Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 6
þætti úr bókum og Bjami Sigurðsson í Haukadal lék á harmónikku. Stöðugt starf er í vetur hjá félagi þessu. Fyrsta fimmtudag í mánuði er samkoma í Bergholti, þar sem fram er reidd ýmis dagskrá, oftast af innan- félagsfólki, og hina fimmtudaga koma nokkrir félagar þar saman og spila á spil og fást við listiðn, sem að mestu felst í að skera út dýr og fleira úr tré, og njóta þeir tilsagnar Ragnhildar Magnúsdóttur í Gýgjar- hólskoti. I ársbyrjun hófst líkamsþjálfun aldraðra, sem felst í leikfimi í íþróttasalnum og sundlauginni einu sinni í viku undir stjórn ýmist Freydísar Örlygsdóttur eða Aslaugar Kristinsdóttur. Á kvöldvöku Búnaðarfélags Biskupstungna í febrúar flutti Jónatan Hermannsson frá Galtalæk erindi um kornrækt fyrr og nú. Gunnlaugi Skúlasyni var þar afhent afrekshorn Búnaðarfélagsins fyrir dýralækningar. Hegihald í dymbilviku og um páska var með hefðbundnum hætti; fjölskyldumessa á pálmasunnu- dag í Skálholtskirkju, messa í Bræðratungu á skídag og í Skálholti að kvöldi þess dags, í Torfastaðakirkju og Skálholti á föstudaginn langa, í Skálholti bæði kl. 8 og 14 á páskadag og í Haukadal á annan í páskum. Að kvöldi föstudagsins langa hélt Kammerkór Biskupstungna, tónleika í Skálholtskirkju, þar sem flutt var trúarleg tónlist. Stöðugt er unnið að byggingu íbúðarhúsa í sveitinni. í norðanverðu Reykholtshverfi var í ársbyrjun flutt í nýbyggt hús og annað, sem hefur verið lengi í bygg- ingu, skömmu seinna. Á þeim slóðum er verið að gera tvö önnur búsetuhæf og sama er að segja um húsin tvö á Brekku. fbúar eru komnir í flestar íbúðanna í þremur parhúsum við Miðholt, sem byggð voru á síðasta ári, og við Sólbraut er risið hús. Síðasta dag febrúar var tekin fyrsta skóflustunga að viðbyggingu Reykholtsskóla. Byggja á 312 fermetra hús við suðvesturenda skólans, og eiga að vera þar m. a. sex kennslustofur. Verktaki er Selásbyggingar ehf., byggingameistari Hákon Gunnlaugsson í Bekkugerði. Húsið á að vera fullbúið fyrir næstu jól. Brunavarnir Árnessýslu hafa eignast tvo nýja slökkvibíla af Renault-gerð, sem verða báðir í Bláskógabyggð, annar í Reykholti en hinn á Laugarvatni. Talið var að nokkrar kindur hafi sést á Sandfelli fyrir vestan Haukdal snemma í desember. Mánuði seinna fóru félagar úr Björgunarsveit Biskupstungna á bíl og snjósleðum að leita þeirra. Engar kindur fundu þeir á Sandfelli en tvílembu frá Austurhlíð í Fljótsbotnum á suðaustanverðri Haukdalsheiði. Kindumar voru vel á sig komnar, en þær munu ekki fá að lifa til vors því vegna varna gegn útbreiðslu riðu á engin kind að vera til næsta sumar hér í sveit austan Hlíðartúns og sunnan Efri-Reykja. í byrjun mars hafði ferðamaður á leið að norðan í Kerlingarfjöll símasamband við umsjónamann hjá Bláskógabyggð og tjáði honum að kind væri í Fossrófum. Brá hann skjótt við ásamt starfsfélaga sínum, og fóru þeir á vélsleðum Björgunar- sveitarinnar, handsömuðu kindina og færðu til byggða. Þetta var mórauð ær á öðrum vetri frá Gýgjarhólskoti, en hennar var saknað í haust ásamt tveimur lömbum sínum. Ekki er vitað um örlög lambanna. Skömmu sfðar birtist kind norðan við túnið í Dalsmynni. Reyndist það vera lambhrútur frá Hlíðartúni. Móra og bjargvœttir hennar, Guðjón Rúnar Guðjónsson og Loftur Jónasson. Oft hafa sést tófur hér um slóðir í vetur og för eftir þær, þegar sporrækt hefur verið. Kváðu björgunar- menn að merki hefðu verið þess að þær hefðu verið að sitja um kindurnar í Fljótsbotnunum. Skotmenn hafa í vetur lagt út æti fyrir þær og fellt a. m. k. eitt- hvað á milli 10 og 20. I mars var þess minnst, með hátíð í Björgunar- sveitarhúsinu að Bjarkarbraut 1, að þann 9. mars voru liðin 20 ár frá stofnum Slysavarnadeildar og Slysavamasveitar Biskupstungna, sem urðu síðar Björgunarsveit Biskupstungna. Þar var ný björgunarbifreið sýnd. Guðjón Skarphéðinsson á Eiríksbakka, f. 25. 10. 1955, lést í Reykjavík 18. janúar sl. Útför hans fór fram frá Langholtskirkju og hann var jarðsettur í Gufuneskirkjugarði. A. K. Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.