Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 3
f N Ritstjómargrein Samgöngur hafa löngum verið Biskupstungnamönnum erfiðar og úrbætur í þeim efnum mikið áhugamál margra. Amar þrjár, sem renna á mörkum sveitarinnar og um hana voru fyrrum miklir farartálmar og mýrarsund milli brattra ása voru víða torfær hestum, sem lengi vel voru einu samgöngutækin á landi. Farið var yfir árnar á bátum á ferjustöðum og á vöðum, þar sem árnar breiddu dálítið úr sér, runnu jafnt með litlum straumi og botn var sléttur og fastur. Kunn er þjóðsagan um stein- bogann á Brúará, sem sagt var að biskupsfrúin í Skálholti hafi látið brjóta niður til að losna við átroðning fátæks fólks. Ef til vill er þetta steinboginn, sem enn er undir brúnni á Kóngsveginum, en hann hafi verið göngufær þegar lítið vatn var í ánni, en við breytingar á vatnafari hafi farið að renna yfir hann og sagan um niðurbrotið þá orðið til. Merki um þennan brotna steinboga gætu einnig hafa horfið þegar brúin var byggð. í annarri þjóðsögu er getið um steinboga á Hvítá á Brúarhlöðum, sem brotinn var niður vegna ósamkomulags Hauks bónda í Haukholtum og Gýgs á Gýgjarhóli. Ekki munu sjást nein ummerki þessa steinboga þar. Fyrsta brúargerðin, sem vitað er um, var á Brúará rétt ofan við steinbogann. Þá var stórgrýti sett í gljúfrið við Brúarfoss, ofan við brúna á Kóngsveginum, en það er svo þröngt að steinamir festust efst í því og var unnt að klöngrast yfir á þeim. Á 19. öld var trébrú á þessu gljúfri, sem hægt var að fara með hesta yfir. Langt er síðan farið var að setja grjót í mýrarsund og jafnvel flóraðir vegarspottar eftir mýmm til að hestar lægju ekki í, og áður en jarðýtur og skurðgröfur komu til voru hlaðnir upp vega- spottar með handverkfærum og möl borin í þá með hestvögnum. Mesta átak, sem hér hefur verið gert í samgöngumálum, var til að undirbúa konungskomuna 1907. Þá var lagður vagnfær vegur frá Þingvöllum, austur um Laugardal og Tungur að Geysi og Gullfossi og þaðan niður Hrunamannahrepp og Skeið. Brúará mun hafa verið brúuð nokkrum ámm áður, en Hvítá á Brúarhlöðum árið 1906, og má sjá merki þess mannvirkis sem samanlímdar grjóthleðslur á gljúfur- börmunum spölkom neðan við núverandi brú. Líklega hefur Tungufljót verið brúað vestan við Brú þetta sama ár. (Nafnið á bænum bendir til að þar hafi fyrr verið brú.) Þessi framkvæmd gerði fólki á þessum slóðum mögulegt að fara að nota hestvagna til flutninga, og má segja að þar með hafi þeir fyrst farið að nota hjólið. Á þessari öld, sem liðin er frá þvf bygging Kóngsvegarins hófst, hefur mikið verið unnið að vega- bótum hér í sveit. Allmargar brýr hafa verið byggðar og lagðir vegir, fyrst með þunnu malarlagi en upp á síðkastið með olíumöl á yfirborði. Enn þarf þó að fara ótrausta og oft óslétta vegi heim að flestum bæjum og töluverður hluti samgönguleiða em enn á þann veg. Líklegt er að krafan um að geta ekið eftir vegi með bundnu yfirborði heimanað frá sér og heim verði ákveðnari með hverju árinu sem líður, og væntanlega verður farið að óska eftir slíku aðgengi einnig að frístundabyggðum. Ljóst er að þessum kröfum verður ekki sinnt í skjótri svipan, en nauðsynlegt er að bæta fljótt þá vegi sem af flestum eru farnir. Vonandi dregst ekki lengi að nýr vegur komi úr Þingvallasveit að Laugarvatni og vegtenging við Hrunamannahrepp með brú yfir Hvítá hjá Bræðratungu verður eðlileg framkvæmd, ef og þegar uppsveitirnar verða sameinaðar í eitt sveitarfélag. Annar þáttur samgöngumálanna em símamálin. Nú eru liðin um 80 ár frá því sími kom á nokkra bæi syðst í sveitinni, en eina þrjá áratugi tók að koma honum um alla sveit. Mörgum hefur væntanlega fundist að viðunandi aðstæður væru orðnar í símamálum, þegar samband var komið við öll heimili allan sólarhringinn án þess að þurfa að ná sambandi við símstöð. En nýjungar í tækni kalla á betri búnað. Tilkoma intemetsins krefst betri tengingar en núverandi símalínur geta séð fyrir. Nauðsynlegt er að öll heimili geti fengið samband, sem flytur það sem þetta fyribæri býður upp á. Hér verður engu slegið föstu um hvernig það verður leyst, og eru víst til fleiri en ein leið að því marki. Eftir rúm tvö ár verður kosið til sveitarstjórnar, og má því búast við að væntanlegir frambjóðendur fari brátt að huga því hvernig þeir geta boðist til að þjóna sveitungum sínum sem best. Eitt veigamikið atriði er án efa í hugum margra hvemig unnt er að vinna að úrbótum í samgöngumálum. I aðdraganda kosninga er rétt að ræða það. A. K. V____________________________________________________________________) Litli Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.