við Islendingar setjum reglur, koma aðrar reglur frá Evrópusambandinu, sem ganga yfir okkur öll. — Annars vil ég helst ekki sjá annað en það sem mér er hagstætt og sé því ekki annað en að garðyrkjan eigi eftir að blómstra enn og aftur og verða áfram lífsbjörg okkar sem að henni vinnum. Hús Skúla í Hveratúni, eins og það lítur út nú í trjálundinum. sagt vel um þig hér í faðmi fjölskyldun- nar? Skúli: Jú, jú. Ég er sjálfs míns herra hér í húsinu og get alveg eldað sjálfur. En börnin eru dugleg að bera í mig mat, svo ég hef varla undan! Sérstaklega er hún Ásta dugleg að koma. Ég vinn ennþá alla daga, er að dunda eitthvað mér til heilsubótar. Mér finnst mikilvægt að hreyfa mig og hafa áhuga á ein- hverju. Það er ómögulegt að leggjast í rúmið! L-B: Hvað flnnst þér um þróunina í garðyrkjunni og hvernig er framtíðarsýnin? Tungnamönnum gleðilegra jóla og farsældar í framtíðinni, með þökk fyrir mig. Þeir hafa eiginlega alið mig upp og eiga því þakkrir skildar! Og með þessar árnaðaróskir í farteskinu þakkar blaðamaður fyrir góðar móttökur og skemmtilegt spjall við þennan aldna höfðingja. Geirþrúður Sighvatsdóttir skráði. Fjölskyldan í Hveratúni: aftari röðf.v.: Ásta, Sigrún, Páll, Benedikt og Magnús. Guðný og Skúli fyrirframan. Laugarási. Elst er Elín Ásta, fædd 1947, gift Gústaf Sæland frá Espiflöt. Þau búa hér á Sólveigarstöðum, eru með blómarækt og eiga 4 böm, Skúla, Eink, Huldu og Guðna Pál. Skúli býr með fjölskyldu sinni hér í Varmagerði í Laugarási. Næst er Sigrún Ingibjörg, fædd '49. Hún býr á Selfossi, vinnur á tannlæknastofu og er gift Ara Bergsteinssyni sálfræðingi, syni Bergsteins á Laugarvatni. Þau eiga 3 stráka, Agnar Öm, Bergstein og Skúla. Þriðji er Páll Magnús, fæddur 1953, kvæntur Dröfn Þorvaldsdóttur og þau búa hér í Kvistholti í Laugarási. Þau eiga 4 börn: Egil Árna, Þorvald Skúla, Guðnýju Rut og Brynjar Stein. Páll er kennari og er nú aðstoðarskólastjóri við Menntaskólann að Laugarvatni. Síðan er Benedikt fjórði í röðinni, kvæntur Kristínu Sigurðardóttur frá Vatnsleysu og þau búa í Kirkjuholti hér í Laugarási. Böm þeirra era þrjú, Bergþóra Kristín, Valgerður Björk og Sigurður Skúli. Benedikt er nú veitustjóri hér í samein- uðum hreppum Bláskógabyggðar. Og yngstur er Magnús, fæddur 1959. - Ekki er nú andagiftin mikil sagði Jón Vídalín nágranni okkar, þegar við skírðum Magnús og vorum áður búin að skíra Pál Magnús! - Magnús er giftur Sigurlaugu Sigurmundsdóttur og býr, eins og ég sagði áðan, hér í Hveratúni. Þau eiga 5 börn: Elínu Ingibjörgu, Guðnýju Þórfríði, Herdísi Önnu, Skúla og Maríni. Eins og þú sérð, er þetta orðinn heil mikill hópur og svo era barnabarnabörnin lfka orðin nokkur. L-B: Það fer sem- Svipmynd úr gróðurhúsi. L-B: Átt þú þér einhver áhugamál önnur en garðyrkjuna? Skúli: Nei, ætli það. Þetta snýst allt um garðyrkjuna. Það væri þá ekki nema að lesa og fylgjast með. Hér áður fyrr fékk ég tækifæri til að kynnast fólki og hrataðist þá stundum í nefndir og vesenaðist í félagsmálum og logaði af áhuga á meðan. En það er eðlilega ekki lengur. Ég læt dug að mæta á Lions-fundi núorðið. L-B: Er eitthvað sem þú vildir segja að lokum? Skúli: Ja, ekki nema óska Litli Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.