Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 13
Hlíðabœndur í Kerlingarfjöllum. Sigurður í Rauðaskógi, Óskar á Brekku og Sighvatur á Miðhúsum. ekki skinið úti, þá var sól í sinni og virtust flest allir glaðir og ánægðir með ferðina. Læt ég nokkrar af þeim vísum, sem farið var með, fljóta hér með til skemmtunar: Jón orti um Gísla heitinn oddvita á leið á fjall: Einhverntíman týndust Gísli og Eyja í eftirleit, lentu í elt- ingarleik við kindur. Meðan hinir biðu í kofanum og ornuðu sér við kaffi og vín, orti Jón: Held ég fátt — en hugsa þó, hvað eru þau að rísla? Ósköp verður Eyja mjó, undir honum Gísla! Er þá fátt talið af þeim vísum, sem Jón fór með í þessari ferð. Halldóri á Litla-Fljóti fannst mikið til koma andagiftar Jóns og orti: Eg hefði nú líka getað hnoðað einhverju saman. Andagiftin er hans Jóns, ekki smá í sniðum. Svoddan verður síst til tjóns á sólarlitlum miðum. H.Þ. Sigurjón Kristinsson minntist dvalar á fjöllum og orti eitt sinn á leið heim að loknu sumarstarfi sem umsjónamaður sæluhúsa á Biskupstungnaafrétti: Fjöllin opna faðminn sinn, fellur Kári leiður. Allur brosir oddvitinn eins og hann er breiður. J.K. Lfmsögn um eftirleit eftir Jón: Hesturinn hét Köttur. Ferðin reyndist fremur greið, flest allt gekk í spretti. Hugurinn bar mig hálfa leið, hitt fór ég á Ketti. J.K. Önnur vísa um Kött: Köttur heitir klárinn minn, sem kann ég vel að ríða. Hann er eins og eigandinn ónýtur að bíða! J.K. Oft reyndist vel að leggja af stað í leitir í leiðinlegu veðri, því þá lá vel á fólki þegar veðrið batnaði. Fylgdi því stundum brennivínsdrykkja og þurfti þá að reka á eftir. Nú er blíðan brostin á, brosa hlíðar fjalla. Ætli við ríðum ekki þá, annað þíðir varla. J.K. Flyt ég heim af köldum Kili kominn suður í Fremstaver. Nú er þetta búið í bili, birtist næsta sumar hér. S.K. Sigurður á Heiði hafði tapað húfu forkunnargóðri í síðustu fjallaferð með Erlingi, að Fjallabaki, í sumar, og heimti hana aftur í þessarri. Jón orti um það: Heppnina ég greina gat, Gladdist sérhver maður. Siggi heimti höfuðfat, Hann varð ofsaglaður. J.K. Að Hótel Geysi vorum við komin rúmlega 7, alveg passlega í kvöldverðinn, sem var grill-hlaðborð, með forréttum, aðalréttum, eftir- réttum og kaffi í boði Kvenfélagsins og Már á Geysi bauð koníak með kaffinu á eftir fyrir alla. Rútan var greidd af hreppnum að vanda. Heim í Reykholt vorum við komin um kl. 21.30 glöð og kát og höfðu þá allar tímaáætlanir staðist! Við kvenfélagskonurnar þökkum gamla fólkinu kærlega fyrir samveruna og frábæra skemmtun. Þrúða og Kristín. Múrverk Plotiuslípun Hellulagnir Flísalagnir Leiga á jarúvegsþjöppu Leiga á vinnupöllum Leiga á slípivél Símar 48G B71B og 833 G737 Helgi Árnason múrari . Litli Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.