Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 16
í niðurlagi dómsorðanna er skýrt frá að íslenska ríkið skuli greiða stefndu samtals kr. 3.300.000,- í málskostnað og gjafsóknarkostnað. Dómsorð í síðara málinu hefjast á þessa leið: „Felldur er úr gildi úrskurður óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 „Biskupstungnahreppur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi“ frá 21. mars 2002 að því leyti að „afréttur norðan vatna“ á Biskupstungnaafrétti teljist þjóðlenda. Vísað er frá dómi kröfu Bláskógabyggðar um viðurkenningu á beinum eignar- rétti að afrétti norðan vatna." í niðurlagi dómsorðanna kemur fram að íslenska ríkið á að greiða stefnendum, Bláskógabyggð og Svönu Einarsdóttur, samtals kr. 1.400.000,- í máls- kostnað og gjafsóknarkostnað. Niðurstaða Héraðsdóms er því í stuttu máli sú að eignarlönd sunnan Hagavatns, Fars, Sandvatns og Sandár eru óskert, Hagafell og Framafréttur verður þjóðlenda í eigu ríkisins en heimamenn eigi þar beitar- rétt og rétt til að nýta hefðbundin hlunnindi og afréttur norðan vatna sé óskert eign sveitarfélagsins. Mörgum kann að finnast að dómurinn hafi vefengt eignarrétt Bláskógabyggðar á afréttinum norðan vatna. Svo er ekki því þá hefði hann úrskurðað hann þjóðlendu. Verkefni dómsins var hins vegar ekki að úrskurða formlega um eignarrétt, og því var þessu atriði vísað frá dómi. Fjármálaráðherra mun hafa ákveðið að áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar, og hefur því ekki verið sagt síðasta orðið í þessu máli. A. K. Frá íþróttadeild Umf. Bisk. Sumarstarfið var með hefðbundnu sniði þetta árið hjá okkur. Æfingar byrjuðu 10. júní og þeim lauk seinni part- inn í ágúst. Knattspyrnuæfingar voru vinsælar nú sem áður. Þjálfari var Axel Sæland íþróttakennaranemi. Eftir fimleikasýningu - sveitarstj.menn sýndu listir st'nar ásamt böritum. Æfingar voru einu sinni í viku fyrir yngsta hópinn; 1. — 4. bekk. 5. — 10. bekkur æfði tvisvar sinnum í viku og var hópnum skipt í tvennt þ. e. mið- og eldri hóp. Hóparnir fóru og kepptu við jafnaldra sína hér á Suðurlandi. Yngsti flokkurinn keppti við Flúðaskóla 14. júní og tók svo þátt í móti á Selfossi 9. ágúst. Miðflokkurinn keppti einnig á Flúðum 14. júní og í Þorlákshöfn í ágúst. Elsti flokkurinn keppti síðan í Hveragerði í ágúst. Knattspymukrakkar frá Flúðum komu í byrjun júlí og kepptu æfingaleiki við mið- og eldri flokka okkar hér í Reykholti. Axel þjálfari endaði svo sumaræfing- arnar með því að bjóða öllum hópnum heim í grill- veislu, ratleik og sprell. Boðið var upp á æfingar í frjálsum, en vegna dræmrar mætingar voru æfingarnar felldar niður. Iþrótta- og leikjanámskeið fyrir 6 til 12 ára börn var haldið dagana 16. — 27. júní á íþróttavellinum í Reykholti. Þátttaka var ágæt eða u. þ. b. 10 börn. Sabína St. Halldórsdóttir, íþróttakennari, sá um að kenna börnunum leiki og kynna fyrir þeim íþrótta- greinarnar. ' Sundnámskeið var haldið í Reykholtslaug 30. júní — 15. júlí. Kennari var Ingi Þór Einarsson, sundþjálf- ari og íþróttakennaranemi. Þátttaka var minni en undanfarin ár, einungis náðist í einn hóp. Bömin í honum sýndu miklar framfarir og er von okkar að fleiri mæti næsta sumar og auki sundfæmi sína. Fimleikasýning var haldin 5. apríl sl. vor og var það liður í fjáröflun okkar fyrir loftdýnu til fimleika- iðkunar. Sýningin tókst í alla staði mjög vel og bömin stóðu sig með sóma. Iþróttadeildin tók að sér að sjá um kaffisöluna 17. júní og tókst það vel og var þetta einnig liður í fjár- öflun okkar. Dýnan góða kom svo í Reykholt 16. júní og hefur reynst mjög vel við fimleikaiðkunina nú í haust. Að lokum má geta þess að við sáum um Þriggja- félagamótið 5. sept. sl. Við héldum það upp á Laugar- vatni, vegna hinnar góðu frjálsíþróttaaðstöðu sem þar er. Þó nokkrir mættu til leiks í rigningu og kulda, og er skemmst frá því að segja að Laugvetningar unnu bikarinn í þetta skipti. Gengur bara betur næst hjá okkar fólki. Fyrir hönd stjórnar Iþr.d. Umf. Bisk. Kristín Bj. Guðbjörnsd. Fimleikasýning - mikil tilþrif. Litli Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.