Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.12.2004, Blaðsíða 8
(punktur G) og fylgi svo fjallsbrúninni norðaustur fyrir Bjarnarfell, allt inn í Haukadalsland í Sandfelli í sjónhend- ingu í 400 m hæðarlínu (punktur H) og fylgja svo þessari hæðarlínu meðfram Sandfelli og umhverfis sjálfan Haukadalinn og að punkti í 250 m hæðarlínu beint við upp- tök Tungufljóts (punktur I). Þaðan eftir 250 m hæðarlínu í gegnum Hólaland og þannig sem beinast í sömu hæð að suðurhluta Tunguheiðar við Hvítá (punktur J).“ í varakröfu er línan: „Þjóðlendumörk (kröfulína) fylgi Hvítá um 1,8 km niður að eyðibýlinu Tunguseli um 1,5 km ofan Gullfoss. Frá Tunguseli liggi lína þjóðlendumarka 5 km lítillega vestur af norðri í Háöldu, sem er um 1 km aust- an Austari Ásbrandsár, skammt norðan þess sem Ásbrands- ámar koma saman í Tungufljót. Frá Háöldu 9,8 km vestur Haukadalsheiði sjónhending í topp Sandfells og frá Sandfelli 7,2 km suðsuðvestur um topp Bjamarfells. Þeirri stefnu sé haldið og lína dregin niður í suðurhlíðar fellsins í um 440 m hæð yfir sjávarmál, sem er nokkru austan Valahnjúks, en norðan Kistu. Þaðan sé lína dregin austur frá Litlahöfða sunnan í Högnhöfða og norðan Brúarárskarða um Uthlíðarhraun í topp Miðfells, hæð 525 m yfir sjávar- mál til skurðar við fyrrnefnda línu um Sandfell og Bjarnarfell. Þessar línur skerast í áðurnefndum punkti í 440 m hæð yfir sjávarmál sunnan í Bjarnarfelli. Línan um Miðfell og Litlahöfða er framlengd í vestur til Laugardalshrepps til skurðar við línu um topp Rauðafells." Landeigendur kröfðust þess á hinn bóginn að staðfestur verði úrskurður óbyggðanefndar að allt land innan landa- merkja jarða þeirra „sé fullkomið eignarland.11 í dómnum er málsmeðferð fyrir óbyggðanefnd, héraðs- dómi og Hæstarétti rakin og greint frá röksemdafærslum málsaðila. Síðan segir: „Samkvæmt öllu framanröktu er hafnað kröfum aðaláfrýjanda um að mörk þjóðlendu verði dregin inn fyrir landamerki Úthlíðartorfu, Haukadalstorfu, Hóla og Tunguheiðar, eins og þeim er lýst í áðurnefndum landamerkjabréfum og dómi. Leiðir sjálfkrafa af því vegna landfræðilegra aðstæðna að ekki er heldur fallist á kröfur aðaláfrýjanda um mörk þjóðlendu innan lýstra landamerkja Austurhlíðar, Neðri-Dals og Helludals I og II.“ Hæstiréttur hafði einnig til meðferðar eignarrétt á Framafrétti, þ. e. landið frá Sandá að Hvítá og Hvítárvatni, og svæði við Hagavatn og Hagafell. Bláskógabyggð krafðist þess að allt þetta land yrði úrskurðað eign sveitar- félagsins. Obyggðanefnd úrskurðaði það þjóðlendu og að afréttarnot sveitarfélagsins næðu aðeins vestur að Hagavatni. Héraðssdómur staðfesti þennan úrskurð varðandi þjóðlendu en tók til greina kröfu sveitarfélagsins um viðurkenningu á heimild til afréttarnota á því öllu. Þennan dóm staðfesti Hæstiréttur. f heild er því niðurstaða Hæstaréttar að Biskupstungnaafréttur norðan frá afréttarmörkum á Kili, suður að Sandá og Sanvatni, vestan frá Fari, mörkum við Laugardal á Hagafelli og Langjökul, austur að Jökulfalli og Hvítá skuli vera þjóðlenda með afréttareign Bláskóga- byggðar, en landeigendur sunnan Sandár, Sandvatns, Fars og Hagavatns fá staðfestingu á eignarrétti á löndum sínum. Ekki mun vera mögulegt að hnekkja þessum úrskurði fyrir íslenskum dómstólum, en ræddur hefur verið sá möguleiki að vísa honum til Mannréttindadómstóls Evrópu. A. K. Fl pl ú S 1 1 borgar sig o Sími 482 2266 ...og þú færð m.a. Yfir 25 þúsund íslenskar fjölskyldur hafa valið F plús víðtæku fjölskyldutrygginguna og nýtt sér kosti hennar. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 482 2266 eða á heimasíðu okkar, www. vis.ls. * Nánarl upplýslngar (skilmálum félagsins. • Víðtæka fjölskyldutryggingu • Afslátt af öðrum tryggingum • Afslátt af öryggisvörum • Víðtæka ferðatryggingu • Aðgang að ýmsum tilboðum • og margt, margt flelra Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.