Litli Bergþór - 01.12.2004, Qupperneq 17

Litli Bergþór - 01.12.2004, Qupperneq 17
veikindunum og þá vegna þess að honum hafi orðið um og ó að takast á við svo átakamikið verkefni sem tenórinn er. Það varð fljótlega ljóst, að Jói Mikki á líka að spila á trompet. Hann söng og spilaði á afmælistónleikum og Skálholtshátíð og notaði þar útfrymi úr sjálfum sér til að leysa verkið af hendi. Skemmst er frá því að segja að hann glansaði í gegn- um tónleikana, enda eindreginn tenór að upplagi; hefur helst kvartað yfir að hæstu tónarnir væru óþarflega fáir í þeim verkum sem tenórinn þarf að takast á við. Fyrrgreint útfrymi verður ekki til staðar í Slóveníu, eftir því sem tenórinn gerir ráð fyrir. Eðalröddin er öllum venjulegum manninum nægi- legt verkefni, en að syngja tenórinn í Hallelujah kómum og spila á trompet um leið hlýtur að teljast ofurmannlegt og bíða tenórarnir spenntir eftir því að sjá Jóa Mikka leysa það verkefni. Tútútu Hallelúja..— það fer í sögubækur tenór- radda veraldar takist honum ætlunarverkið. Hinn vorfuglinn mun eiga uppruna á sviði dægurtónlistar, sem er þekkt af því, einmitt, að skemma hin viðkvæmari blæbrigði sem einkenna tenórinn svo mjög. Það var því með ákveðnum fyrirvara sem tenórinn tók við þessum nýja liðsmanni af gróðursnauðri suðurströndinni (sannarlega ekki von til að þar færi hinn sanni fjallatenór — eins og sá sem gjarna má heyra í réttum). Fyrsta aðkoma hins nýja tenórs að verkefninu einkenndist af ákveðinni varfærni, sem verður að skrifa á hið eðlislæga lítillæti hins sanna tenórs. Eftir nokkrar súkkulaðirúsínur altsins og rjómakökur sópransins fann hann þó fljótlega að hann var á réttum stað og eftir það urðu eftirtektarverð umskipti á strandarpiltinum. Það þarf ekki að orðlengja það að Hemmi reyndist ekki hafa verið söngvari dægurhljómsveitar á yngri árum, í það minnsta ekki þannig að skaðleg áhrif hafi haft á kliðmjúka, og klingjandi tenór- röddina. Hann er með stóra svarta möppu í þessari ferð og ætlar sér stóra hluti. Sveinn Össur er beggja blands. Hann hóf aðkomu sína á bassneskum tónum, en hann hlýtur að hafa átt erfitt með að finna sig þar, því áður en við var litið hafði hann gengið til liðs við röddina einu, sönnu. Ekki hafa komið fram með afgerandi hætti ástæður þessara umskipta hjá drengnum, en tenórinn er, að vanda, ekki í vandræðum með að skýra þær fremur en annað í þessari veröld. Flauelsmjúkur dans tenórsins upp og niður fram og aftur til hliðar og til baka á tónstiganum, er hverjum þeim sem á annað borð hefur genetíska tenóríska tendensa í sér, fullnægjandi skýring í sjálfu sér. Sveinn Össur er þó með einhverjum óskýranlegum hætti tregafullur í aðkomu sinn að tenórnum. Hann hefur heyrst taka undir með bassanum í hléum tenórsins, eins og til að halda sér við fyrir endurkomu þangað síðar meir, sem verður að skýrast með einhverri undarlegri þrá eftir vindi. Það verður þó ekki af Sveini Össuri tekið að hann er óðum að samsama sig sönnum tenórsanda og hefur meira að segja smám saman verið að nálgast, ekki bara hina sönnu tenórísku framgöngu heldur einnig fysíska útgeislun og útlit hinna sönnu tenóra, félaga hans. Huldumaðurinn,- sjá „þeim var ég verst er ég unni mest“ - sem hefur það eftirsóknarverða hlutverk að skreyta hina blæbrigðaríku unaðsrödd, að svo miklu leyti sem slíkt er höfundur og frú hjá Avsenik. hægt, sækir kraft sinn til sjávarguðsins sjálfs. Það reyndi vissulega nokkuð á þolrif eðaltenóranna hversu mjög hann sótti kraft sinn í faðm Ægis, en þeir efast í engu um það að sjávarilmurinn og seiðandi dans dætra sjávarguðsins muni skila sér með eftirminnilegum hætti í tónverkum eins og „Ur útsæ rísa íslandsfjöll“ eða „fráhneppt að ofan“. Þá er aðeins einn ofurmennanna ótalinn og verður ótalinn áfram, enda óþarfi að fjölyrða um fádæma afgerandi, eðlis- læga nálgun hans að hlutverki sínu. Nú ætti öllum þeim, sem nú sitja hér orðlausir af aðdáun á röddinni einu sönnu, að vera ljóst að ekkert, ekkert kemst í hálfkvisti þau forréttindi sem þátttaka í þessari unaðsrödd er. Það er fáum lagið að vera liðtækir innan vébanda hennar, og þáttur hennar í flutningi úr tónbókmenntum heimsins verður aldrei ofmetinn. Uppgjör — viðbætir Það sem hér fylgir má líta á sem nokkurs konar uppgjör tenórsins, eða allavega hluta hans, við þá ferð Skálholts- kórsins, sem farin var suður til Adríahafsins í upphafi ágúst- mánaðar árið 2003, og sem var að hefjast þegar frásögnin sem hér hefur farið á undan, var flutt í loftkældri fólksflutn- ingabifreið á tveim hæðum, í faðmi Alpanna. Hér er engan veginn um að ræða neina ferðasögu heldur bara einhverskonar myndbrot, sem leiftra fyrir hugskots- sjónum höfundar jafnóðum og hann lemur á lyklaborðið. Pling — áningarstaður í einhverju landi á milli Þýska- lands og Slóveníu — líklegast bara í Þýskalandi, því þetta var fyrsti áningarstaðurinn. Morgunverðarhádegisverður með geitungaívafi við hraðbraut. Óendanlega vel til fundið hjá forsvarsmönnum kórsins og þegið með þökkum. Brennandi sólin ekki komin í hádegisstað, en hitinn þó slíkur að eld- súrar gúrkur og geitungar náðu ekki að dreifa huganum frá steikjandi hitamollunni. Pling — annar áningarstaður í öðru landi nokkru síðar. Sögusagnir um að hitinn væri orðinn 40°C. Sannfærður um Litli Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.