Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 21
öllum færðar afmælisgjafimar, sem höfðu verið vel geymdar í rútunni allt kvöldið, áður en ekið var heim á leið um kl. 2 um nóttina. Þegar heim kom höfðu þó sumir enn þrek til að tylla sér á barinn og njóta síðustu næturinnar í Portoroz vakandi. Laugardagur 9. ágúst, og komið að því að pakka pjönkum okkar á þessu ágæta hóteli í Portoroz, sem hafði hýst okkur síðustu 5 daga og halda áleiðis til bæjarins Slovenija Gradec, heimabæjar karlakórsins, sem heimsótti okkur í vor. Þama við rútuna kvöddum við Diddú og fjölskyldu, sem ætlaði í áframhaldandi orlof á Ítalíu og síðan var lagt af stað um kl. 11. A leiðinni var stoppað í 2 tíma við dropasteinshellana í Postojna og þeir skoðaðir. Þeir reyndust ekki nein smásmíð, um 21 km að lengd, en við fómm í lítilli opinni lest eina 4 km inn í hellana, þar sem við gengum undir leiðsögn í um Kórfélagar ganga í land í Piran. „ Sjórœningjaskipiö “ í baksýn og Jelke leiðsögukona í röndóttum bol. Séð yfir Piran. Þorpstorgið eins og spegill í miðri mynd. klukkutíma. Hitinn inni í hellunum er um 10°C, en úti milli 30 og 40°, svo kulvísum var bent á að klæða sig vel. Eins fer lestin ansi hratt, svo vindkæling er nokkur á leiðinni inn og út. Mörg okkar leigðu sér því græna ullarkufla, áður en haldið var inn í iður jarðar, sem komu sér mjög vel. Rafmagnslýsing er í hellunum og þannig fyrir komið að dropasteinarnir njóta sín sem best. Var þetta ótrúlega fallegt og stórbrotið á að líta og ógleymanlegt að sjá þessa risastóru dropasteina (stalacmites og stalactides), sem vatnsdropamir hafa myndað og annaðhvort héngu niður úr loftinu eða hlóðust upp á gólfi hellisins í allskonar formum. Sumstaðar náðu þeir saman í risa-súlum frá gólfi og upp í loft. Hellirinn er myndaður af Pivka-ánni, sem fyrir miljónum ára rann hér neðanjarðar og síðan hefur regnvatnið unnið sitt verk svona meistaralega á leið sinni niður í jarðlögin. Eftir hellaleiðangurinn var haldið áfram í rútunni norður á bóginn og komið um kl. 18 til Slovenija Gradec. Þar tóku fulltrúar karlakórsins „Oktet Lesna“ á móti okkur og buðu okku umsvifalaust í móttöku í ráðhúsinu, en tónleikarnir áttu að vera kl. 20. Það var sem sagt ekki mikill tími til stefnu, Frá aðaltónleikunum í Piran. svo við tók hraðtékk inn á hótel bæjarins, síðan í halarófu í gegnum miðbæinn í kampavín og ræðuhöld í ráðhúsinu, og skyndiskoðun á minjasafni staðarins, þar sem tónskáldið Hugo Wolf skipaði heiðurssæti, en hann var fæddur í þessu þorpi. Þá var klukkan farin að nálgast átta og kominn tími til að skunda heim á hótel og koma sér í kórbúninginn. Enginn tími til uppröðunar eða upphitunar á tónleikastaðnum, sem var þorpstorgið fyrir framan ráðhúsið. Þetta var kannski ekki alveg eins og við hefðum viljað hafa það, en allt var þetta vel meint og við gerðum okkar besta, þótt nokkrir hnökrar væru á uppsetningunni og hljómgæðum rafmagnspíanósins, sem okkur var skaffað. Eftir tónleikana var okkur boðið í heilmikla veislu með þjóðarréttum héraðsins og undir borðum spiluðu spilfjörugir unglingspiltar á harmónikkur. Eitthvað var þó erfitt að draga kórfélaga út á dansgólfið, enda allir dauðþreyttir eftir langan og strangan dag. Og eftir gagnkvæmar gjafir og ræðuhöld héldu flestir heim á hótel í bólið þótt þeir al hörðustu hefðu auðvitað enn orku til að kanna barina í nágrenni hótelsins. - A morgun skyldi haldið heim á leið og engin grið gefin með að sofa út, rútan legði af stað klukkan 9. — Sunnudagur 10. ágúst, síðasti dagur ferðarinnar, og komið að kveðjustundinni hjá Hilmari, Hófí, Hermanni og Emmu, sem ætluðu að dvelja viku til viðbótar í Portoroz. Við fararstjóminni á heimleiðinni tók Kári okkar Þormar, orgelleikari vor, með sögur sínar og sérstakt skopskyn og létti okkur lund á leiðinni gegnum fjallahérað Austuríkis og til Miinchenar. Þangað vorum við komin um kl. 18 um kvöldið og enn 3 tímar til brottferðar því ferðin hafði gengið vel undir fararstjóm Kára! Til boða stóð að fara í útsýnistúr um mið- borg Miinchenar, en flestir voru búnir að fá nóg af akstri þann daginn og vildu Komu heldur hvíla sig í flugvallar- ( örugglega allir byggingunni en stressast í bæinn til aftur?__________ að skoða sig um þar í klukkutíma. Við kvöddum því Norbert bílstjóra okkar þama á Miinchenar-flugvelli og heim flugum við á áætlun kl 21.45, komin heim korter fyrir miðnætti. Þar með lauk frábæm kórferðalagi og vom allir glaðir og sáttir með sína ferð, en sumir þreyttir! — I orðaforðann höfðu bæst ný orðatiltæki, sem krydduðu tilvemna í ferðinni og vikumar á eftir, eins og „þetta er að gera sig“ eða „ - ekki að gera sig“, eða að eitthvað væri „bara gott/vont/gaman“!! Margt fleira mætti tína til og frá mörgu fleiru segja, en hér er látið gott heita og ferðafélögunum þakkaðar góðar stundir saman. Geirþrúður Sighvatsdóttir Litli Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.