Litli Bergþór - 01.12.2004, Síða 18

Litli Bergþór - 01.12.2004, Síða 18
að ef tenór hefði reynt að pissa hefði vökvinn gufað upp áður en hann næði jörð, samanber þetta með að pissa í 40° gaddi og klakasúla á að myndast allt frá.jæja förum ekki nánar út í það mál. Ekki svo að menn þyrftu mikið að losa sig við úrgangsefni eftir hefðbundnum leiðum í þessari ferð, nema helst í kvöldsiglingum og næturævintýrum. Hvort um slíkt var að ræða í hótellyftunni, sem gafst upp um miðja nótt vegna þess að kílóatalningin (600 kg hámark) klikkaði eitt- hvað, eða þá lyftugestir voru að hugsa um eitthvað annað en telja, t.d. að flýta sér upp á herbergi til að sinna því kalli náttúrunnar, sem að ofan greinir, veit höfundur ekki. Hann telur þó líklegt að svo hafi getað verið, en jafnframt, að ef svo hefur verið, þá hafi heilastöðvar viðkomandi verið meira uppteknar af möguleikum á björgun úr lífsháska, en frum- stæðum þörfum af þessu tagi. Hreyfingar voru strax orðnar hægar í bitasvækjunni og reyndist svo verða alla ferðina, sem birtist ekki síst í því, að áætlanir um brottför stóðust aldrei af þessum sökum, ekki heldur eftir þá áningu sem hér um ræðir. Það verður þó að geta þess, enda mikilvægt að halda því til haga sem er í lagi, að stór hluti tenórsins stóð sig óaðfinnanlega þegar kom að öllu því sem að stundvísi lýtur. Pling — „tónleikar hjá Ausenik, Avsenik eða bara Arsenik1' sem einstaka illa þenkjandi kórfélagar nefndu svo í hálfkæringi. Tenórinn á afar erfitt með að líta á sig sem aukanúmer, eins og öllum ætti að vera ljóst sem hafa kynnt sér það sem hér hefur verið skráð. Þó aðrar raddir hafi eflaust, í misskildu lítillæti sínu, álitið það heiður að fá að syngja í pásu hjá hljómsveit sem spilaði „Hvíta máva“ allt kvöldið, þá var tenórinn misjafnlega ánægður með það. Kór með sjálfsvirðingu lætur ekki bjóða sér það að ferðast 4 klukkutíma í þröngri flugvél, 6 klukkutíma í tveggja hæða rútu og síðan aftur þrjá tíma í tveggja hæða rútu til að syngja í 10 mínútur í þrumum og eldingum, í pásu hjá hljómsveit sem spilar bara „Hvíta máva“ fyrir austurríska pílagríma, gleypandi í sig snitzel með frönskum og haldandi ekki vatni yfir, og getandi ekki hætt að tala um það, hvað Arsenik sé frábær. Höfundur óskar að geta þess, að það sem sagt var hér að ofan endurspeglar ekki endilega skoðanir hans á ofangreind- um tónleikum. Hann er einungis að draga saman á einn stað, orð sem féllu í ýmsu samhengi þegar kórfélagar voru að gera upp upplifun sína eftir tónleikana. Það er hinsvegar skoðun höfundar, að það sem skapar hughrif sem gleymast ekki og hægt er að rifja upp árum saman og hafa gaman af aftur og aftur, er þess virði að upplifa það. Tenórinn er það víðsýnn að hann áttar sig á því að það er ómetanleg reynsla, ekki aðeins að fá tækifæri til að flytja nokkrar perlur íslenskra tónbókmennta fyrir hóp fólks, sem brosir smástund í kampinn þegar tilkynnt er að nú muni íslenskur kirkjukór flytja nokkur lög, og heldur síðan áfram að borða snitzelið sitt og tala saman, heldur ekki síður að fá tækifæri til að syngja „Hvíta máva“ aftur og aftur við undirleik hljómsveit- ar, sem vissi alveg hvað hún var að gera - ekki síst ef nóg var af „schnapps“, sem borðfélögunum þótti ekkert góður. I þessu sambandi er rétt að gera sér í hugarlund viðbrögð okkar við svipaðar aðstæður. Við, í pílagrímsferð, sem við vorum búin að safna fyrir mánuðum saman, til að eyða einu kvöldi með Hljómsveit Bjama frá Geysi og njóta góðs af sviðum og súrsuðum hrútspungum, þegar tilkynnt er að nú muni kirkjukór frá Azóreyjum flytja nokkur lög. Myndum við ekki glotta út í annað? -Myndi sópraninn ekki halda áfram að ræða sjálfsstjórnar- námskeiðið, sem kvenfélagið er að fara að bjóða upp á, um leið og hann renndi einu auga úr sviðahausnum með sjálfskeiðungnum sínum? -Myndi bassinn ekki halda áfram að ræða fyrningar á heyi, slökkva á heyrnartækinu og taka í nefið, eftir að hafa, án þess að blikna, sporðrennt 2 sneiðum af súrsuðum hrútspungum? -Myndi altinn ekki, í ljósi nýfenginnar reynslu, halda áfram að fjalla um helstu aðferðir við framreiðslu á íslensk- um sérréttum um leið og hann rifi í sig, súrsaða magála eða lundabagga? -Myndi tenórinn ekki átta sig strax á mikilvægi alþjóð- legra strauma menningar og lista og hlusta af athygli, eftir að hafa lagt snyrtilega frá sér hnífapörin, sem hann var að borða flatkökurnar með hangikjötinu og rófustöppunni með? Hætt er nú við. Þótt einhverjir kórfélagar hafi ekki alveg kunnað að höndla reynsluna hjá Ausenik af mikilli karlmennsku, þá verður það sama ekki sagt um dívuna Diddú. Hún flutti söngdagskrá sem samanstóð af helstu perlum söngbók- menntanna og virtist í byrjum ekki ná fullkomlega sambandi við snitzel-snæðandi, Ausenik-umræðandi salinn. Hún var nú ekki að láta það á sig fá. Sveiflaði sér í síðkjólnum niður af meters háu sviðinu í miðri aríu og dillaði sér milli borða, horfandi gimdaraugum á snitzelið, náandi augnsambandi við áköfustu Ausenik aðdáendurna og hafandi fullkominn sigur á umhverfi sínu. Dúndur frammistaða, sem jafnvel tenórinn hefði verið fullsæmdur af. Það er þá kannski eitthvað til í þessu með þindina þegar allt kemur til alls. Það var líka þarna sem firna öflugur undirleikari og óskeikull fararstjóri á heimleiðinni, hann Kári, var talinn hafa farið langt fram úr fyrri afrekum sínum á tónlistar- sviðinu. Hver var svo að tala um að það hafi ekki verið gaman hjá Arsenik? Pling — Aning eftir Ausenik — næturlíf — almennings- salerni við hraðbrautina — þmmur og eldingar -kór sem ekki hafði fengið að syngja út, og þurfti að létta á sér. Þar sem höfundur er ábyrgur tenór sinnti hann því nauðsynlegasta og hvarf því næst til sætis síns. Slíkt fram- ferði reyndist ekki „IN“ við þessar aðstæður, því þama vom flutt öll lögin sem ekki komust að hjá Arsenik. Náttúruöflin sáu um fagnaðarlætin. Abyrgðarfullur tenórinn, maður á miðjum aldri, og vandur að virðingu sinni, ákvað þegar honum fannst nógu langt gengið í söngnum, að leggja sitt af mörkum til að leiða kór- fólk til sætis í tveggja hæða farkostinum. Það næsta sem gerðist var það, að farartækið ók úr hlaði, tenórlaust. Sú mynd, sem við tók var ekki fögur eða til eftir- breytni. Sárasaklaus tenórinn, á miðjum aldri og vandur að virðingu sinni, hlaupandi frá almenningssalerni í myrkri Slóveníu, fyrir utan að það vom eldingaleiftur á himni, á eftir tveggja hæða rútu út í nóttina. Aðrir, sekir, urðu að vísu að gera þetta lrka, en ekki hugsaði tenórinn hlýtt til þýska bílstjórans sem kunni að segja „FEITA KELLING”. Litli Bergþór 1 &

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.