Litli Bergþór - 01.12.2004, Qupperneq 27

Litli Bergþór - 01.12.2004, Qupperneq 27
B. Álagningarprósenta fasteignagjalda, A-flokkur 0,6% og B-flokkur 1,2%. Ákveðið að fasteignagjöld á íbúðarhús- næði sem aldraðir eiga og búa einir í, falli niður samkvæmt heimild í lögum. Þetta á ekki við um þjónustugjöld þ.e. vatnsskatt, seyrulosunargjald, sorpeyðingargjald né annað húsnæði í eigu viðkomandi. Fasteignagjöld verði innheimt með 5 gjalddögum mánaðarlega frá 15. febrúar 2005. C. Vatnsskattur 0,3% af álagningarstofni fasteigna. Hámarksálagning verði kr. 17.000. á sumarhús og íbúðarhús. Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% lækkun á vatnsskatti. D. Sorpeyðingargjöld verði kr. 8.419. á íbúðarhús, kr. 6.203. á sumarhús og kr. 18.610. á lögbýli og smárekstur. Aukagjald fyrir að sækja rusl heim að húsum á Laugarvatni verði kr. 8.756. innheimtist með fasteignagjöldum. E. Holræsagjald vegna kostnaðar við fráveitukerfi/seyru- losun í Bláskógabyggð verði vísað til fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði. F. Leitast verði við að samræma innheimtu lóðarleigu með því að senda sérstakt bréf til allra lóðarhafa. Sveitarstjóm samþykkir að miða lóðarleigu við 0,7% af lóðarmati í öllu sveitarfélaginu. Lagt fram lögfræðiálit lög- manns Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 5. apríl 2004. Niðurstöður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna lög- heimilis í sumarhúsi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir furðu sinni á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember 2004, þar sem heimilt er að skrá lögheimili í skipulagðri frístundabyggð. Skorað er á félagsmálaráðherra að beita sér fyrir því að lög nr. 21/1990 um lögheimili verði endurskoðuð með það í huga að á skipulögðum frístunda- svæðum verði ekki heimil lögheimilisskráning. Sveitarstjórn samþykkir að áfrýja málinu til Hæstaréttar og fer fram á stuðning Sambands íslenskra sveitarfélaga enda verði niðurstaða dómsins fordæmisgefandi fyrir öll sveitar- félög í landinu. Ársreikningar vegna fjallskila í Laugardal og Þing- vallasveit, 2002 og 2003, þar sem þeir hafa ekki verið lagðir fyrir. Fyrirspurn frá Kjartani. Svar sveitarstjóra: Unnið hefur verið að fjallskilum með fjallskilaseðli og þeir lagðir fyrir árlega en samandregin ársreikningur er ekki tilbúinn. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu. Osk frá Kjartani Lárussyni um breytingar á fundar- tíma sveitarstjórnar, eftir áramót og fram að maí. Oskað er eftir að fundir hefjist ekki fyrr en kl. 15:30. Ef ekki er hægt að verða við því þá óskar hann eftir að annar dagur verði valinn fyrir fundi sveitarstjórnar. Fundardagur og tími var ákveðin í upphafi kjörtímabils og er bundinn í samþykktum sveitarfélagsins. Ekki hægt að verða við viðkomandi breytingu. Bókun Kjartans. Þar sem ekki er hægt að verða við þessari ósk reikna ég ekki með að komast á fundi sveitarstjórnar vegna skólagöngu minnar fyrr en í júní. Umræða um lokun KB - banka. Sveitarstjórn samþykkir að beita sér fyrir því að áframhaldandi bankaþjónusta verði á Laugarvatni. Heimasíða Bláskógabyggðar. Bókun Drífu: Árétta að heimasíðan hefur ekkert lifnað við undanfarna mánuði. Svar Ragnars: Heimasíðan hefur verið lagfærð síðustu daga. Umræða um merkingu við innkomu á Mosfells- heiðinni í Þingvallasveit. Tillaga Drífu: T-listinn leggur til að merki því sem segir „Velkominn í Þingvallahrepp“ verði breytt þannig að þar standi „Velkominn í Þingvallasveit“ Einnig verði þau merki sem nú þegar standa við innkomu í fyrrverandi sveitarfélaga í Bláskógabyggð lagfærð með sama / getur maður loksins hætti. Þ-listi leggur til að málinu verði frestað þar til fyrir liggur niðurstaða í umræðum um sameiningar í uppsveitum Árnessýslu. Tillaga um frestun samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveim. Fjarfundarbúnaður að gjöf. Oddviti kynnti gjöf sem Bláskógabyggð hefur borist frá hjónum sem ekki vilja láta nafn síns getið. Um er að ræða fullkominn tekið þátt í fundum! Fjarfundabúnaður. Sveitarstjóri þakkarfyrir. fjarfunda- búnað að verðmæti kr. 720.000. Að ósk gefanda hefur búnaðinum verið komið fyrir í Fjallasal, Aratungu. Sveitarstjórn þakkar höfðinglega gjöf- Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI HEIMASIMI 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 Litli Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.