Litli Bergþór - 01.06.2004, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.06.2004, Blaðsíða 14
Landrof og landgræðsla Oft veltum við því fyrir okkur hvað veldur landrofi og hvernig megi helst stöðva það og endurheimta gróður á örfoka landi. Vísir menn hafa bent á að land- rof átti sér stað, jafnvel á láglendi, áður en landið byggðist og búfé var flutt til landsins. Áhrifavaldarnir Gjóska frá eldgosi gat m.a. skemmt skóglendi og olli þá samfelldari eyðingu en þá sem hlaust af eðlilegum lífaldri birkisins. Án ágangs búfjár varð mosaþemban svo mikil að birkifræin náðu ekki að festa rætur í sverðinum. Þetta erum við t.d. nú þegar farin að sjá í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Árangurinn getur orðið uppblástur og landrof. Rofageirinn hefur svo aftur orðið kjörland fyrir birkifræið, því fyrir land- nám var ekki búfé til að tína upp litlu plöntumar og skógur myndaðist á ný. Líklegt er að uppblástur sem herjaði á efstu bæi í Biskupstungum hafi fyrir alvöru hafist eftir Heklugosið mikla árið 1104, en þá lagðist gjóskulag yfir efri hluta byggðarinnar og inn á afréttinn. Bryndís G. Róbertsdóttir hefur mælt öskulagið þykkast á milli Sandár og Grjótár frá 4,5 til 8,4 cm. Það hefur mikið farið eftir veðurfari og gjóskulagi hve hröð landeyðingin var hverju sinni. Efstu jarðir í Eystritungunni og Haukadalsheiðin fóru t.d. mjög illa út úr Heklugosi 1663 og í öðru Heklugosi 1788 lagðist gjóska yfir Biskupstungur og afréttinn inn fyrir Hvítá. Eftir 1880 hófst röð harðindaára og hefur slæmt tíðarfar ásamt miklum ágangi búfjár í sumar- og vetrarbeit hert mjög á landrofi. Árið 1882 var á Suðurlandi nefnt „Sandár“. Til er gömul svohljóðandi lýsing á vorveðrinu: „Norðan harðviðri stóð um langan tíma og bruddi upp urið vallendið reif torfþök af húsum, görðum og húsveggjum, sem voru úr torfi. Sú eyðilegging og þær hamfarir voru svo stórkostlegar og gjöreyðandi, að því verður vart trúað af þeim sem ekki þekkja til“. (Sandgræðslan, bls. 265). Guðni Karlsson. Sr. Björn útvegaði sér tilskipun landstjórnar um að sóknarmenn hans skyldu leggja fram vinnu við garðinn. Þetta var óvinsælt í sókninni og var garðurinn nefndur „Ranglátur“. Garðurinn var ekki einhlítur til varnar, en sbr. fræðsluritið „Atla“ hefur sr. Bjöm sennilega verið fyrsti maðurinn á Islandi sem kunni að nota melgresi. Á nítjándu öld blés mikið af landi og enga aðstoð að fá hjá stjórnvöldum. Þekking og aðstaða lands- manna var líka takmörkuð. Straumhvörf urðu árið 1908 þegar sandgræðslulög tóku gildi og Gunnlaugur Kristmundsson hóf sandgræðslu í lágsveitum Suðurlands. Á síðari hluta nítjándu aldar bjó í Hólum, efsta bæ í Biskupstungum mikill dugnaðar og hagleiksmaður að Viðarkol í moldaiflagi viðfar\>eg Grjótár. Baráttan við uppblásturinn Fyrr á öldum voru landsmenn algjörlega varnarlausir gagnvart uppblæstrinum, enda hefur sand- fokið sumstaðar orðið harkalegra en jafnvel við sem horfðum á uppblásturinn á Haukadalsheiði getum gert okkur grein fyrir. Fyrir u.þ.b. þrjátíu árum átti ritari greinarinnar þess kost að skoða sandblástursvarnir í Sauðlauksdal við Patreksfjörð með staðkunnugum manni. Sr. Björn Halldórsson var prestur í Sauðlauksdal á árunum 1752 til 1782. Þegar sr. Björn hélt staðinn var jörðin mikið skemmd af sandfoki og túnið í verulegri hættu. Prestur lét því hlaða varnargarð úr grjóti fyrir þeim jaðri túnsins sem sandurinn var ágengastur. Garðurinn var mikið mannvirki og mátti þá enn glöggt sjá hann. Mannvirkið var þungt í framkvæmd og kostnaðarsamt. nafni Þórður Þórðarson. Þá var uppblástur svo mikill í Hólalandi að eftir hvern vetur var sandlag yfir allt túnið. Komu þá sveitungar Þórðar og hjálpuðu honum að moka sandinum saman og flytja í hóla sem síðan voru tyrfðir. Ekki töldu menn eftir sér þessa vinnu, enda vanir góðum viðurgjörningu hjá þeim Hólahjónum þegar haldið var á afrétt og komið þaðan. Enda þótt Þórði búnaðist nokkuð vel tók hann að lýjast á baráttunni við sandfokið. Mun m. a. hafa reynt að stöðva uppblásturinn með grjóthleðslu eins og sr. Björn í Sauðlauksdal. Aldamótaárið flutti Þórður til Hafnarfjarðar en við jörðinni tóku hjónin Bjami Runólfsson og Steinunn Jónsdóttir. Innhagarnir voru þá að mestu blásnir en túnið var komið í verulega hættu. Bjarna var ljóst að jarðrofið yrði að stöðva, annars yrði jörðin óbyggileg. Litli Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.