Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 22
Hreppsnefndarfréttir 16. fundur sveitarstjórnar 6. maí 2003 Mætt voru: Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir og Kjartan Lárusson Fundargerð byggðaráðs frá 29. apríl 2003 tekin fyrir og samþykkt. Skipulagsmál - tillögur að breytingum á byggingar- skilmálum íbúðarhúsa í þéttbýli. Samþykkt að auglýsa tillögurnar en samkvæmt þeim tillögum kemur m.a. fram að einbýlishús skulu ekki vera minni en 100 fm án bíl- skúrs og parhús skulu ekki vera minni en 160 fm án bíl- skúrs. Einnig eru ákvæði um að húsin standi á steyptum sökklum. 18. fundur byggðaráðs 27. maí 2003 Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Drífa Kristjánsdóttir og varamaðurinn Snæbjörn Sigurðsson og Sveinn A. Sæland sem ritaði fundargerð Bréf frá Sjóvá-AImennum dags. 19. maí 2003 þar sem óskað er eftir því að fá tækifæri til að gera tilboð í þær vátryggingar sem sveitarfélagið er með. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að leita tilboða í tryggingar sveitarfélagsins hjá þeim tryggingarfélögum sem bjóða upp á tryggingar fyrir sveitarfélög. Bréf dags. 9. maí 2003 frá Guðjóni Ægi Sigurjónssyni hdl. fyrir hönd Sverris Ragnarssonar Ösp og Jóhanns B. Óskarssonar Ásholti varðandi málefni Vatnsveitufélags Laugaráss. í bréfinu er þess krafist að samningur Vatnsveitufélsgsins og sveitarstjómarinnar verði felldur úr gildi og eignir félagsins afhentar félagsmönnum að nýju. Byggðaráð vill taka fram að í samræmi við aðalfundarsamþykkt Vatnsveitufélagsins óskaði stjórn þess eftir því að sveitarfélagið tæki að sér rekstur vatnsveitunnar og var ákveðið að verða við því. Var þetta samþykkt á fundi sveitarstjórnar 14. janúar 2003 en þar kom fram eftirfarandi: „Lagður fram samningur Vatnsveitufélags Laugaráss og Bláskóga- byggðar um yfirtöku Bláskógabyggðar á rekstri kalda- vatnsveitu í Laugarási og nágrenni. Samningurinn felur í sér að Bláskógabyggð yfirtaki vatnsréttindi og eignir félagsins og tryggi nægt framboð af köldu vatni til íbúðarhúsa og atvinnurekstrar. Einnig var lagt fram bréf frá Jóhanni B. Óskarssyni, Laugarási og það haft til hliðsjónar við umræðu um málið. Sveitarstjórn sam- þykkir samninginn og telur að ábyrgð þess samkvæmt lögum um vatnsveitu sé með þeim hætti að ekkí séu forsendur fyrir öðru en að samþykkja yfirtöku Vatnsveitunar." Ljóst er að Vatnsveitufélag Laugarás hefur ekki tryggt nægjanlegt neysluvatn á svæðinu þannig að sveitarfélagið er nú þegar farið að vinna að frekari vatnsöflun. Vegna framkominnar kröfu um að samningur Vatnsveitufélsgsins og sveitarstjórnarinnar verði felldur úr gildi og eignir félagsins afhentar félagsmönnum að nýju verður sú vinna stöðvuð þangað til að niðurstaða fæst í málinu. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 14. maí 2003 varðandi úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2003, en þar kemur fram að framlag til Bláskógabyggðar er kr. 880.000-. Samningur við Harald Sigurðsson, Odd Hermannsson og Pétur H. Jónsson um gerð aðalskipulags fyrir Þing- vallasveit 2004 — 2016. Byggðaráð leggur til að samningur um verkefnið verði undirritaður sem fyrst. Bréf frá Umhverfisstofnum dags. 25. apríl 2003 þar sem fram koma viðmiðunartaxtar ríkisins vegna refa- og minkaveiða uppgjörstímabilið 1. sept. 2002 -31. ágúst 2003. Byggðaráð leggur til að greitt verði eftir taxtanum en samkvæmt honum eru verðlaun fyrir fullorðin ref kr. 7.000 og fyrir mink kr. 3.000. Bréf frá Kvenfélagi Laugdæla dags. 12. maí 2003 þar sem skorað er á sveitastjórn Bláskógabyggðar að „bæta aðstöðu og aðkomu, á gámasvæðinu á Laugarvatni, sem allra fyrst.” Byggðaráð vill benda á að í samvinnu við Gámaþjónustuna er verið að vinna í málinu. Bréf frá Fjármálaráðuneytinu dags. 9. maí 2003 þar sem fram kemur að sveitarfélagið mun ekki fá gjafsókn frá ríkinu í málarekstri sínum vegna þjóðlendumála. Byggðaráð mótmælir því harðlega að ríkið skuli ekki tryggja gjafsókn í málinu þar sem ríkið hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla. Lögð hefur verið áhersla á af hálfu ríkisins að niðurstaða þess málareksturs sé fordæmisgefandi fyrir allt landið. Þar sem gjafsókn fæst ekki í málinu krefst Byggðaráð þess að allur útlagður kostnaður vegna þjóðlendumála verði greiddur úr ríkissjóði eins og fyrirheit hafa verið gefin um. Kaupsamningur vegna lands og einbýlishúss við Sólbrekku. Seljendur Bogi Pálsson kt: 061262-3509 og Sólveig Dóra Magnúsdóttir kt: 170167-5899 en kaupandi að landinu er Smáey ehf. kt: 681294-2369 og að húsinu Magnús Kristinsson kt: 031250-3749. Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti. Bréf frá OG Vodafone dags. 23. maí 2003 ásamt lóðaleigusamningi og teikningum varðandi leigu á landi undir fjarskiptamannvirki í landi Gýgjarhólskots. Byggðaráð leggur til að leigusamningurinn verði samþykktur og málið síðan afgreitt í samræmi við 3. tölulið bráðabirgðaákvæðis í Byggingar- og skipu- lagslögum. Endurbætur á húsnæði Grunnskóla Laugarvatns. Byggðaráð leggur til að til endurbóta á húsnæði Grunnskólans á Laugarvatni og húsnæði aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar verði varið kr. 5.000.000-. Þessar framkvæmdir verða m.a. fjármagnaðar með sölu á eigninni Lindarbraut 10 (Hjúkkó) og verður það fært sem breyting á fjárhags- áætlun. Erindi frá Byggingafélagi námsmanna. Farið er fram á að sveitarstjórn styðji við umsókn félagsins til Byggðastofnunar um þróunarstyrk vegna uppbyggingar nemendagarðanna á Laugarvatni. Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.