Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 28
inu til fjárhagsáætlunar 2004. Fundargerðin í heild sinni kynnt og staðfest með áorðnum breytingum. Reglur um veitingar viðbótarlána til húsnæðiskaupa. Lögð fram tillaga að reglum húsnæðisnefndar vegna veitingar viðbótarlána til húsnæðiskaupa. Samþykktar. Kynnt vinnnufyrirkomulag vegna fjárhagsáætlunar 2004. Vinna við gerð fjárhagsáætlunar er að hefjast og er ætlunin að nýta október og nóvember til þeirrar vinnu. Síðari hluti október og fyni hluti nóvember mun fara í vinnu með forstöðumönnum stofnana. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun verður því væntanlega 2. desember og sú síðari á aukafundi þann 27. janúar 2004. Gert er ráð fyrir að í nóvember fari byggðaráð yfir fjárhagsáætlun og má gera ráð fyrir aukafundi vegna þess 18. nóvember. Stefnt er að íbúafundi 15. janúar 2004, þar sem vinna við fjárhagsáætlun verður kynnt ásamt öðrum málum. Þá er samþykkt að bjóða út endurskoðun á reikningum sveitarfélagsins í samráði við önnur sveitar- félög í uppsveitum Arnessýslu. Umsögn Bláskógabyggðar um heimarafstöð í Eyvindartungu. Bókun T-lista: „Við undrumst þau vinnubrögð Þ-list- ans að taka ekki fyrir erindi sem berast sveitarstjórn. Erindi Skipulagsstofnunar var sent sveitarstjórn 25. ágúst og átti að svara 5. september. Flægt hefði verið að taka erindið fyrir á sveitarstjórnarfundi 4. september s.l. en var ekki gert. Þá kemur ítrekun frá Skipulagsstofnun og sett- ur lokafrestur til að svara fyrir 23. september. Sveitarstjóri svarar 19. september eins^________ og sveitarstjórn hafi tekið erind-Pessar ..............x ið fyrir þótt það hafi ekki verið ( endalausu bókanir gert. Þessum vinnubrögðum (virðast gegna einhverju motmælum við og teljum ekki — eðlilega stjórnsýslu." Bjami Þorkelsson tekur undir bókun T-lista. Þ-listinn leggur fram eftirfarandi bókun: „Afgreiðsla þessa máls er í samræmi við þá vinnureglu að einungis stærri mál og mál sem talið er að ágreiningur geti orðið um séu tekin beint inn á fundi sveitarstjórnar, en önnur mál fara til afgreiðslu byggðaráðs. Umsögn um heimarafstöð í Ey vindartungu var gefin í samræmi við aðalskipulag Laugardalshrepps 2000 — 2012 auk þess sem sú rafstöð sem nú er í rekstri var höfð til hliðsjónar ásamt þeim framkvæmdum sem farið var út í í tengslum við þá virkjun”. Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfið. Útboð vegna gatnagerðar í Reykholti og Laugarási. Verkfræðistofa VGS á Selfossi sem útbjó útboðsgögn, yfirfór þau tilboð sem bárust. Tillaga stofunnar er að frávikstilboð Asvéla ehf komi hagstæðast út og að það uppfylli þau gæði sem farið var fram á. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Ásvélar ehf á grundvelli álits VGS. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn atkvæðum Drífu og Kjartans. Snæbjörn Sigurðsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Kosning þriggja fulltrúa á aðalfund SASS. Samþykkt að Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir verði fulltrúar Bláskógabyggðar. Til vara verði: Sigurlaug Angantýsdóttir, Sveinn A. Sæland og Kjartan Lárusson. Sameiningarmál sveitarfélaga. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með þá stefnu sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur mótað í samráði við ríkisstjómina í sameiningarmálum sveitarfélaga. Mikilvægt er að þegar farið verður út í frekari sameiningar sveitarfélaga, þurfi að liggja skýrt fyrir hver verður framtíðarverkaskipting á milli ríkis og sveitar- félaga og þá hvaða tekjustofnar fylgja með. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að á meðan unnið er að þessu átaki á vegum Sambandsins þá verði lögð áhersla á samstarfsverkefni, sem leitt geta til enn frekari hagræðingar og ef til vill sameiningar á svæðinu. Opnun heimasíðu Bláskógabyggðar. Sveinn A. Sæland opnaði heimasíðuna og sagði nokkur orð um tilurð hennar. Lagt til að heimasíðan og upplýsingar á heimasíðu Bláskógabyggðar verði kynnt fyrir íbúum, fjöl- miðlum og öðrum þeim sem gætu haft hag að þeim upp- lýsingum sem heimasíðan veitir. Bókun T-lista er að hann hefur ítrekað gert bókanir vegna heimasíðu Bláskógabyggðar sem undanfarna fjóra mánuði hefur ekki verið virk. Við fögnum því að hún skuli nú vera opnuð. T-listinn vill að tekið verði út af heimasíðu merki þriggja grenitrjáa enda hefur ekkert merki verið gert fyrir Bláskógabyggð og ekki gott að það verði til óvart. Sveitarstjóri fagnar því að T-listinn skuli lýsa yfir ánægju með opnun heimasíðunar. Grenitré vaxa víða í sveitarfélaginu og vel má huga að grisjun þeirra og finna nýja mynd á síðuna. 22. fundur byggðaráðs 28. október 2003. Mættir byggðaráðsfulltrúarnir: Margeir Ingólfsson formaður, Sigurlaug Angantýsdóttir og Kjartan Lárusson auk Ragnars Sæs Ragnarssonar sveitarstjóra, sem ritaði fundargerð. Tilnefning á starfshópi sem sér um gerð landbóta- áætlunar fyrir Biskupstungnaafrétt í tengslum við gæða- stýringu í sauðfjárrækt. Lagt er til að Landgræðslufélagi Biskupstungna verði falið verkefnið þar sem áætlunin mun m.a. byggja á því starfi sem unnið hefur verið á afréttinum undanfarin ár. Greiðsluáætlun vegna gerðar aðalskipulags Þingvalla- sveitar. Lagt er til að áætlunin verði staðfest. Kostnaður ársins 2003 er kr. 2.265.900. Á fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir kr. 1.450.000 í þennan lið, mismunur greiðist með framlagi Skipulagsstofnunar Gert er ráð fyrir að kr. 2.783.820 verði greiddar á árinu 2004. Gert er ráð fyrir greiðsluhluta sveitarfélagsins á fjárhagsáætlun þess árs. Bréf frá slökkviliðsmönnuni í Biskupstungum dags. 12. október 2003 varðandi stöðu mála eftir sameiningu Slökkviliðs Biskupstungna og Brunavarna Árnessýslu. Endumýjun tækjakosts sem getið er um í bréfinu er kominn í ákveðinn farveg samanber fundargerð Brunavarna Árnessýslu dags. 2. október 2003, 4. liður. og er von til þess að úr rætist fljótlega. Staða mála hefur verið útskýrð á fundi með bréfriturum. Litli Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.