Litli Bergþór - 01.12.2003, Page 10

Litli Bergþór - 01.12.2003, Page 10
Starfsemi Landgræðslufélags Biskupstungna 2003 Starfsemi ársins 2003 hjá félaginu hefur verið að mestu að halda áfram þeim 11 verkefnum sem eru í gangi. Þ. 12. maí mætti stjómin á fund með mönnum frá Landgræðslunni til að skipuleggja starf sumarsins. A þeim fundi kom fram að búið væri að fá vilyrði fyrir styrkjum til rúlludreifingar, 400.000 kr. úr pokasjóði og 200.000 kr. úr Landbótasjóði. Þetta varð til þess að hægt var að halda áfram við uppgræðslu með því að dreifa heyi í rofabörð. Dreift var um 50 tonnum af áburði og 300 kg af fræi á landi í afréttinum í sumar. Mest var það (30 tonn) á vegum sauðfjárbænda á framafréttinum. Lokið var rúlludreifingu í börðin innan girðingar í Sandvatnshlíð og aðeins dreift í börð utan girðingar- innar. í girðingunni við Sandvatnshlíð er búið að dreifa heyi í þau börð sem þar eru og mögulegt er að Rúlludreifing koma heyi í. Þar er gróður mjög gróskumikill enda hefur verið vel borið á. Nú verður tíminn að leiða í ljós hvernig þetta þróast. Líklegt er að fylgjast verði með þessum börðum og bæta í þau sár sem alltaf myndast þegar verið er að eiga við svo há rofabörð eins og þarna eru. Fenginn var maður frá skógræktinni, Böðvar Guðmundsson, til að taka út girðinguna í Rótarmanna- gili og kom skýrsla frá honum um málið. Megin niðurstaða hennar var að planta í girðinguna birki. Andrés Arnalds frá Landgræðslunni tók einning út árangur landgræðslu á Biskupstungnaafrétti og sagði árangur í meigindráttum góðan. Uppgræðsla á Tunguheiði hefur nokkur setið á hakanum síðustu 2 ár. En þar er mikil gróska í lúpín- unni. Graslendi er heldur dapurt þar sem ekki hefur verið borið á það. Nú er á dagskrá að vera nær ein- göngu með lúpínu til uppgræðslu á því svæði. Þar hefur verið erfitt að fara um allt svæðið en nú er búið að ráða bót á því. I haust var rudd braut um norður- og austurhluta svæðisins sem lítið hefur verið unnið á hingað til. Sæsta verkefni sem félagið hefur staðið fyrir sjálft er rúlludreifing á Svarártorfur og Tjamheiðarbrún. I sumar var farið með um 300 rúllur frá nokkrum bæjum í sveitinni. Mest var flutt á vörubíl með tengi- vagni, en einnig á rúlluvögnum aftan í dráttarvélum um leið og farið var að dreifa heyi á svæðið. Voru þeir Ingvi á Spóastöðum og Eiríkur í Gýgjarhólskoti í 4 daga að dreifa þessum rúllum. Fyrstu tvo dagana vöru unglingar frá Landgræðslunni að hjálpa þeim, en tvo þá seinni voru það Spóastaðafeðgar þeir Þorfinnur og Garðar sem voru þeim til aðstoðar. Það svæði sem aðallega var dreift á í sumar er í sunnanverða Tjamheiðarbrúnina, en þar liggur mikið verk fyrir höndum ef stöðva á uppblástur þar. Svo er einnig að verða þó nokkurt verk að fylgja því eftir sem búið er að dreifa í, með því að sá í það og bera á. Þann 22. september kom stjórn félagsins á fund með sauðfjárbændum og fulltrúum Landgræðslunnar til að fjalla um landbótaþátt gæðastýringar í sauðfé í tengslum við afréttamot. I kjölfar þess fundar var félaginu falið af byggðaráði að semja landbótáætlun á B iskupstungnaafrétti. Aðalfundur félagsins var haldinn 28. oktober síðast liðinn og kom héraðsfulltúinn og Landgræðslustóri á fundinn. Jón Eiríksson frá Vorsabæ á Skeiðum kom og sagði frá fyrstu uppgæðslu á Islandi sem kostuð var með almannafé, það var uppgræðsla á Reykjasandi á Skeiðum. A þeim fundi urðu breytingar á stjórn félagsins. Samkvæmt samþykktum félagsins má maður ekki sitja í stjórn meira en 3 kjörtímabil og var komið að Þorfinni að ganga úr stjóm. I hans stað var Guðmundur Ingólfsson á Iðu kosinn. í stjóm em þá Arnheiður Gýgjarhólskoti formaður, Margeir Brú gjaldkeri og Guðmundur Iðu ritari. Arnheiður Þórðardóttir Rúllur við Svartártorfur. Litli Bergþór 1Q.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.