Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 14
Obyggðamál Óbyggðanefnd, sem er þriggja manna nefnd skipuð af forsætisráðherra til að úrskurða mörk þjóðlenda, felldi úrskurð um þessi mörk í Árnessýslu 21. mars sl. í stórum dráttum var þessi úrskurður á þann veg að þjóðlendumörk fylgdu landamörkum frá Hagafelli að Hvítá, en afrétturinn þar fyrir norðan var úrskurðaður þjóðlenda, en bændur hefðu þar hefðbundinn beitarrétt fyrir búfé og annan nytjarétt sem honum fylgir. Fjármálaráðherra kærði þessa niðurstöðu fyrir hönd ríkisins vegna úrskurðarins um mörk milli þjóðlendu og eignarlanda frá Brúará að Hvítá en sveitarstjórn Bláskógabyggðar vegna úrskurðar um Biskupstungnaafrétt frá Sandá að mörkum á Kili. Héraðsdómur Árnessýslu tók þetta mál fyrir á dómþingi í Haukadal í september. Hófst umfjöllun hans með vettvangsferð. Vettvangsskoðun Að morgni mánudags 1. september var lagt upp frá Hótel Geysi. Þátttakendur voru dómarar Héraðsdóms Suðurlands, ríkislögmaður og aðstoðarmaður hans, Ólafur Bjömsson, lögmaður landeigenda, Mjöll Snæsdóttir, fomleifafræðingur, og leiðsögumennirnir Arnór Karlsson, Björn Sigurðsson, Margeir Ingólfsson og Sveinn Skúlason. Haldið var sem leið liggur upp hjá Gullfossi og inn á Kjalveg. Gerð var grein fyrir hvar Tunguheiði og Hólaland liggja og í stórum dráttum mörk þeirra við Brattholt. Einnig var skýrt frá hvar, hvenær og hvernig búseta var á þessum löndum og hvernig mikill hluti þess hefur nú verið tekinn til uppgræðslu. Rfkislögmaður benti á hvar „kröfulína“ ríkisins liggur. Við Sandá var bent á að hún markaði þjóðlendumörk samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar, og að norðan hennar væri svonefndur Framafréttur. Þar var gerð grein fyrir uppgræðslustarfi Biskupstungnahrepps, bænda í Biskupstungum og Landgræðslu ríkisins á svæðinu norðan Sandár síðustu áratugi. Á leiðinni inn að Bláfellshálsi var lýst leifum af kolagröfum, sem fundist hafa í Brunnalækjartorfum, Rótarmannatorfum, við Grjótá og í Sandvatnshlíð. Ennfremur var bent á hvar elstu mannvistarleifar er að finna í Hellragili og hús fyrir fjallmenn og ferðamenn í Sultarkrika og í Fremstaveri. Einnig var sýnt hvar vegur liggur að jaðri Langjökuls norðan við Jarlhettur, þar sem eru mannvirki sem notuð eru í tengslum við ferðir á jökulinn. Á norðanverðum Bláfellshálsi var stansað til að gefa þátttakendum í ferðinni kost á að tryggja sér fararheill með því að leggja stein í vörðu. Áfram var haldið Kjalveg og yfir Hvítá, Þá er komið á land það sem nefnt er „Afréttur fyrir innan vötn“. Þar var sýnt hvar áður voru vöð og ferjustaður á ánni. Bent var á landgræðslugirðingu Lions- klúbbsins Baldurs í Reykjavík, þar sem félagar hans hafa stundað uppgræðslu og heftingu sandfoks í nær 40 ár. Einnig var gerð grein fyrir hvar búsetuminjar hafa fundist á þessu svæði. Þegar ekið var meðfram Svartártorfum var sýnt hvernig uppblástur hefur verið stöðvaður með því að dreifa heyi í börð. Við Árbúðir, hálendismiðstöð Biskupstungnamanna, var ekið yfir Svartá og stansað í vesturjaðri Tjarnheiðar, þar sem er sæluhús Ferðaféalgs Islands sem kennt er við Hvítámes. Þama var gerð grein fyrir nokkrum þáttum í jarðsögu svæðisins allt frá lokum ísaldar og kenningum um ferðaleið vestan Hvítárvatns. Mjöll Snæsdóttir sýndi bæjarrústir austan við sæluhúsið og greint frá rannsóknum sem á þeim hafa verið gerðar. í sæluhúsinu var sagt frá reimleikum, sem þar hefur oft orðið vart síðustu áratugi. Áfram var ekið norður Kjalveg og sýnt hvar mörk em við afrétt Hrunamanna. Stansað var norðan Innri- Skúta og sýnd nokkur kennileiti á mörkum við Auðkúluheiðarafrétt milli Langjökuls og Hofsjökuls. Einnig var sýnt hvar örlagasaga Reynisstaðarbræðra áfti sér stað, bent á leifar mannvirkja sem tengdust fjárleitum og sýnt hvar verið er að byggja aðstöðu fyrir fjallmenn og ferðamenn í Svartárbotnum. Ekki var haldið lengra í norðurátt en snúið við sömu leið til baka. Þá gafst tækifæri til að greina hvar bolla- lagt hefur verið um uppistöðulón og vatnsvirkjanir á þessu svæði og minjar sem finna má um rannsóknir vegna þeirra. Þegar komið var niður í miðja Hólahaga var haldið vestur svonefndan Línuveg, vestur yfir Ásbrandsá og á Haukadalsheiði. Þar var gerð grein fyrir beitarhúsum og slægjulöndum á þessum slóðum fyrrum og einnig landgræðslu á síðustu áratugum. Einnig var sýnt hvernig lörtd jarða liggja og mannvirki sem þar er að fínna. Á vestanverðri Haukadalsheiði var snúið við og síðan haldið niður í Haukadal. Gerð var grein fyrir byggð þar og skógræktarstarfinu á síðari áratugum. Sýnt var hvar austurhluti lands Helludals liggur. Næst var farið vestur með Hlíðum og greint frá jörðum á þeirri leið. Ekið var upp Miðfellsveg í Uthlíð og sýnt hvar land Uthlíðar liggur og hvar „kröfulína“ ríkisins hefur verið dregin vestan úr Brúarárskörðum í upptök Stakksár sunnan í Bjamarfelli. Farið var norður fyrir Miðfell og þar gerð grein fyrir óskiptu landi jarðanna Uthlíðar 1, Úthlíðar 2, Hrauntúns og Stekkholts. Einnig var sýndur vestur- hluti jarðanna Helludals og Neðradals. Vettvangsferðin endaði í Réttinni í títhlíð og var þar greint enn frekar en áður frá landnámi á þessum slóðum og ýmsu varðandi nytjun og eignarhald á jörðunum. Málflutningur Formlegt dómþing var sett að Hótel Geysi 16. sept- ember kl. 9. Ingveldur Einarsdóttir, dómstjóri, stjóm- aði því, en meðdómendur hennar voru héraðsdómar- amir Amgrímur ísberg og Sigurður Tómas Magnússon. Þennan dag var tekinn fyrir úrskurður Óbggðanefndar um mörk þjóðlendu frá Brúará að Hvítá. Litli Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.