Litli Bergþór - 01.03.2005, Síða 4

Litli Bergþór - 01.03.2005, Síða 4
Formannspistill Kæri lesandi. Stundum velti ég því fyrir mér hvernig íbúum sveitarinnar finnst vera staðið að íþróttaæfingum og hvort þær séu að uppfylla væntingar. Þá á ég við það, að sem allra flestir sem vilja stunda íþróttir finni eitthvað við sitt hæfi. Með þessum vangaveltum er ég ekki að kasta rýrð á það starf sem í boði er, sem er fjölmargt og er af hinu góða. Heldur vil ég benda fólki á að koma hugmyndum sínum á framfæri og ef til vill leggja inálefninu lið og sýna með þeim hætti hug sinn til betra og öflugra samfélags. 83. þing HSK var haldið á Selfossi 26. febrúar í húsakynnum Fjölbrautaskóla Suðurlands. f máli Gísla Páls Pálssonar, formanns HSK, kom fram að 24. landsmót UMFÍ á Sauðárkróki hefði verið mjög glæsilegt og mótsaðstaðan öll til fyrirmyndar. HSK náði þeim árangri að lenda í 3. sæti, sem urðu nokkur vonbrigði, en það gengur vonandi betur næst. Peningaleg velta sambandsins var um 12 milljónir og var reksturinn nánast hallalaus. Stjómin fékk hól fyrir rekstur og stöðu sambandsins frá þeim Ellert B. Scram, formanni ÍSÍ, og Birni B. Jónssyni, formanni UMFÍ, en þeir voru báðir gestir fundarins. Nokkur umræða var um unglinga- landsmótin sem haldin hafa verið undan- fég þá koma með gengnar sjö verslunarmannahelgar og er \hugmynd?, almenn ánægja með það forvamarstarf sem fellst í þessu mótshaldi þar sem stílað er inná að rvPí’l fjölskyldur þátttakenda mæti og hafi ánægju og gleði af samvemnni án vímuefna. Næsta sumar verður mótið haldið í Vík í Mýrdal og gaman væri ef næðist upp stemmning fyrir því að þangað færa keppendur og foreldrar sem tækju þátt. Á héraðsþinginu var öllum aðildar- félögunum afhent veggmynd með merkjum allra aðildarfélaganna og einnig diskur með merkjunum á tölvutæku formi. Kveðja Guttormur Bjarnason. Kosningar á aðalfundi 2004 Umf. Bisk. 2004 Stjórn: Guttormur Bjarnason formaður Sveinn Kristinsson ritari Dagný Grétarsdóttir gjaldkeri Varamenn: Jórunn Svavarsdóttir Ásborg Arnþórsdóttir Skógræktardeild: Sigurjón Sæland formaður Eiríkur Georgsson ritari Jens Pétur Jóhannsson gjaldkeri Hólmfríður Geirsdóttir Fulltrúar í rekstrarnefnd: Guttormur Bjarnason Varamaður Dagný Grétarsdóttir íþróttavallanefnd: Helgi Guðmundsson Þórarinn Þorfinnsson Rúnar Bjarnason Fulltrúi í þjóðhátíðarnefnd: skipaður af stjóm Endurskoðandi: Gylfi Haraldsson Varamaður Arnór Karlsson Útgáfunefnd: Arnór Karlsson formaður Geirþrúður Sighvatsdóttir Pétur Skarphéðinsson Margrét Annie Guðbergsdóttir Sigurður Guðmundsson Skemmtinefnd unglinga: Harpa Gunnarsdóttir Alexandra Guttormsdóttir Jóna S. Guðmundsdóttir Samúel Egilsson Oddur Bjami Bjamason Atli Þór Svavarsson Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI HEIMASIMI 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.